Tíminn - 03.06.1973, Síða 13
TÍMINN
13
siglingaiþróttinni hefur farið
mjög vaxandi með árunum, rétt
eins og áhuginn fyrir hvers kyns
hollum iþróttum og útivist. Má
t.d. benda, i þvi sambandi, á si-
vaxandi vinsældir hestamennsk-
unnar og siðaiþróttarinnar. Nú er
siglingaiþróttin að skjótast upp á
topp vinsældanna. Undanfarin
sumur hefur mikið borið á sigl-
ingum á Fossvogi og viðar, úti
fyrir Reykjavik, en á Fossvogin-
um hafa stundum hundruð ung-
linga þreytt siglingar á ýmsum
gerðum báta.
í sumar ætlar Siglunesklúbbur-
inn á Kársnesi að gera tilraun
með bátaleigu fyrir almenning
um helgar, á sanngjörnu verði, og
verður gaman að fylgjast með,
hvernig þeirri tilraun verður tek-
ið.
Heimsókn skosks
siglingafólks
Fyrsta júli i sumar kemur til
Kópavogs hópur siglingafólks frá
Glasgow i Skotlandi, sem mun
dveljast hér á landi i hálfan mán-
uð og verja mestum hluta þess
tima við siglingar. Hér er um að
ræða árleg samskipti Kópavogs
og Glasgow, og munu unglingarn-
ir úr Kópavogi endurgjalda heim-
sóknina siðar i júlimánuði. Hafa
þessar heimsóknir heppnazt vel
og notið mikilla vinsælda hjá báð-
um aðilum. Þrátt fyrir land-
helgisdeiluna geta islenzkir og
brezkir (þvi Skotland heyrir nú
einu sinni til Stóra-Bretlandi, þótt
yfirleitt sé átt við ibúa Englands,
er talað er um Breta) hitzt og not-
ið ánægjustunda saman, — alla-
vega enn sem komið er, og verður
vonandi svo áfram.
t sumar mun Siglunesklúbbur-
inn i Kópavogi starfa sem hér
segir. 9 til 10 ára börn hafa að-
stöðu til siglinga á mánud. og
fimmtudögum milli kl. 2 og 4,
11—12 ára alla daga vikunnar
nema laugardaga og sunnudaga,
milli kl. 4 og 6, og loks 13 ára og
eldri sömu daga en á timunum
7:30 til 10:00. Auk þessa verður
farið i sjóstangaveiði, á vegum
klúbbsins, á miðvikudögum, eins
og undanfarin ár.
Núverandi forstöðumaður
klúbbsins er Guttormur ólafsson.
Sigurjón Hilariusson, kennari,
hefur frá upphafi haft veg og
vanda af uppbyggingu klúbbsins
og er ennþá starfsmaður hans.
Látum við þá lokið að þessu sinni
siglingaspjalli.
— Stp
Það er hýrt yfir smáfólkinu, þar sem það siglir á margs konar farkostum i vorbliðunni, piltar og stúlkur.
0
Og hér er verið að draga á land
einn bátinn, á þar tii gerðum
vagni. Alls eru tæpir 40 bátar I
eigu Sigiuness i Kársnesi. Auk
þess eru nokkrir bátar I eigu
klúbbfélaganna sjálfra. Eins og
fram kemur i greininni verður i
gangi bátaleiga fyrir almenning.
á vegum Sigluness, og má þvi
vænta þétts bátaflota á flóanum,
á góðvirðrisdögum, sem allir
vona, að senn fari að koma.
Unga og gamla kynslóðin, — i minna en seilingarf jarlægö. Þaö er yfirsmiður og eftirlitsmaður siglinga-
klúbbanna Siglunes, Ingi Guðmundsson, sem hér stendur við hlið eins hinna ungu sæfara. 1 baksýn sést
hluti hins sundurleita bátaflota, er lagði Fossvoginn undir sig þennan dag. Þess má geta, aö enginn fær
að fara út nema i björgunarvesti, og eftirlitsbátur með utanborðsmótor er stöðugt á vakki innan um
bátana. Hætta aðslysum er þvi litil eða engin.
4
n
1 fyrstu héldum við, að brezki flotinn væri hér á ferðinnl, og datt okkur
þar af leiöandi i hug Sir Alec, er við sáum þessa mynd i fjarlægð. En
eins og sjá má, reyndist þetta vera Georg „Glrlausi” úr Andrés önd
blöðunum.