Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 19

Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 19
Sunnudagur 3. júni 1973. TÍMINN 19 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f - - ■ ■■ Gagnlegur fundur fyrir ísland Það er vafalitið, að fundur þeirra Nixons og Pompidous i Reykjavik hefur verið íslandi gagnlegur að þvi leyti, að meiri athygli hefur beinzt að landhelgismálinu en ella. Deila okkar og Breta hefur ekki farið fram hjá þeim mörgu blaðamönnum, sem hingað hafa komið i sam- bandi við fundinn, og þeir hafa gripið tækifærið til að segja frá henni, þar sem hún þykir lika fréttaefni. Það hefur stuðlað að þessu, að kunnugt var um, að málið bar verulega á góma i viðræðum islenzkra ráðamanna við forsetana og fylgdarmenn þeirra. Þvi má ugglaust treysta, að sú kynning i erlendum fjölmiðlum, sem landhelgismálið hefur þannig fengið i sambandi við fundinn, mun verða málstað okk- ar til ávinnings. Þá er það lika vafalaust, að eftir viðræður sinar við islenzka forustumenn þekkja þeir Nixon og Pompidou þetta mál orðið betur og hið sama gildir eflaust um helztu ráðamenn þeirra. Þekkingarleysi verður ekki um kennt, ef Bandarikin og Frakkland veita okkur ekki lið innan vébanda Atlantshafsbandalagsins, en úr þvi mun fást skorið innan tiðar. Þá má hiklaust telja, að fundurinn verði góð kynning fyrir Island og íslendinga. Þeir is- lenzkir aðilar, sem sáu um undirbúning fundarins og framkvæmd hans, að svo miklu leyti sem heimamenn þurftu að koma við sögu, hafa tvimælalaust leyst störf sin vel af hendi. Framkoma islenzkra löggæzlumanna varð þeim til sóma. Almenningur kom einnig vel fram og kurteislega. Kröfugangan, sem efnt var til á fimmtudaginn, var hin friðsamlegasta og forgöngumönnum hennar og þátttakendum þannig til sóma. Þannig má segja, að fundur- inn hafi gengið eins vel, hvað Islendinga áhrærði, og bezt var a kostið. Um árangur sjálfs fundarins verður ekki dæmt, enda eiga þau eftir að koma i ljós. Von- andi verða þau á þann veg, að lengi verði minnzt fundar þeirra Nixons og Pompidous i Reykjavik. Fyrir íslendinga skiptir það þó höfuðmáli, að framlag þeirra varð þjóðinni til álitsauka. Árásin á Árvakur Bretar bættu nýju óhæfuverki við Ofbeldis- feril sinn á Islandsmiðum, þegar eftirlitsskip þeirra og togarar gerðu þrálátar tilraunir til að kafsigla óvopnað islenzkt varðskip, Arvakur, siðastl. föstudagsmorgun. Aðeins heppni og snarræði skipstjórnarmanna og áhafnar á Al- bert komu i veg fyrir að manntjón hlytist af. Þetta ætti að vera ný áminning fyrir banda- menn Breta i Nato að gera ráðstafanir til að stöðva ofbeldisverk þeirra áður en orðstir bandalagsins biður meiri hnekki og sundrung þess verður óhjákvæmileg. íslendinga á hins vegar ekki að þurfa að áminna um að ekki þarf nema festu og úthald til að hnekkja hinum brezka yfirgangi, jafnvel þótt Nato bregðist. Þ.Þ. Theo Sommer, Die Zeit: Þjóðflutningarnir í Vestur-Evrópu Gistiverkamönnum fjölgar óðfluga HVER og einn, sem kaupir þýzkan Volkswagen i dag, ætti aö gera sér þess grein, aö sennilega hafa italskir menn annast samsetninguna. Bein- ist óskir kaupandans að nýj- ustu gerö Fordbila frá Cologne ætti hann aö vita, aö um þaö bilþriöjihver starfsmaöur fyr- irtækisins er Tyrki. Girnist kaupandinn aftur á móti BMW getur hann þvi sem næst geng- iö út frá þvi sem gefnu, aö griskir daglaunamenn hafi lagt síöustu hönd á frágang óskavagnsins. Vestur-þýzkar bilaverk- smiöjur eiga óskert afköst og snuröulausan rekstur i framtiöinni undir þvi, aö heilir herslfarar erlendra verka- manna haldi áfram aö vera fáanlegir. Þetta á viö um æ fleiri framleiöslugreinar i Vestur-Þýzkalandi og einnig ýmsar þjónustugreinar sem enginn getur veriö án. Erlendir verkamenn sjóöa saman yfirbyggingar bila, leggja hraðbrautir, tæma sorpilát og reisa hin nýju hús. Þeir eru 2,4 milljónir að tölu i Vestur-Þýzkalandi. Sennilega veröa þeir komnir upp i 3 milljónir i lok þessa árs, en 3 milljónir af 22 eða 23 milljón- um er ekkert smáræði. Hér viö bætast 100-150 þúsundir, sem komist hafa inn i landið með ólöglegum hætti. Einstakling- ar á framfæri þessara er- lendu verkamanna nema nú um einni milljón og fjölgar með hverjum deginum, sem liöur. Nú er svo komiö, aö átjándi hver maður i Vestur-Þýzka- landi er meö erlent vegabréf. Tiundi hver vinnandi maður heyrir til þeim hópi manna, sem Þjóðverjar nefna i mildi sinni „gistiverkamenn”. Haldi svo fram sem horfir nær þessi skilgreining til fimmta hvers starfandi manns árið 1980. t suð-vestur fylkinu Baden-Wurtemberg, þar sem Mercedes-Benz gerir garöinn frægan, nema erlendir verka- menn nú þegar 17 af hundraði alls vinnuaflsins. „Fimmta hvert nýfætt barn • á erlenda foreldra” segir for- stöðumaður manntalsskrif- stofu fylkisins. „Aður en varir á þetta viö um þau börn, sem hefja skólagöngu”. Sama má segja um Munch- en og Vestur-Berlin. Þar má heita, að sum störf séu ein- göngu i höndum erlendra manna. Hinir erlendu verka- menn I Vestur-Þýzkalandi öllu skiptast þannig eftir þjóöern- um: Tyrkir 22%, Yugoslavar 20%, ítalir 18%, Grikkir 12% og Spánverjar 8%. Slikt ástand hefir ekki rikt siöan á dögum hinna miklu þjóð- flutninga fyrir 1500 árum, þeg- ar Gotar flýðu undan Húnum, sem flæddu inn I landið. Nefna mætti þó hliöstætt miklu yngra dæmi, eöa frá nitjándu öld, þegar Evrópumenn flykktust i milljónatali til Bandarikjanna. ÞETTA fyrirbæri er siður en svo einskoröaö við Vestur- Þýzkaland. Hinir sárfættu hermenn I þessum útlendinga- hersveitum hittast hvarvetna I Vestur-Evrópu. í .Frakklandi eru þeir 3,7 milljónir, þar af 800 þús. frá Alsir, 700 þús. frá Portúgal, 650 þús. frá Spáni og 600 þús frá Italiu. Þeir eru 750 þús i Belgiu, rétt við 250 þús. i Hollandi og hálf önnur milljón i Bretlandi. Og enn heldur aðstreymið linnulaust áfram. Hinir erlendu menn hafa til- Willy Brandt. Máiefni gisti- verkamanna er eitt mesta vandamál I Vestur-Þýzka- landi I dag. tölulega góöar tekjur og senda furðulega mikinn hluta þeirra til framfæris fjölskyldum sin- um og vandamönnum i heima- landinu. Þannig voru sendir rúmir 5 milljaröar marka frá Vestur-Þýzkalandi áriö sem leiö. Algengast er, að þetta fólk búi i þröngum hibýlum, sem minna á fátækrahverfi og það á sifellt I höggi við ein- angrun, sem á rætur að rekja til ókunnugleika á tungu og menningu samferöamann- anna. Mjög margir erlendir menn vinna „óþrifaleg störf” eða inna af höndum þá erfiðis- vinnu, sem Þjóðverjar, Frakkar og Bretar eru hættir aö vilja annast sjálfir. Hinar erlendu vinnusveitir i Evrópu eru hægt og hægt aö veröa aö stétt undirmálsöreiga i útlegð. ENGAN þarf aö undra þó að þetta valdi hvarvetna ýmsum erfiöleikum. Þeir árekstrar, sem fram koma iðulegast I stórfyrirsögnum dagblaðanna eru ekki hinir alvarlegustu: Kænir menn snuöa ólæsa Spánverja um endurgreiðslu tekjuskatts. Griskir verka- menn neyddir til aö greiöa óheyrilega háa leigu fyrir óibúðarhæfa skúra. Sikil- eyjarbúar stungnir hnifum I erjum á ölkrá. Upprættur þrælasöluhringur, sem aö- stoðaði tyrkneska verkamenn viö aö komast með' ólöglegu móti yfir landamærin og kúg- aöi siðan fé af þeim látlaust o.s.frv. Þegar höfö er hliösjón af þvi, hvaö hinir erlendu verka- menn eru fjölmennir, valda þeir furðu litlum vanda viö löggæzlu. Þeim er hins vegar hættara við slysum viö störf en innfæddum mönnum, eins og raunin vill jafnan veröa um óvana menn, sem veriö er aö þjálfa-Glæpir geta varla heit- ið tiöari meðal þeinra en innfæddra manna. Evrópu- menn hneyksluðust mjög I ágúst I fyrra þegar hollenzkir verkamenn réöust á tyrk- neska verkamenn og kveiktu i bústöðum þeirra, en slik átök eru enn tiltölulega sjaldgæf. SPRENGINGARNAR i Rotterdam verða þó að teljast timabær viðvörun. Upp úr þeim hófust rökdeilur um lik- legar afleiöingar þeirrar stefnu, sem Vestur-Evrópu- menn hafa fylgt i aöflutnings- • málunum og þær hafa ágerzt siðan. 1 Vestur-Þýzkalandi hafa þessar deilur nú þpkast af vettvangi almennra félags- legra starfsmanna, en rikis- stjórnin er hins vegar aö at- huga af gaumgæfni, hvað sé helzt til úrbóta. Ráðherrarnir eru loks farnir aö velta fyrir sér tveimur mjög mikilvægum spurningum: Er óhætt aö láta her hinna erlendu verka- manna stækka meira án þess aö eiga á hættu alvarléga félagslega árekstra? Er unnt að halda áfram i þaö óendan- lega aö synja þeim verka- mönnum, sem þegar eru komnir til landsins, um eölileg réttindi I félags- og jafnvel stjórnmálum? Sú var tiöin, aö ótviræöur hagur var aö þvi aö flytja inn erlenda verkamenn. Þetta er ekki ótvirætt lengur. Æ fleiri af útlendingunum fá fjöl- skyldur sinar til sin. Alagiö, sem þær valda á ýmsum sviö- um i samfélaginu — húsnæöi, barnaheimili, skólar, sjúkra- rúm bilastæöi — eykst alveg gifurlega. Erlendur verkamaöur, sem i landinu dvelur skamman tima, kostar dvalarlandið á aö gizka 30 þús. mörk i ýmiss konar félagslegri fjárfestingu. Alitiö er, að þetta sé fimm til sjö sinnum meira vegna þess erlenda verkamanns, sem >.„kominn er til langdvalar. Rúmur helmingur erlendu verkamannanna hefir dvalið fimm ár eða meira að heiman. Æ fleiri vilja fá að setjast að fyrir fullt og allt — 13% samkvæmt niðurstöðum opin- berrar athugunar, en ýmsir sérfræðingar segja að þeir séu mun fleiri. ENN hafa flestir Vestur- Þjóðverjar blátt áfram neitað að lita á land sitt sem inn- flutningsland fólks. Sumir embættismenn, sem þá skoö- un aðhyllast, vilja halda fram skiptakenningunni, eöa aö senda beri útlendingana heim eftir fimm ár til þess aö þeir fari ekki að gera sér neinar grillur. Aðrir telja þetta harö- neskjulegt arðrán — eða meirihlutinn að þvi er virðist. Þeir neita að leggja lausn vandamála hinna stóru og riku á herðar hinna fátæku og smáu. Ekkert sé við það að at- huga að auka innflutninginn sé hann öllum til hags, en ekki komi til mála að fara meö inn- flytjendurna eins og leiguþý, sem ýta megi burt þegar bezt hentar. Veriö er að athuga þann möguleika að tryggja innfluttu verkamönnunum rikisborgararétt eftir tiu ára dvöl. Þá magnast einnig kröf- urnar um að veita þeim jafn- rétti I stjórnmálum engu siöur en félagsmálum, eöa aö veita þeim bæöi fullan aögang aö velferðarrikinu, sem þeir hafa tekið þátt i að skapa og varðveita, og þau réttindi lýöræðisins, sem sýna greinarmuninn á þegni og þræli. Málið er svo margþætt, að flestum, sem þaö nugieioa, hlýtur að hrjósa hugur við. Evrópumenn hafa allir viö þennan vanda aö striöa en ekki Vestur-Þjóöverjar einir. Þeir verða með einhverjum hætti aö sanna, að hvert sam- féla-um sig sé annaö og meira en hringur bilaframleiöenda eöa samtök viöskiptajöfra, þaö sé einnig ósvikiö heimkynni allra, án tillits til uppruna og fortiöar, eða meö öörum orðum samveldi jafn- ingja. Ef til vill er þetta þaö verkefni, sem haröastar kröf- ur gerir til Evrópumenna á þessari öld, eða að sýna og sanna, að álfunni takist að skila hreinum og ósviknum framförum úr tilraunadeigl- unni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.