Tíminn - 03.06.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. júni 1973. TÍMINN 3 Umsjón: Halldór Kristjánsson ÆTTARBIKARINN Ættarbikarinn heitir ein saga i siðustu bók Guðmundar Haga- lins. Það er ástæða til að geta þeirr- ar sögu hér, þvi að höfundur lætur hana spegla eins konar uppgjör þjóöar sinnar við áfengið. Aldurhniginn faðir ræðir við börn sin þrjú, sem eftir eru á lifi. Alls höfðu börn hans verið átta og nú rifjar hann upp örlög hinna fimm. Hann talar lika um hlut- skipti þessara þriggja og finnst,aö öll sin börn hafi með ýmsum hætti haft illt af áfenginu. Allt eru það sannar svipmyndir úr islenzku þjóðlifi. Hér skulum við sjá sýnishorn af þvi, sem gamli maðurinn segir við börn sin: „Þið sjáið hérna bikarinn — ættarbikarinn. Þiö kannizt svo sem við hann, — þið hafið öll drukkið úr honum vin, — ættardrykkinn, þjóðar- drykkinn. Það hefur margt verið talað og skrifað um vin hér á landi á minni ævi, og sú var tiðin, að mér þótti allt skrafið og öll skrifin um vinið þjóð minni til vansæmdar, það er að segja allt um skaðsemi vins- ins. Eins og Islendingar ættu ekki að vera þeir manndómsmenn, að geta farið með vin, án þess það yrði að meini — þjóöarmeini. En á seinustu árum hef ég hlýtt samvizku minni og farið að hugsa, já, sérstaklega siðan hún móðir ykkar dó og ég hef eigin- lega ekki verið til neins, mest kannski vegna þess, að ég hef ekki séð mig geta gert neitt að gagni, og svo hef ég þá undrað mig á þvi meir og meir, hve litið og hraflkennt það er, sem skrifað hefur verið um vinið — þann ógn- as og örlagavald þessarar þjóðar. Fræðimenn okkar hafa sitthvað -rannsakað i sögu okkar og bók- menntum, en þetta má heita órýnt og rakið. Þegar neyö okkar Islendinga var mest, þegar allra harðast svarf að okkur, þegar ekki var til nema með höppum og glöppum kornlúka, timbur, járn og spotti i færi eða lóð, þá skyldi þó alltaf vera til kappnóg brennivin. Og þegar fáeinar mannkindur, sem betur sáuenaðrirog litu svo á, að þeir ættu aö gæta bróður sins, ef öll tilveran ætti ekki að vera ein markleysa, gerðu tilraunir til að fá stiflaða brennivinsmóðuna eða a.m.k. dregið út magni hennar, hafði það enga minnstu vog. Þeir vissu hvað þeir vildu, einokunar- kaupmennirnir og seinna þeir eftirkomendur þeirra, sem hér höfðu i seli, og kóngur — og þá trúlega ekki sizt hans hirðgæðing- ar hlýddu rödd þeirra, humm, mundi hafa valdið þar nokkru um þá eins og nú samdrykkja og silf- ur. Kaupmangararnir vissu, að vinið var þeim þarft sakir fleira en þess gróða sem þeir höfðu af sölu þess. Þeir voru farnir að þekkja mennina, Islendingana, sem hreyktu sér af ættgöfgi sinni, af þvi að vera komnir af konung- um og af „sjálfstæðishetjunum góöu”,sem vildu heldur láta óðöl sin en ganga undir jarðarmen konungsvaldsins. Já, þeir þekktu þaö, mangararnir, að gortandi afkomendur þessara fornu stór- bokka stóðu viö diskinn og drukku út á drættina, sem þeir fengu á spottann sinn á fúnum fleytum með ræði og flygðar segltuskur, og höldurinn og kotkarlinn riðu i kaupstaðinn og gerðu þaö fyrst alls að fá á kútinn og svipta sig sóma.tilfinningu og dómgreind”. ----Svo rekur gamli maöurinn skipti ættar sinnar við áfengi og endar með þessum orðum: ,,Nú, blessuð unga kynslóðin, myndarlegri i sjón en nokkur önnur kynslóð fyrr og siðar hér á þessu landi, — og svo: Stúlkur — sona- og dótturdætur, sem vita ekki i dag, hverjum verður föl við vini virðing þeirra i kvöld — og hver hlutur þeirra verður orðinn þegar næsti dagur ris, — sona- og dóttursynir, sem eyða hundruð- um króna I hver vikulok i að flétta á sig sjálfa fjötrana, sem tryggja þá sem ræðara a galeiðum Bakkusar, —■ nei, svona er það ekki undantekningarlaust, en þið þekkið máske, já, sjálfsagt enn betur en ég, hve ótrúlega margt þaö er af ungu fólki, sem þetta á við”. Hér verður ekki efni þessarar sögu rakiö frekar en oröið er. Sjálfsagt hefur Guðmundur Hagalin skrifaö ýmsar sögur, sem risa hærra að skáldlegri Iþrótt. Þó ber þessi saga þess glögg merki, að þar er skáld á ferð, sem kann að lýsa fólki. Og vissulega er sagan mjög timabær hugvekja. Þvi á hún erindi við samtið sina. Ölgerð við Njálsgötu Opið bréf til forstjóra og Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur ÞANN 17. april s.l. hélt eitt elzta og ef að likum lætur virðulegasta fyrirtæki höfuðborgarinnar upp á sextugsafmæli. 1 þvi tilefni birtust viðtöl við forstjórana i dagblöðunum, þar sem þeir lýsa rekstri fyrir- tækisins. Þeir bera sig vel og segjast ekki geta fullnægt eftir- spurn og hagur fyrirtækisins sé góður, sem sést m.a. á þvi, að greiddar voru 48 millj. kr. i vinnulaun árið 1972. Ennfremur, að ekki sé hægt að láta vinna lengur en til kl. 23.00 vegna vinnu- aflsskorts. Þetta er auðvitað gott og blessað. Hins vegar láðist for- stjórunum að nefna, að ölsuða og kynding hefst I verksmiðjuhúsinu að Njálsgötu 19 kl. 04. a.m.k. fimm nætur i viku. Þessi starf- semi veldur hávaðadrunum, sem gerast inn um þök næstu fbúða- húsa. Fólkið i þessum húsum sendi kvörtunarbréf yfir nætur- ónæöinu til borgarráðs i april 1970, en engar úrbætur hafa feng- izt siðan. Það er staðreynd að þetta gamla ibúðahverfi er ekki iönaðarhverfi i borgarsamfélagi nútimans, hvað sem segja má, að hafi verið réttlætanlegt fyrir fimmtiu árum siðan og allra sizt fyrir þungaiðnað eins og ölgerð. Fyrirtæki, sem greiðir fram- leiðslu sina svo háu og leiðinlegu verði, að valda hópi borgarbúa næturónæði og taugaertingu, auk hugsanlegs eignartjóns, hefði verið sæmzt að láta minna af af- mæli sinu, fyrr, en það hefir bol- magn og villbrugga a.mjöðinn i, og keyra út frá, einhverju iðnaðarhverfinu, sem Reykja- vikurborg úthlutaði svona rekstri fyrir mörgum árum (sjá Aðal- skipulag fyrir Reykjavik frá 1966) Það er bágborið fyrirkomulag að dæla ölinu út i stóran tankbil við Njálsgötu og aka honum svo i öllum þrengslunum út i mikla umferð við Frakkastig inn á Rauðarárstig. Það bæði tefur umferð og eykur á slysahættu fótgangandi fólks og barna að leik. Heiðruðu forstjórar! Er nú ekki orðið timabært að fara að dæmi Sanitas h/f, sem flutti allt frá Lindargötu fyrir nálægt áratug? Nú eru ákvæði i heilbrigöis- samþykkt Reykjavikur, að allur iðnaður er háður fyrirmælum heilbrigðisnefndar, bæði hvað varðar mengun af óhreinlæti og alls konar hávaða og titringi. Þvi verður að ætlast til þess, að hin ágæta nefnd, sem er svo röggsðm við að loka t.d. smásöluverzlun- um, ef hreinlæti og öllum að- búnaði þykir eitthvað ábótavant, aðhún sýni, að heilsuvernd ibúa hverfisins er mikilvægari en löngu úreltar rekstrarvenjur þessa fyrirtækis, með þvi að banna þennan hávaðarekstur á timanum 04-7 á morgni. Vonandi mun ekki endalaust sannast, að forn fjárfesting at- vinnurekenda sé meira metin en umhverfis- og lifsvernd fyrir fólkið i þessu borgarhverfi. Ef hin nýja heilbrigðisreglu- gerð rikisins nægir ekki, skal minnt á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavik og önnur lög, sem banna að raska ró fólks i ibúðum sinum um nætur.Munið ennfrem- ur, að það er bannaö að brjóta helgidagalöggjöfina með þvi m.a. aðhafa iðnaðarvélar i gangi, sem trufla friðsæld heimilis. Góðir samborgarar! Leggjumst öll á eitt um að losna við óþarfa mengun I okkar yfirleitt fögru og hreinu borg. En i öllum bænum haldið samt áfram að kaupa ölgerðaröl, þrátt fyrir framangreint, svo að ölgerðarforstjórar fari ekki að tapa, en vilji flytja ölbruggunina fljótlega i nýtt og vel staðsett brugghús. ** Horður Þ. Ásbjörnsson. ánávaxta í Balkanlöndum er fólk ótrúlega langlíft, oft talsvert á annað hundrað ára. Niðurstöður athugana benda til þess, að jógúrtin eigi þar stærstan hlut að máli. Heilbrigð meltingarstarfsemi er mikilvæg undirstaða líkamshreysti. og jógúrtin orkar beint á meltinguna. Jógúrtin er því mikilsverð heilsu- fæða. Nú bjóðum við hana án ávaxta og óskum neytendum langra og sælla lífdaga. jógúrt án ávaxta Mjólkursamsalan Nú eigið þér kost á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.