Tíminn - 03.06.1973, Page 10
10
TÍMINN
Sunnudagur 3. júnl 1973.
GJALDSKRAR POSTS
OG SÍAAA HÆKKA
Póst- og simamálastjórnin hef-
ur fengiö heimild til aö hækka
gjaldskrána fyrir símaþjónustu
frá 1. júni nk. og póstþjónustu frá
1. júll nk. Umrædd gjaldskrár-
hækkun er viö það miðuð að stofn-
unin nái að auka tekjur þessa árs
um 14.5%, til þess að mæta' auk-
um tilkostnaði I rekstri.
Hinir ýmsu liðir hækka nokkuð
mismunandi, sem orsakast m.a.
af þvi að hækkun launa og verð-
lags hefur breytileg áhrif á hina
einstöku þjónustuþætti svo og hin
öra þróun, sem er i starfsemi
pósts og sima, þ.e. ný þjónusta
lyður sér til rúms en önnur tekur
miklum breytingum.
Afnotagjald sima hækkar úr
1100 kr. á ársfjórðungi i 1280 kr. 1
afnotagjaldinu felast 525 teljara-
skref á ársfjórðungi, nema þar
sem notendafjöldi er yfir 20 þús-
und á sama stöðvargjaldsvæði,
þar verða 400 skref innifalin i af-
notagjaldi á ársfjórðungi, eins og
áður var. Gjald fyrir umfram-
simtöl hækka úr krónum 2,10 i
krónur 3,10 fyrir hvert teljara-
skref. Gjöld fyrir simskeyti
innanlands hækka úr krónum 3,30
i krónur 4,40 fyrir orðið, minnsta
gjald er fyrir 10 orð. Samsvarandi
hækkun verður á handvirkum
simtölum. Stofngjald af sina, sem
tengdur er við sjálfvirka kerfið
hækkar úr krónum 8000 i krónur
8500.
Þá er timabil næturtaxta, sem
er helmingur af dagtaxta fyrir
langlinusamtöl, sem valin eru
sjálfvirkt, lengdur um 3 klukku-
stundir á sólarhring. Nú gildir
hann frá klukkan 20 i stað klukk-
an 22 að kvöldi til kl. 8.00 næsta
morgun i stað kl. 7.00 og gildir
þetta frá mánudegi til föstudags,
og frá kl. 15 á laugardögum til kl.
8.00 næsta mánudagsmorgun.
Simskeyti til útlanda, sem
bundin eru gengi gullfrankans,
lækka um 6%.
Póst- og simamálastjórn lætur
þess getið að þróunin hafi verið sú
sl. áratug, að simaþjónustan hafi
stöðugt orðið ódýrari i hlutfalli
við launaþróunina i landinu.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
MEÐ SUMARHAPPDRÆTTI
Skagfirzka söng-
sveitin a Blonduosi
Gr. G., Blönduósi, 1. júni. —
Skagfirzka söngsveitin, en það er
blandaður kór Skagfirðinga i
Reykjavik, söng i félagsheimili á
Blönduósi miðvikudagskvöldið
30. mal, við mjög góðar undir-
tektir og hrifningu áheyrenda. I
söngsveitinni eru 50 manns.
Stjórnandi er frú Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir, en undirleikari
Ólafur Vignir Albertsson. Ein-
söngvarar með söngsveitinni eru
þau Friðbjörn G. Jónsson, Guð-
rún Tómasdóttir og Þórunn
ólafsdóttir.
A söngskránni voru aðallega
lög eftir skagfirzk tónskáld, þá
Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson
og Pétur Sigurðsson. Stjórnun og
túlkun söngsveitarinnar var með
ágætum, og bárust einsöngvur-
um, stjórnanda og undirleikra
blómvendir i lok söngskrárinnar.
Söngsveitin þáöi veitingar i
boði hreppsnefndar Blönduóss-
hrepps. Héðan frá Blönduósi hélt
skagfirzka söngsveitin norður til
Skagafjarðar, og fylgdu henni
góðar óskir þeirra Húnvetninga,
er á hana hlýddu.
A aöalfundi miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins 27.-29. april s.l.
var m.a. samþykkt að efnt yröi til
sumarhappdrættis til tekju-
öflunar fyrir flokksstarfiö. Þeirri
áskorun var jafnframt beint til
flokksmanna að vinna ötullega
aö útbreiöslu þess og eflingu. 1
happdrættinu eru 50 vinningar. 1
dreifibréfi framkvæmdastjórnar
flokksins segir svo:
„Eins og vinningaskráin ber
glöggt vitni, er margt eigulegra
muna I boði að þessu sinni. Þeir
verða þvi margir, sem munu
gleöjast yfir góðum vinningi,
þegar dregið veröur. Otdráttur
fer fram 23. júni n.k., það er að
segja á Jónsmessunótt, og veröur
ekki frestaö. Einnig viljum við
benda á þá staðreynd, að
stuðningur við happdrættið, sem
er fjárhagslegur burðarás I
Kynntu sér nýjungar í bygg-
Hópurinn sem fór til Danmerkur, Noregs og Svlþjóðar á vegum SIS til að kynna sér nýjungar I
byggingariðnaöi og byggingavörum. Myndin er tekin,er hópurinn var að leggja af stað.
ingariðnaði á vegum SÍS
Fyrir skömmu fór 25 manna
hópur byggingavöruinnkaupa
manna frá kaupfélögum og öðr-
um á vegum Sanbandsins i heim-
sókn til verksmiðja i Noregi,
Sviþjóð og Danmörku.
Var áætlað að hópurinn yrði i
vikutima I ferðinni og kynnti sér
ýmsar nýjungar sem snerta
byggingariðnaðinn.
Samband islenzkra samvinnu-
félaga hefur löngum búið við
þröngan húsakost og aðstöðu með
slna byggingavöruverzlun, en Ur
þvi rættist fyrir u.þ.b. tveimur
árum, þegar Sambandið festi
kaup á húseignum og lóðum, sem
liggja að Suðurlandsbraut 32 og
Armúla 29. Það er smátt og
smátt verið að skapa aðstöðu til
að veita viöskiptavinum þá full-
komnustu þjónustu, sem völ er á i
þessum vöruflokki, en það er i
samræmi við þjónustuaukningu i
öðrum deildum Innflutnings-
deildar Sambandsins, sem mjög
hefur aukið umsvif sin undir
stjórn Hjalta Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra.
Verzlunarstjóri Byggingar-
vörudeildar Sambandsins hér i
Reykjavík er Markús Stefáns-
son, en deildarstjóri innkaupa-
deildar er Haukur Jósefsson.
Fararstjórar i ferðinni eru þeir
Gisli Theódórsson, aðst.
framkv. stjóri Innflutnings-
deildar og Ómar Kristjánsson,
deildarfulltrúi.
Timinn mun væntanlega birta
myndir og segja nánar frá þess-
ari ferð eftir heimkomu ferðlang-
anna.
skipulagsstarfi flokksins, getur
haft úrslitaáhrif á það hvernig
tekst til að fylgja sameiginlegum
stefnumálum fram til fulls sigurs.
öflugt flokksstarf byggist fyrst og
siöast á þróttmiklum og áhuga-
sömum flokksmönnum, þess
vegna treystum við á góðar
undirtektir.”
Vinningar i happdrættinu eru
þessi:
1. Hjólhýsi, Sprite Alpine
2. Hraðbátur, Chrysler með 50 ha.
vél
3. Vatnabátur, Rana
4. Sunnuferð til Mallorca
5. Kvikmyndavé-
Heildarverðmæti vinninganna
er þvi ein milljón krónur.
Miðar eru seldir hjá trúnaðar-
mönnum happdrættisins um allt
land,á afgreiðsiu Timans, Aðal-
stræti 7, Reykjavik og á skrifstofu
happdrættisins Hringbraut 30,
simi 24483.
Á sömu stööum geta menn gert
skil fyrir heimsenda miöa, auk
þess sem senda má greiöslur á
Giróreikning happdrættisins nr.
34444 i Samvinnubanka Islands.
Tekið er á móti slikum greiðslúm
i peningastofnunum og pósthús-
um um land allt.
Framsóknarfólk er eindregiö
hvatt til þátttöku i miðakaupum
til styrktar starfsemi flokksins
og trúnaðarmenn sér i lagi til að
vinna rösklega að sölu miðanna.
Þetta er skyndihappdrætti, sem
ekki veröur frestað.
Sigluf jörður:
Almennur borgarafundur
mótmælir harðlega
brezkri herskipaíhlutun
JÞ, Siglufirði 25. mai — Verka-
lýösfélagiö Vaka og bæjarstjórn
Siglufjaröar boöuöu til aimenns
borgarafundar I Alþýöuhúsinu I
gær, fimmtudag. Frummælendur
á fundinum voru óskar
Garfbaldason, formaöur Vöku, og
Stefán Friðbjarnarson, bæjar-
stjóri. t fundarlok var samþykkt
einróma eftirfarandi tiliaga:
„Almennur borgarafundur
haidinn i Alþýöuhúsinu, Siglu-
firði, fimmtudaginn 24. mai 1973,
mótmælir harölega, brezkri her-
skipaihlutun, i islenzkri fiskveiöi-
lögsögu. Fundurinn lýsir yfir ein-
dregnum stuöningi sinum viö
eftirtaldar mótaögeröir isienzkra
stjórnvalda: 1. — Engar samn-
ingaviöræður verði teknar upp
viö Breta um landhelgismálið,
nema brezk herskip og veiðiþjóf-
ar viki úr islenzkri landhelgi. 2. —
Að brezk herskipaihlutun i land-
helginni verði kærð fyrir öryggis-
ráði Sameinuöu þjóðanna og ráð-
herrafundi Atlanzhafsbandalags-
ins. 3. — Að rikisstjórnin loki
sendiráði tslands i Lundúnum,
meðan á brezkri herskipaihlutun
stendur, og óski þess, að brezka
rikisstjórnin kalli heim sendi-
herra sinn I Reykjavik. 4. — Að
rikisstjórnin athugi, hvort ekki sé
rétt að kalla saman ráðstefnu
allra þeirra þjóða, sem fært hafa
lögsögu sina út fyrir 12 milur eða
hafa þaö i undirbúningi.”
í almennum fréttum er þaö aö
segja, að hér hefur að undanförnu
verið ágætis veður, — sólskin og
bliða á daginn, en fremur kalt um
nætur. Gróður fer þar af leiðandi
mjög hægt af staö, og er litið fariö
að grænka. Sauðburöi er löngu
lokið hér i kaupstaðnum og var
margt tvilembt eins og oftast
endranær. Sumir fjáreigendur
eru jafnvel þegar búnir að sleppa
fé sinu, en flestir biða enn eftir
þvi, að gróður nái sér á strik.
Nú eru allflestir hættir grá-
sleppuveiðum. Allir smærri bátar
fara á handfæraveiðar, og eru fá-
einir þegar byrjaðir.