Tíminn - 03.06.1973, Page 1
Hálfnað
erverk
þá hafið er
i
i
■
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
AAóðurást á vor
degi í Kópavogi
ÆRNAR bera og hryssurnar
kasta, og sól og vor blessa hið
unga lif. Lömbin og foiöldin
komast fijótt á legg, ef ailt er með
felldu, og bregða á leik eins og
ungviði er lagið. Og svo koma
börnin á vettvang til þess að virða
fyrir sér dásemd hins áhyggju-
lausa lifs, sem kviknar á vorin.
. Hestamannafélagið Gustur i
Kópavogi á þyrpingu hesthúsa
uppi i hæðunum spölkorn ofan við
Smárahvamm. Þar uppfrá við
hesthús þeirra Kópvæginga tók
Gunnar Andrésson, ljósmyndari
Timans, þessa fallegu mynd af
móður og afkvæmi. Hún speglar
móðurlega ástúð og umhyggju,
• svo að ekki verður betur gert, og
við getum látið okkur gruna, hvi-
likrar öryggiskenndar litla fol-
aldið nýtur, þar sem það stendur
undir kverk móðurinnar. Við
getum verið þess fullviss, að
hryssan sú arna er i hópi góðra
mæðra, og við skulum gera okkur
vonir um, að hún verði heppin
með uppeldið.
Og ekki vantar það, að margir
vilja vikja góðu að henni og
afkvæmi hennar. Að minnsta
kosti voru börn þarna upp frá
með brauð, þegar við Timamenn
vorum þar á ferð. Það kunni
hryssan vel að meta, en litla
folaldið hennar var ekki orðin
brauðæta. Það afþakkaði gott
boð.
Thule-öl í plast
flöskum, sem eyðast
SB-Reykjavik — Undanfarin tvö
ár hafa farið fram hjá Sana á
Akureyri tiiraunir með plast-
fiöskur, sem eyðast af sjálfu sér
eftir tæmingu. Er það takmark
Sana, að setja alla sina fram-
leiðslu i siikar flöskur. Ýmsir
erfiðleikar hafa þó orðið á vegin-
um og vandamálin eru enn óleyst,
einkum hvað varðar geymsluþol
og frágang á töppum.
Menn frá Sana hafa kynnt sér
notkun þessara umbúða i Sviþjóð,
en þar var framleiðslan komin*
i stóran stil, þegar heilbrigðis-
yfirvöld stöðvuðu hana, vegna
þess að geymsluþoliö var ófull-
nægjandi.
Lágmark er að öl geymist i
flöskunum i mánuð til sex vikur,
en rannsóknir hafa leitt i ljós, að
okkar góða islenzka vatn hefur
litið geymsluþol. Ef vel ætti að
vera, þyrfti þvi sala ölsins frá
Sana að vera miklu hraðari, þar
til fundnar verða ráðstafanir til
að auka geymsluþolið.
Sana stendur i stöðugu sam-
bandi við sænska fyrirtækið og
fylgist með þróuninni, og þegar
Sviar hafa leyst vandann getum
við hér væntanlega farið aö kaupa
Thule-öl i plastflöskum, sem eyð-
ast sjálfar. Breyta þarf vélum,
þannig að flaskan er búin til um
leið og tappað er á hana.
Flöskurnar eyðast ekki fyrr en
kolsýru hefur verið sprautað i
þær, þannig að geyma má ónot-
aða flösku til eilifðar. Þegar hins
vegar er búið að drekka úr slikri
flösku, gosdrykk, er óhætt að
fleygja henni frá sér úti i náttúr-
unni, hún verður horfin eftir sex
vikur. Þá eru i gangi tilraunir
með að setja næringarefni fyrir
gróður I pappirinn, sem er utan á
flöskunni.
Nýtt rann-
sóknarskip
Klp-Reykjavik. Haf-
rannsóknarstofnunin
hefur fengið leyfi
Sjávarútvegsráðu-
neytisins til að kaupa
lítið skip, sem hægt sé að
nota til rannsókna á
innf jarða- og grunnfiski-
Deilan
frá
brezku
sjónarhorni
A mánudagskvöid verður flutt-
ur þáttur i sjónvarpinu um land-
helgismálið eða réttara sagt við-
horf Breta til deilunnar. Brezkur
þingmaður og talsmaður togara-
eigenda munu svara spurningum,
en stjórnendur þáttarins verða
Ólafur Ragnar Grimsson og L.
Kennedy. Þátturinn hefst kl. 22 á
mánudagskvöid, og er hann gerð-
ur i samvinnu islenzka sjón-
varpsins og BBC. Meðan á- út-
sendingu stendur, geta áhorfen-d-
ur komið spurningum á framfæri
i sima 38800.
miðum.
Menn frá stofnuninni hafa
undanfarna daga verið að skoða
skip, em eru á sölulista hér á
landi, en þau eru viða um land.
Engin ákvörðun hefur samt verið
tekin um kaup, enn sem komið er.
Að sögn Jakobs Jakobssonar,
fiskifræðings, sem við ræddum
við i ['gasr, er verið að leita að
skipi, um 70 tonn að stærð, sem
væri hentugt sem rannsóknar-
skip. Fyrirhugað er, að nota þetta
skip til rannsókna á grunn-
miðum, eins og t.d. við rækju og
skelfiskleit.
Jakob sagði, að fyrirsjáanleg
væru næg verkefni fyrir svona
skip hér við land, og gæti það
verið að störfum allt árið. Ef gott
og hentugt skip fengist, hér á
landi, þyrfti trúlega að breyta þvi
eitthvað og setja i það ýmislegan
útbúnað, sem þarf að vera i rann-
sóknarskipum.
SÖLUTURN FARINN Á FLAKK
VENJULEGIR söluturnar þykja
ekki ýkja merkilegir, og fæstir
ieggja mikla rækt við þá, nema
þá þeir, sem á þeim græða.
öðrum máli gegnir um gamla
söluturninn, sem orðinn var svo
samgróinn miðbænum, að hann
gat heitiö þar sjálfsagður. En nú
er samt svo komið, að gamli sölu-
turninn hefur orðið að vikja og nú
cr búið að flytja hann upp i Arbæ,
þarsemhann iiggur á hliðinni við
veginn og blður þess, sem verða
vill.