Tíminn - 03.06.1973, Page 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 3. júnl 1973
'V
■v
lliil
.
. .
■;>r:;'A
3|||
A myndinni sést vietnömsk stúlka, sem missti sjón-
ina i styrjöldinni, fikra sig áfram eftir göíu i Saigon
með aðstoð biindrastafs.
ÞAH sem ég sit á svölum
Continental Palace-hótelsins I
Saigon um hádcgisbilið, finn ég
ilminn af blómvendinum, sem ég
keypti af blómasala úti a götu,
leggja að vitum mér. Þessi angan
gerir það aö verkum, að mér
finnst ekkert hafa breytzt, siðan
ég kom hingaö siðast. Bjórinn er
jafn kaldur, loftræstingin á hótel-
inu jafn góð og stúlkurnar á barn-
um jafn failegar og enn má sjá
gömlu vietnömsku styttuna af
filnum úti i horni.
Það eru niu ár siðan ég sat hér
siðast, og á þeim tima hefur
meira en hálf milljón bandarisk-
ra hermanna haft viðkomu i
þessu landi. Þar sem ég sit þarna
i stólnum með hálflukt augu og
læt fara vel um mig, gæti ég alveg
eins trúað þvi að þeir hefðu aldrei
komið, þvi umhverfis mig er allt
eins og fyrr.
Þegar ég opna augun að fullu og
fer að finna lyktina af benzin-
reyknum umlykja nasir-mínar,
geri ég mér grein fyrir þvi, að
þessar hugsanir minar eru ekkert
annað en notalegur draumur. Það
sem ég sá hér raunverulega fyrir
niu árum, var daufleg borg, sem
að sumu leyti minnti á franskt
sveitaþorp. Allir stigu gömlu
reiðhjólin sin á leið til og frá
vinnu og strætin hálf sváfu i
hádegissólinni.
Nú gefur hér að lita mun
fjörugri borg. Gangstéttirnar eru
þaktar alls kyns fólki, og á veg-
unum liðast áfram, kös af fólki, er
flest ferðast á japönskum vélhjól-
um. I þá daga var blómasalinn
litill drengur, hraustur til sálar og
likama, nú er hann ungur maður
á hækjum. Fyrir aftan hann
stendur hópur fólks, sem allt er
meira og minna bæklað. M unað-
arlausar stúlkur bjóða til sölu
gömul bandarisk timarit, haltir
menn koma til manns laumulegir
á svip og bjóða klámmyndir til
sölu. Auk þessa hefur vaxið úr
grasi ný kynslóð barna, sem hef-
ur lært það mikið i ensku að þau
geta vikið sér að ókunnugum og
sagt „gime money.”
Við nánari athugun kemur i ljós
að ungu stúlkunum i Saigon hef-
ur einnig farið aftur, þvi margar
þeirra ganga nú að útlendingum,
þegar þær sjá þá og segja nef-
mæltar ,,Hi Joe”. Þær hafa tekið
upp vesturlenzkan klæðaburð og
eru nú flestar klæddar blússum
og gallabuxum, i stað hinna hefö-
bundnu vietnömsku fata, sem þær
klæddust allar áður fyrr. Margar
þessara stúlkna hafa tapað kær-
ustum sinum við brottför banda-
risku hermannanna, þvi þótt her-
mönnunum hafi flestum þott
notalegt að eiga vietnamska vin-
stúlku, meðan þeir voru i Vi-
etnam, kærðu fæstir sig um að
taka þær með heim til Banda-
rikjanna.
Þú getur ekki einu sinni fundið
hinar vönduðu vietnömsku fila-
styttur i Saigon núna. I staö
þeirra finnurðu ómerkilegar
eftirlikingar,sem seldar eru næst-
um á hverju götuhorni. A stæða
þessa er sú, að meðan Banda-
rikjamennirnir voru i Vietn., sáu
innfæddir fram á fánýti þess að
vera að vanda stytturnar, þegar
hvergi næri var hægt að anna
eftirspurninni. Þess vegna fóru
þeir að fjöldaframl. ómerki-
legar eftirlikingar og runnu þær
út eins og heitar lummur meðan
hermennirmir voru i landinu, fyr-
ir verð sem var engu lægra en
hinar gömlu góðu filamyndir
höfðu farið á. Bandarikjamenn-
irnir voru gráðugir kaupend-
ur og greiðslugeta þeirra var
næg. Allir urðu að kaupa minja-
gripi til aö senda vinum og kunn-
ingjum heima i Bandarikjunum.
Þótt þetta dæmi um filastytt-
urnar sé i rauninni ekki merkilegt
í sjálfu sér, verður þýðing þess
þó meiri þegar i ljós kemur, að
það má yfirfæra það að miklu
leyti yfir á aðra þætti i
vietnamskri menningu. Dvöl
erlends herliðs i landinu, hefur
breytt menningu þess svo mikið,
að sennilega verður hún aldrei
hin sama aftur.
Sannleikurinn er sá, að þetta
amerisk-vietnamska strið hefur,
eins og flest strið, valdið byltingu,
og sú bylting hefur bæði sinar
góðu og sinar veiku hliðar.
Vondu hliðarnar koma greini-
lega fram i svari vietnamskrar
konu, þegar hún var spurð að þvi
hvað Bandarlkjamenn hefðu skil-
ið eftir sig i landinu. „Dauða og
eyðileggingu” sagði hún einfald-
lega. „Að visu hafa þeir skilið
eftir sig vélhjól og ferðaútvarps-
tæki, en guð minn góður er gjaldið
sem við greiddum ekki of hátt
fyrir slika hluti?”
Þótt við viðurkennum að það
þurfi tvo aðila til að standa i
striði, og þvi geti ei öll eyðilegg-
ingin verið sök Bandarikjanna, er
þó ljóst, að afleiðingar afskipta
þeirra af striðinu eru hræðilegar.
I rauninni má leggja mikið af
sökinni á þeirra herðar, þvi hin
likamlegu sár og hin þjóðfélags-
lega eyðilegging, sem hlauzt af
þessu striði, hefði aldrei oröið
svona mikil ef afskipti þeirra
hefðu ekki komið til. Striðið hefði
varla orðið að meiri háttar striði
án afskipta þeirra.
Sú mikla viðleitni Banda-
rikjanna að reyna að komast hjá
mannfalli i eigin liði, i eins rik-
um mæli og unnt var, varð þess
valdandi, að þungar byrðar lentu
á vietnömsku þjóðinni. Viet-
namskir hermenn urðu oft að
berjast þar sem hættan á mann-
falli var mest og kostaði þetta
mörg prkuml og oft dauða. Merki
þessa má nú glöggt sjá i borgum
landsins.
Þegar flogið er yfir óshólma
Mekong árinnar ber að lita langar
raðir sprengjugiga. Gigarnir hafa
eyðilagt svæðið að hluta, a.m.k.
næstu árin. Stórlega hefur dregið
úr hrisgrjónaræktinni á þessu
annars mjög svo frjósama svæði.
A miðhálendinu virðast fleiri
þorp vera yfirgefin, en þau sem
enn er búið i. A hálendinu vestur
af Hue, hefur viðáttumiklum
frumskógum verið breytt i algera
auðn, þar sem við blasa sviðin tré
og auðir tindar. Samt má til sanns
vegar færa, að þessi sár séu ekki
þau verstu, sem landiö hefur hlot-
iö.
Náttúran hefur stórkostlega að-
lögunarhæfni og þau sár.sem á
mannfólkinu eru hverfa i timans
rás. Nýr gróður er nú þegar tek-
inn vaxa, þar sem áöur voru gap-
andi sár i landslaginu og fólkið er
farið að endurreisa þau hús, sem
féllu i styrjöldinni. Margir gig-
arnir.sem mynduðust i óshólmun-
um hafa þegar fyllzt nýrri leðju
og þar mun vonandi vaxameira af
hrisgrjónum en nokkru sinni fyrr.
Það sem öruggl. verður erfið-
ast að bæta úr, eru þær þjóð-
félagslegu breytingar, sem átt
hafa sér stað. Meira en ein
milljón manna eru nú flóttamenn
i eigin landi, og sumum hlutum
landsins býr meira en helmingur
fólksins á stöðum, sem eru fjarri
þeirra upphaflegu heimkynnum.
Straumurinn til borganna hefur
verið gifurl. Saigon hefur lik-
lega þrefaldast að stærð, meðan á
styrjöldinni stóð og Danang, en
þar var ein þýðingarmesta her-
stöð Bandarikjamanna, hefur
vaxið að ibúafjölda úr um 50.000
manns i riflega 5 00.000 og eru þó
ekki taldir með 200.000 flótta-
menn, sem hafast við I yfirgefn-
um herstöðum Bandarikjamanna
rétt við borgina.
Stór vafi er á, hvort nokkru
sinni veröur unnt að koma á þvi
byggðajafnvægi, sem var i Viet-
nam áður en striðið hófst. Hið
stöðuga og jafnframt fágæta
þjóðfélag sem þarna var, hefur á
fáum árum tapað mestum hluta
undirstöðu sinnar. í öllu sinu
veldi hefur tuttugasta öldin hafið
innreið sina og allt i einu stendur
Vietnam frammi fyrir öllum
þeim vandamálum, sem henni
fyigja.
Eitt af þeim vandamálum
er örugglega verður hvað erfið-
ast að leysa I framtiðinni, er
hvort þjóðin getur haldið þeim
nýtizkulegu lifnaðarháttum, sem
hún hefur tileinkað sér á meðan á
dvöl Bandarikjamanna stóð.
Bandarikjamenn börðust ekki
eingöngu með vopnum, heldur
lika peningum, og þótt þjóð
in sé orðin fulláödd af vopnum er
langt frá þvi hún hafi fengið
peningaþörf sinni fullnægt. Með-
an striðsrekstur Bandarikjanna
var i hámarki, eyddu þeir um 400
milljónum dollara árlega, til eig-
in þarfa i Vietnam, og greiddu
þar að aukimilli 6 og 700 milljónir
dollara til stjórnarinnar.
Rúmur milljarður dollara ár-
lega hefurmeira en litið að segja
fyrir þjóð, sem hefður um 18
milljónir ibúa. Þetta voru gifur-
legar fjárhæðir fyrir landsmenn,
likast þvi þeir hefðu unnið i get-
raunum eða fundið auðungar
oliulindir. Ahrifa þessa peninga-
flóðs gætir lika svo að segja I
hverju einasta skúmaskoti.
Suðið i vélhjólunum er
glöggt dæmi um nýtt neyzluþjóð-
félag. Óliklegt er að fólkinu, sem
ferðast á þessum tækjum, þyki
afturhvarf til fyrritima þægilegt.
Nýtizku oliukyndingar hafa nú
leyst af hólmi gömlu brennsluofn-
ana, dráttarvélar hafa komið i
stað dráttaruxanna, diesel knúð-
ar vatnsdælur hafa verið teknar i
notkun, sjónvarpsloftnet eru nú á
öðru hverju húsþaki og meira að
segja fljótabátarnir eru nú allir
útbúnir fínum utanborðsmótor-
um.
Margir hafa hagnazt á striðinu,
en hversu. mörgum tekst að
halda þessum hagnaði og þá
hversu lengi? Með hinni miklu
fjárhagsaðstoð hefur vietnamska
þjóöin tekið upp lifnaðarh., er
eru mikið dýrari en hún hefur
raunverulega efni á, og nú þegar
eru merki samdráttarins eftir
brottför bandariska herliðsins
farin að koma í ljós. Vélhjólin
eru ekki lengur skinandi björt,
enda flest þeirra orð-
in þriggja ára gömul. Búðir
Saigon eru orðnar uppiskroppa
með bandariskan luxusvarning
og leigubilstjórar, sem þrifust
vel meðan herliðið var, teygja nú
úr sér letilegir en áhyggjufullir á
svip, þvi að þeir hafa nánast
ekkert að gera lengur. Ef þessari
hrörnun fer ekki að ljúka.hvernig
á þá að koma i veg fyrir atvinnu-
leysi, vaxandi óánægju og loks
algjört volæði.
Vissulega hefur neyzluþjóð-
félagið i Suður-Vietnam reist sér
nokkrar stoðir undanfarin ár.
Hafin er ræktun á „risa” hris-
grjónum, sem gefa mun meiri
uppskeru en áður þekktist, ali-
kjúklingar eru og aldir, og svo má
það ei gleymast að á tækriisvið-
inu hafa orðið miklar framfarir.
Þjóðin hefur eignast stóra flug-
velli, nokkuð af verksmiðjum og
kannski það sem mikilvægast er,
talsverðan fjölda tæknimenntaðs
fólks.
Samt sem áður eru það
staðreyndirnar, sem tala skirustu