Tíminn - 03.06.1973, Side 16

Tíminn - 03.06.1973, Side 16
16 TÍMINN Sunnudagur 3. júni 1973. Jónas Guðmundsson: Jónas Guómundsson, rithöfundur. Hann var um árabil yfirmaður á is- len/.ku varðskipunum. Þess er ósjaldan getið, þegar fiskveiðideiluna við Breta ber á góma, að hana beri að leysa með samningum, þar eð Bretar teljist til forn- vina á islandi. Ef saga siðustu áratuga er rak- in, verður þó ekki séð, að þegar fiskur hefur verið annars vegar, hafi| ís- land notið annars en hreinna ofsókna, i Það hefur aldrei verið sýnd- ur minnsti skilningur, sem bent geti til vináttu — heldur þvert á móti. Bretar hafa krafizt sins ERU BRETAR VINAÞJÓÐ? Fóein orð um samskípfin við Breta undanfarin 30 ór Brezkir útgerðarmenn og ríkisstjórn Breta hafa beitt sér fyrir stöðugum órósum á efnahag Islendinga og hafa lótið gæta aflsmunar við öll tækifæri réttar og látið hendur skipta, og nú siðast hef- ur þeim tekizt að fá til liðs við sig Þjóðverja og þá um leið Efnahags- bandalagið, og hefðu fá- ir trúað þvi fyrir þrem áratugum, eða svo, og fátt eitt sýnir, að ferð- inni ræður ekki söguleg vinátta, heldur aðeins stundarhagsmunir. Hafa drepið menn Bretar hafa að visu drepið menn á íslandi út af fiski. Þeir drápu Björn hirðstjóra og þeir drápu uppgöngumenn Hannesar Hafstein, eins og minnzt hefur verið nýlega, þegar bátur þeirra var fluttur suður á Þjóðminja- safn, og eru þau dæmi látin liggja milli hluta hér i bili, en reynt að rifja upp samskiptin við togara- eigendur og brezku stjórnina sið- ustu þrjá áratugina og þá kemur i ljós, að tslendingar hafa aldrei notið neinnar vináttu i Bretlandi, þrátt fyrir að stuðningur þeirra við Breta á erfiðum timum væri þess eðlis, að vel hefði mátt taka hann með i reikninginn. Matur i striði Láta mun nærri að um 75% af öllum isvörðum fiski, er barst til Bretlands á striðsárunum siðari, hafi verið afli islenzkra fiski- skipa. Þetta kom sér vel fyrir Breta þvi fæðuöflun var eitt af mestu vandamálum þjóðarinnar i striði hennar við Þjóðverja. Var i rauninni veikasti hlekkurinn i striðsrekstrinum. tslenzkir togarar fóru t.d. 302 söluferðir til Bretlands árið 1942 þrátt fyrir ófriðinn og fjöldi skipa smárra og stórra lagði á djúpið að auki. All- ur hraðfrystur fiskur, saltfiskur, sildarlýsi, sildarmjöl o mestur hluti þorskalýsisframleiðslunnar fór einnig til Bretlands, svo það munaði um íslendinga þá, þótt fá- i.t væru. Óvopnuð skip, i striði tslenzku fiskiskipin stunduðu veiðarnar óvopnuðog þau sigldu óvopnuð með fiskinn til Bret- lands (sum voru þó búin vélbyssu til að verja sig fyrir flugvélúm) og ekki nutu þau verndar vopnaðra skipa á miðunum, þrátt fyrir allt gaspur nú um frelsi til veiða á úthafinu. tslendingar voru bandamenri Breta og Bandarikjamanna, en nutu ekki verndar, eins og t.d. kaupför og eigin fiskiskip Breta. t heimsstyrjöldinni sökktu þýzkir kafbtar, flugvélar og tundurdufl niu islenzkum togur- um og fiskiskipum og með þess- um skipum fórust 150 sjómenn. Þar að auki fórust i striðinu margir islenzkir sjómenn á kaup- skipum. Manntjón tslendinga i heimsstyrjöldinni varð vipað og hjá þeim þjóðum, sem áttu her- menn i skotgröfum, þe. Vestur- veldunum. Þakkir fyrir lið- veizlu i striði. tslendingar áttu þvi láni að fagna að bjarga á þessum árum 350 manns af brezkum skipum, sem skotin höfðu verið niður af Linuveiðarinn Fróði eftir árás Þjóðverja. Á þilfarinu eru lfk islenzkra sjómanna sveipuð fána. Það er táknrænt að báðar þessar þjóöir sem hrundu styrjöldinni af stað saka islendinga um ofbcldi á höfunum. Það fer vei á að Bretar og Þjóð- verja deili skömminni i landhelgismálinu með sér. Brezkir hermenn hernema Reykjavik. Það mun liklega einsdæmi f hræsni, að hafa hernumiö þjóð og saka hana siðar um ofbeldi gegn sér. Brezka heimsveldið er liðið undir lok fyrst og fremst vegna úreltra hugmunda um rétt þjóðanna. Bretar hernámu ekki önnur iönd en island i siðari heimsstyrjöidinni, enda fátt um vopnlausar þjóðir á þeim timum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.