Tíminn - 03.06.1973, Page 5

Tíminn - 03.06.1973, Page 5
Sunnudagur 3. júni 1973. TÍMINN 5 Mark Philips verðurtengdasonu ÞÁ er Anna Bretaprinsessa gengin út, eins og tilkynnt hef- ur verið. Sá hamingjusami heitir Mark Philips og er liðs- foringi i riddaraliði hennar hátignar. Hann er 24 ára, hávaxinn og myndarlegur, ljóshærður og bláeygur. Bretar hafa lengi reiknað með, að hin hestaglaða prinsessa myndi einhvern daginn velja sér riddara, og lengi var talið, að það yrði Richard Meade, sem hún var mikið með eitt sinn — en svo sást hún allt i einu yfirgefa hlaupabrautina leiðandi Mark Philips, bezta vin Richards. Siðan hefur enginn efazt um; að hún kysi fremur félagsskap Marks, bæði i útreiðarferðum og annars staðar. Það var ekki lengi að fréttast, að Anna bauð Mark heim til Buckingham- hallar á gamlárskvöld, eftir að hún hafði skroppið heim til hans um jólin. 1 sjónvarpinu gátu lika allir séð myndir af þeim hlið við hlið á refaveið- um og vakti þaðgremju — ekki vegna sambandsins, heldur iðju þeirra, þvi dýraverndar- samband Bretlands hefur haft uppi mikinn áróður gegn refa- veiðum, með hundum, sem það segir að sé ómanneskju- legt. Um miðjan janúar fór Mark til V-Þýzkalands, þar sem hann á að vera i þjónustu i tvö ár, i brezka hernum. Anna fylgdi honum til skips og þrátt fyrir sæg öryggisvarða, létu þau sig hafa það að kyssast, og þar með var áreiðanlegt, aö þetta var: Ástarævintýri aldarinnar Fljótlega kom i ljós, að Mark Philips var væntanlegur heim eftir nokkra mánuði, i leyfi, og að Anna ætlaði á meðan að skreppa til Afriku. — Þá kemur i ljós, hvort þau geta verið án hvors ann- ars, sögðu Bretar strax — þannig var það lika með Elisa- Englands betu og Philip, Margréti og Armstrong Jones. En listanum yfir mögulega eiginmenn handa önnu var fleygt. A honum höfðu m.a. verið þeir Karl Gústaf, Svia- prins, Richard Meade, David nokkur Penn og ungur aðals- maður að nafni Guy Neville, sem annars var sagður vera eftirlæti Elisabetar sem mögulegur tengdasonur. Ef mánuðirnir skyldu verða önnu of langir, gat hún þó alltaf skroppið yfir til Þýzka- lands, i heimsókn til einhvers þeirra ættingja, sem hún á þar. En hún gerði það ekki, þvi hún vill að allar reglur séu virtar. Hver er Mark Philips? Jú, hann er mikill hesta- maður og liðsforingi i riddara- liði drottningar, hefur blá augu og roðnar reins og skóla- strákur. Meira að segja áður en hann kynntist önnu. Foreldrar hans eru auðugir og eiga heima úti i sveit, i höll frá 16. öld. Mark hefur gengið á beztu skóla Englands og siðan i herskólann i Sand- hurst, þar sem prinsar margra þjóða hafa hlotið hernaðarmenntun sina. Faðir hans, Peter Philips, var eitt sinn majór i riddaraliðinu, svo að eplið féll ekki langt frá eikinni. En það var sameiginleg ást þeirra önnu á hestum, sem varð til þess að þau kynntust, og siðar var það skriðdreka- deildin, sem hefur aðsetur i Yorkshire. Þangað vildi drottningin eitt sinn fara til að lita yfir liðið og Anna fór með. A dansleiknum á eftir dönsuðu þau Mark næstum óslitið sam- an. Fólk, sem þekkt hefur Mark Philips siðan hann fæddist, þann 22. september 1948, segir að hann sé fyrst og fremst, „góður strákur” en dálitið feiminn. Hann hefur áiltáf lát- ið litið á sér bera, nema i reið- mótum, þar sigrar hann iðulega. Enginn man eftir að hafa séð hann halda i stúlku- hönd — nema hönd prins- essunnar. Þegar honum var óskað til hamingju með árangur á hlaupabrautinni, þakkaði hann fyrir, roðnaði og fór að tala um eitthvað annað. • • Forréttindi Onnu Þegar allt þetta er tekið með i reikninginn, er hægt að imynda sér, að hægt sé að njóta góðs af brúðkaupsregl- um frá 1772. Þar segir, að ensk prinsessa megi sjálf biðja sér manns, ef hún spyrji móður sina fyrst leyfis og siðan kon- unginn, ef hann þá er til. Þessar reglur setti Georg konungur II, þar sem börn hans áttu það til að gifta sig án samþykkis foreldranna. En þó lögin hafi ekki komið Georg að haldi, naut Elisabet II góðs af þeim, fyrir 26 árum, og Victoria drottning hagnýtti sér þetta lika, þegar hún 1839 bað þess frænda sins, sem hún vildi helzt eiga. Og nú virðist Anna hafa notað sér þetta einnig. Hann heitir Mark Philips ennþá, en verið getur að hann fái annað nafn i nóvember, þegar brúðkaupið verður haldið, með pompi og pragt. Þegar tekið er tillit til titla, er Mark ekki endilega bezta mannsefni, sem Anna hefði getað valiðsér, en þó er aðall i fjölskyldu hans, þar sem frændi hans er kvæntur lafði Katherine, systur hertogans af Norfolk, sem er finasti maður rikisins, næst á eftir konungsfjölskyldunni. — SB.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.