Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 12

Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 12
12 TÍMINN Sunnudagur 3. júni 1973, (Timamyndir: Róbert) Lendingaraftslafta er orftin bærileg á Kársnesi ■ SMma Var „Flotinn ósigrandi” kominn inn á Fossvog- inn? Eða var brezki flotinn farinn að athafna sig þarna, sá blessaði ,elskulegi ljúflingur? Nei, svo reyndist ekki vera við nánari athugun. Þetta voru ungir Kópavogsbúar að taka fyrstu áratökin eða beita seglum á bátum Siglingaklúbbsins Siglunes , er legið hafa og rykfallið siðan á siðasta sumri. Eitthvað var lika um báta, sem krakkarnir höfðu smiðað sjálfir i klúbbnum um veturinn eða á fyrri vetrum. Fossvogurinn var litskrúðugur og lifandi að sjá, þegar okkur bar að garði i Kársnesi i Kópavogi, Stórir og smáir seglbátar, kajak- ar, róðrarbátar og gúmmibátar, allir i skærum litum, sveimuðu úti fyrir ströndinni, skipaðir krökkum allt frá svo sem 8 til 14 ára. Nokkur andvari var, þnnig að seglbátarnir fengu allgóðan byr og vögguðu léttilega á gárun- um. Á segli eins bátsins var mynd, sem i fjarlægð virtist ekki ólik þvi að vera af sjálfum utan- rikisráðherra Breta, Sir Alec Douglas-Home. En þegar við vor- um komnir út á sjó i eftirlitsbátn- um, sáum við þó, að myndin var af Georg stórvini „girlausa” úr Andrés-önd blöðunum. Brátt fóru bátarnir aftur að tin- ast að landi, enda eilítið farið að kula. Var þá haldið inn i skála Sigluness þarna á Karsnesi, og þar röbbuðum við við forráða- menn klúbbsins yfir rjúkandi kaffi og kökum. Siglinga- og róðrarklúbburinn Siglunes á Kársnesi, starfar á vegum Tóm- stundaráðs Kópavogs og var stofnaður árið 1962. (Hinum meg- in við Fossvoginn starfar sam- nefndur klúbbur á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavikur). Klúbbur- inn var stofnaður i þvi skyni að efna til róðra og siglinga með ungu fólki, kenna þvi meðferð báta og segla, og smiða báta. Að- staða klúbbsins hefur sifellt verið að batna á þessum tima, og i vor hefur verið unnið að þvi að bæta lendingaraðstöðuna á Kársnesinu með þvi að breikka og lengja bryggjuna. Má aðstaðan teljast mjög góð nú. Jafnframt hefur verið komið upp bátageymslu, þar sem bátar klúbbsins verða geymdir árið um kring. 1 eigu klúbbsins eru nú tæpir 40 bátar, af ýmsum stærðum og gerðum. Þá eru fimm stærri segl- bátar i smiðum, svokallaðir G.P. — bátar ( Genral Purpose), 14 feta, og verða þrir þeirra teknir i notkun innan skamms. Ungling- arnir hafa lika smiðað sina eig- in báta i húsi klúbbsins, og hefur hinn aldni og rómaði bátasmið- ur, Ingi Guðmonsson, leiðbeint þeim, en hann var með báta- smiðastöð á Akranesi um ára- tugaskeið, þar sem hann smiðaði og sá um smiði hátt i hundrað báta. Hann kann þvi áreiðanlega til verka, auk þess sem öllum, er til þekkja, ber saman um, að hann sé frábærlega vinsæll meðal unglinga þeirra, sem smiðar hafa stundað, báðum megin Fossvogs- ins, undir hans leiðsögn. Það er bæði happ og sterkt tromp fyrir æskulýðsstarfið að njóta sam- starfs sliks manns. Siglunes á Kársnesi hefur kom- ið sér upp vönduðu húsnæði, þar sem er rúmgóður salur til báta- smiða og lagfæringa, eldhús og setustofa, þar sem klúbbfélagar geta náð úr sér hrollinum og „slappað af”, milli þess er þeir „skreiða” á bátum sinum um Fossvoginn. Bátaleiga fyrir al- menning á Fossvoginum i sumar Ljóst er, að áhugi almennings á EINA BLAÐIÐ A ISLANDI, SEM KOMIÐ HEFUR UT A ÞREMUR TUNGUMALUM, ÍSLENZKU, ENSKU OG RÚSSNESKU. kaupiá SKAK tímaritiá FLYTUR KJARNANN UR FRETTUM SKAKPRESSUNNAR. OG HELZTU FRETTIR AF INNLENDUM VETTVANGI. skák er tvímælalaust bezta tómstunda- iója sem um getur 15899. HRINGIÐ STRAX. hentar öllum KEMUR ÚT 10 SINNUM A ARI. FJÖLDI MYNDA PRÝÐA BLAÐIÐ. b si aá orgar 9 TlMARITIÐ SKAK, PÓSTHÓLF 1179, REYKJAVÍK. Ef þetta er ekki upprennandi siglingamaður, sem hér keipar á bátskel sinni, þá....l baksýn er húsnæði siglingaklúbbsins á Kársnesi. rður Mann vantar til umsjónar og hirðingar kirkjugarðsins að Görðum á Akranesi. Æskilegt er, að sami maður geti einnig leiðbeint fólki sem kemur til að skoða byggðasafnið. Umsækjandi þarf þvi að hafa nokkra kunnáttu i ensku. Umsóknir sendist fyrir 10. júni n.k. til formanns sóknar nefndar Akraneskirkju. Sverrir Sverrisson, pósthólf 121. Akranesi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.