Tíminn - 03.06.1973, Side 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 3. júni 1973.
lh, / .iiill
I!
og er víöa orðinn arðvænglegur at
vinnuvegur og útflutningsgrein
margra þjóða. tslendingar hafa
sérstöðu á nokkrum sviðum, svo
sem i fiskiðnaði og vinnslu á jarð-
varma. Það mun nú vera si-
vaxandi fjöldi nemenda i verk-
fræði við Háskóla tslands og um
50 I jarðfræði og hér er starfandi
tækniskóli með stóran nemenda-
hóp, sem fer vaxandi, og þessu
fólki verður að skapa verðug
verkefni með erlendum og inn-
lendum viðfangsefnum. Þegar
við vinnum að erlendum verkefn-
um, verðum við að gera okkur
það ljóst, að við erum ekki einugis
aðselja verkfræði. Viðerum lika
aö selja til útlanda alls konar
þjónustu aðra, eins og t.d. vél-
ritun, fagteikningar, skrifstofu-
þjónustu o. fl. Ennfremur getur
verið um að ræða sölu á jarö-
fræöiþekkingu, fiskiðnfræði og
alls konar sérfræði, sem þá fer
eftir eðli verkefnisins, sem unnið
er að á hvrjum tima. Ennfremur
getur rekið að þvi að fram-
kvæmdirnar sjálfar fylgi i kjöl-
farið. tslendingar hafa t.d. um-
talsverða reynslu i smiði fiskiðn-
fyrirtækja og i jarðborunum eftir
heitu vatni og gufu, svo eitthvað
sé nefnt.
Stórfyrirtæki í
ráðgefandi verkfræði-
öflun verkefna
Erlend stórfyrirtæki i verk-
fræði hafa mörg hundruð manna
starfsliö og væru slik fyrirtæki
þörf búgrein fyrir tslendinga og
þjóðarbúið. Þau erlendu verkefni
sem Virkir hf. hefur fengið til
þessa, eru árangur af þriggja ára
kynningarstarfi erlendis.
Við bjóðum þjónustu okkar við
öll tækifæri, innanlands og utan.
Sumir viðskiptavinir leita til okk-
ar ótilkvaddir og verkfræði-
stofurnar beina til okkar stærri
verkefnum.
Virkir hf. forðast beina sam-
keppni við aðildarstofurnar af
skiljanlegum ástæðum, en hins
vegar keppa þær um verkefni sin
i milli og við aðra aðila á þessum
vettvangi. Þaö er því ekki um
neins konar einokun að ræða.
Eins og áður kom fram, hefur
Virkir hf. ekki fast tæknilið,
heldur skipuleggur vinnu, raðar
verkefnum og skipuleggur starfs-
hópa, sem vinna siðan undir sér-
stökum verkefnisstjórum, sem
skipaðir eru fyrir hvert verkefni.
Þeir fylgjast siðan náið með
gangi verkefnanna og lausnum á
þeim, unz þeim er skilað fullbún-
um. Þetta er mjög nauðsynlegt,
svo komizt verði hjá töfum.
Sigalda — Virkir hf
og Electro Watt
Alþjóðleg viðurkenning
Stærsta verkefni okkar fram til
þessa hefur verið Sigölduvirkjun
á vegum Landsvirkjunar. Það er
að segja undirbúningur og hönn-
un þeirra virkjunar. Þetta verk
efni hefur verið unnið i samstarfi
við svissneska verkfræðifirmað
Electro Watt. Búið er að opna til-
boðin i þessa virkjun og er verið
að vinna úr þeim núna. Mann-
virki þetta mun kosta 4—5
milljarða islenzkra króna, þegar
allt er talið. Sigölduvirkjun er
fysta stórvirkjunin, sem islenzkir
ráðgefandi verkfræðingar hafa
tekið sjálfstæðan þátt I að undir-
búa þótt vitanlega hafi einstakir
verkfræðingar unnið að virkjun-
Bækistöð Virkis I Höfðabakka.
arframkvæmdum á vegum er-
lendra fyrirtækja. Þetta hefur
verið mjög lærdómsrikt fyrir
okkur, og nauðsynleg leið til að
afla islenzkri verkfræði viður-
kenningar. T.d. viðurkennir
Alþjóðabankinn ekki nema
ákveöin verkfræöifyrirtæki og
lánar ekki fé, nema undir-
búningurinn hafi verið i höndum
„viðurkenndra” aðila. Þetta er
sjálfsögð varúð, að fyrirtæki séu
ekki viðurkennd, nema þau hafi
áður sannað hæfni sina til að
sinna stórverkefnum á sviði
mannvirkjagerðar. Einmitt þess
vegna er það mikilsvert fyrir
Virki hf. að komast I slikt stór-
verk i samstarfi við þekkt og
viðurkennt, erlent verkfræöi-
fyrirtæki.
Þeir stjórna
undirbúningi
Sigölduvirkjunar
Yfirstjórn við hönnun Sigöldu-
virkjunar hafa þeir Guömundur
Gunnarsson, verkfr. að hálfu
Virkis, en mr. Simonetta fyrir
Svisslendingana. Verkefnisstjór-
ar eru þeir Finnur Jónsson, verk-
fræðingur og mr. Schear i Zíirich.
Millirikjasamstarf i verkfræði
er mjög algengt og ber ekki eð lita
t teiknisal Virkis. Tveir starfsmannanna við vinnu sina
■> ■ 1 Í I 1
1 I 11
® * ■ 1 *•: % \ £
m i||Vj
Dúa Skarphéðinsdóttir er ein af vélritunarstúlkunum hjá Virki hf.
Mikil vinna ligguri vélritun vegna skýrslugerða og fl. þegar stórverk-
efni eru á ferðinni.
Brynhildur Sigurðardóttir við kópyuvél. Stöðugt er verið að afrita
teikningar og skjöl fyrir verkfræðingana.