Tíminn - 03.06.1973, Blaðsíða 21
20
TÍMINN
Sunnudagur 3. júni 1973.
Sunnudagur 3. júni 1973.
TÍMINN
Rætt við Sævar Þ. Jóhannesson lög-
reglumann í tæknideild rannsókn-
arlögreglunnar í Reyk|avík
Sævar Þ. Jóhannesson rannsóknarlögreglu-
maður tekur fingraför hjá tæknideild Rann-
sóknarlögreglunnar i Reykjavik, en þar eru til
fullkomin tæki til slikra hluta. (Timamyndir
Róbert)
sliks fingrafarasafns virðast ein-
göngu beinast að þeirri hliðinni,
er snýr að uppljóstrun afbrota, en
það gerir sér ekki grein fyrir hinu
viðtæka notagildi sliks safns. bað
er satt, að fingraför eru mikilvæg
til þess að upplýsa afbrot, en það
er einnig hægt að nota þau til aö
upplýsa önnur og ekki siður
mikilvæg mál.
Likið þekktist á
fingraförunum
— Nú getur þú sjálfsagt sagt
okkur frá fjölmörgum tilfellum,
þar sem fingraför eða fingrafara-
safn lögreglunnar hefur komið að
góðum notum við að upplýsa ýmis
mál. Viltu nefna nokkur dæmi?
— Jú, það eru mörg málin bæði
hér heima og erlendis, þar sem
fingraför hafa komið að góðum
notum við að upplýsa mál. Þau
eru svo mörg, að þau gætu fyllt
heila bók og i kringum hvert
þeirra er að sjálfsögðu ætfð
nokkur saga. Þau sem ég nefni
hér eru þau, sem ég man bezt i
augnablikinu, en ég gæti sjálfsagt
sagt frá fleiri tilfellum og það
mörgum allsérkennilegum og at-
hyglisverðum.
Það eru nú liðin um 22 ár siðan
að fingraför sönnuðu fyrst gildi
sitt hér á landi i öðru en að hafa
upp á afbrotamanni. Var það i
sambandi við strandið á brezka
oliuskipinu Clam, sem strandaði
við Reykjanes árið 1950. Það var
um klukkan átta á þriðjudags-
morgni 28. febrúar 1950, sem það
strandaði — miðja vegu milli
gamla og nýja Reykjanesvitans
og þvi sem næst fremst á nesinu.
Clam, sem hafði rekið á land
við Köllunarklett hér við Reykja-
vík, og laskazt nokkuð þann 21.
febrúar, var ' togi og á leið til
Cardiff i Englandi til viðgerðar,
er það slitnaði frá dráttarbátnum
með fyrrgreindum afleiðingum.
Á skipinu var 50 manna áhöfn,
yfirmenn allir enskir, en undir-
menn flestir af kínversku bergi
brotnir.
Við strandið greip mikil
skelfing um sig meðal kinversku
áhafnarmeðlimanna, og þustu
allmargir eða 31 maður, þar á
meðal 5 Englendingar til, og
reyndu að bjargast á land i tveim
björgunarbátum. Afleiðingarnar
urðu sorgleg endalok 27 manna,
sem fórust, er bátunum hvolfdi i
brimgarðinum. Aðeins 4 var
bjargað i land. En þeim 19 mönn-
um sem eftir urðu í Clam var
bjargað nokkru siðar án teljandi
erfiðleika.
Viku siðar fundu menn niu lik
rekin, um það bil 1000 metra frá
sjálfum strandstaðnum. Voru þau
flutt til Reykjavikur og komið
fyrir i Fossvogskapellu. Flest
likin voru það illa farin, að þau
þekktust ekki og var þá tækni-
deild rannsóknarlögreglunnar
beðin um aðstoð, ef vera kynni að
hægt yrði að ná fingraförum af
likunum, en fingraför voru til af
allri skipshöfninni i spjaldskrá
skipafélagsins, sem átti Calm.
Rannsókn tæknideildarinnar varð
til þess að flestir mannanna
þekktust aftur og þurfti þvi ekki
að jarðsetja þá i nafnlausum
gröfum.
Fingraförin kváðu niður
sögusagnir
önnur atvik, sem ég get nefnt,
sem gerzt hafa hér heima er t.d.
um innbrot, sem framið vár i
stórt fyrirtæki hér i Reykjavik
fyrir skömmu, en þar var stolið
miklu fé.
1 þvi tilfelli stóð ekki á sögu-
sögnum um það hver mundi vera
valdur að innbrotinu og peninga-
hvarfinu. Var einn ákveðinn aðili
nefndur i þvi sambandi, en hann
var kunnugur á staðnum. Starfs-
fólk fyrirtækisins, um 90 manns,
gaf fúslega fingraför sin til þess
að auðvelda rannsóknina. Eftir
aö hafa kannað þau, voru þau öll
afskrifuð, og skömmu siðar
fannst sá seki, en hann var ekki
starfsmaður þessa fyrirtækis.
Þeir, sem héldu slúðrinu á lofti,
misstu þarna spón úr aski sinum
og voru allir aðrir ánægðir með
það. Ef þetta mál hefði ekki upp-
lýstst með aðstoð fingrafara,
hefði ákveðinn saklaus aðili legið
undir grun hjá almenningi, hon-
um og ættingjum hans til stór-
fellds álitshnekkis og til ómetan-
legs tjóns.
Þriðja atvikið, sem ég get
nefnt, er likfundur sem varð i
Reykjavikurhöfn árið 1966. Likið
var af karlmanni á aldrinum 30-40
ára. Engin skilriki voru á likinu
og ekkert, sem gat sagt til um af
hverjum það væri.
Við rannsókn kom i ljós, að ekki
hafði verið tilkynnt um hvarf
neins manns i um það bil tvo
mánuði, en á útliti þess látna
mátti ætla, að hann hefði legið i
sjó a.m.k. um mánaðar tima.
Daginn eftir likfundinn voru
tekin fingraför af hinu óþekkta
liki og siðan leitað samstæðu við
þau för i fingrafarasafni
rannsóknarlögreglunnar, en án
árangurs. Þar með stóð allt fast,
þvi að enginn vissi hver þessi
maður væri né hvaðan hann
kæmi.
Það var ekki fyrr en nokkrum
dögum siðar, að ættingi þess
manns gaf sig fram við
lögregluna, en þá var hann farinn
að undrast um manninn' Þarna
hefði mikil vinna og fyrirhöfn
sparazt ef fingraför hins látna
hefðu verið til i fingrafarasafni
rannsóknarlögreglunnar.
Nýjasta dæmið sem ég man
eftir, er i sambandi við strandið á
danska skipinu Tomas Bjerko,
sem strandaði við Mýrdalssand i
vetur. Þar hvarf einn skipverji af
skipinu þegar á björgun stóð.
Skömmu siöar fannst lik rekið
skammt frá slysstaðnum og var
það óþekkjanlegt. Tekin voru
fingraför af þvi og eftir að hafa
boriö þau saman við fingraför
þess sem hafði horfið, en þau voru
til i Danmörku, kom i ljós að þetta
var likiö af honum, Nægði þessi
staðfesting Rannsóknar-
lögreglunni i Reykjavik þvi til
þess að likið komst i merkta gröf.
Gera þetta meðan það er
viðráðanlegt
Talið er, að i dag séu i Englandi
emu að minnsta kosti 9000 manns
á hælum, sjúkrahúsum og öðrum
stofnunum, sem hafa misst
minnið og týnzt og hefur ekki
reynzt unnt að koma i hendur fjöl-
skyldna sinna.
Þeir, sem þekkjast og komast
heim til sinna ættingja heilu og
höldnu eru lánsamir. En það eru
margir, sem aldrei þekkjast.
Sumir eru heppnir, eins og t.d.
ung kona i Glasgow, sem fannst
illa til reika á flækingi um götur
borgarinnar. Hún hafði misst
minnið og vissi ekki hver hún var
og var hún þvi lögð inn á sjúkra-
hús.
A meðan hún dvaldi þar ól hún
barn, en það var ekki fyrr en sex
mánuðum siðar, að vitað var hver
hún var. En allan þennan tima lá
hún á sjúkrahúsinu.
Dæmi sem þessi eru fjölmörg
úti i hinum stóra heimi og þó að
við höfum enn ekki þurft að glima
við vandamál, sem þetta getur sá
dagur komið, og þá væri æskilegt
að eiga þjóðfingrafaraskrá.
Það er enginn, sem getur sagt
um það hvenær að þvi kemur eða
hvenær við getum hjálpað ein-
hverjum aðila með að finna ein-
hvern sér kæran. En atvik sem
þessi og mörg önnur álika ættu að
teljast nægileg rök fyrir þvi að
hér yrði komið upp fingrafara-
safni fyrir alla þjóðina. Hún telur
nú ekki meir en rétt 200 þús.
manns og væri þvi betra að hefja
undirbúning fyrir uppbyggingu
sliks fingrafarasafns og þjálfun
starfsliðs til þess, fyrr en seinna
eða á meðan verkið er vel við-
ráðanlegt.
— Hvar og I hvaða aldursflokki
telur þú að eigi að hefja fingra-
faratökuna og hverjir eiga að
annast hana?
— Fingraförin eru ekki búin að
ná fullri stærð fyrr en um 15-16
ára aldur. Væri þvi heppilegt að
miða fingrafaratökuna við þann
tima, sem unglingar ljúka
skyldunámi, og gætu sérþjálfaðir
kennarar annazt þá hlið, er lýtur
að fingrafaratökunni. Einnig væri
rétt aö unglingar fengju ekki
nafnskirteini fyrr en að lokinni
skólaskyldu og það yrði þá útbúið
með mynd, fingrafari og fingra-
faraflokkun viðkomandi unglings
ásamt öðrum nauðsynlegum upp-
lýsingum, og þetta siöan steypt i
plast. Fram að þeim tima gætu
börnin notazt við sérstök skóla-
skirteini.
Fyrir þá sem telja þetta ekki
framkvæmalegt i þessari mynd
er hægt að benda á aðra leið.
Segjum svo að fingrafaratakan
miðaðist eingöngu við opinbera
starfsmenn, svo og sjómenn og
alla þá sem taka bilpróf. Einnig
útlendinga, sem koma til landsins
og dvelja hér i einhvern tima. Það
gengi að visu hægar fyrir sig að
safna fingraförum á þann hátt, en
þaö gæti þó orðið dágott safn meö
timanum.
Það er engin skömm aö þvi að
láta taka af sér fingraför. Það
tekur stuttan tima og er
sársaukalaust með öllu. Það ætti
heldur ekki að vera neinum til
tjóns að eiga fingrafar sitt i safni
hins almenna borgara — nema
siður væri. —klp—
Sýnishorn af fingrafaraskýrslu, sem tekin er
hér á landi. Á bakhlið þessa blaðs eru svo
fylltar út aðrar upplýsingar um viðkomandi
eins og lýsing á vaxtarlagi, málróm o.fl. Þetta
form er aðeins notað i sambandi við afbrota-
mannaskrána.
Svona tösku fara rannsóknarlögreglumenn
með á staði, þar sem t.d. afbrot hafa veríð
framin. Eru þar m.a. tæki sem hægt er að taka
á fingraför.
ÞAÐ HEFUR sjálfsagt komið
fyrir þig oftar en einu sinni, aö
hafa kallað til manns eða konu,
sem þú þekkir, en komizt að þvi
þegar þú athugar betur, að þetta
er ekki sú persóna, sem þú helzt
þetta vera. Ástæðan fyrir þessu
er sú, að þessi persóna liktist
þeirri sem þú þekkir.
I hinum stóra heimi sem við lif-
um i er til fólk, sem er svo likt
hvort öðru, að það þekkist varla-
eða alls ekki i sundur. Þetta fólk
er nefnt tvifarar. En það er sama
hversu fólk þetta er likt hvort
öðru i útliti, limaburði eða öðru,
það er alltaf til einn hlutur, sem
ekki er eins hjá báðum. Það eru
fingraförin.
Móðir náttúra hefur séð hverj-
um fyrir sérkenni, sem enginn
annar hefur og það erU þessar
litlu rendur eða rákir sem eru
fremst á innanverðum fingrum
þinum. Muninn getur maður jafn-
vel séð með berum augum, en það
þarf sérfræðinga til að skera úr,
þegar um fjölda fingrafara er að
ræöa.
Hér á landi vinna nokkrir menn
að þvi að glugga i fingraför. Ekki
er það þeirra aðalvinna, þvi að
fingraförin, sem til eru hér á
landi, eru ekki mörg á móts við
viða annars staðar. Einn þessara
manna er Sævar Þ. Jóhannesson
lögreglumaður hjá tæknideild
rannsóknarlögreglunnar i
Reykjavik. Sævar hefur komið
opinberlega fram með all at-
hyglisverða tillögu i sambandi við
fingraför, en það er um þjóð-
fingrafaraskrá. Og það er um
hana, sem við ætlum að ræða við
Sævar hér.
Fingraför til margs
nauðsynleg
Það fyrsta, sem við spurðum
Sævar um, var, hver séu notagildi
fingrafara. Svaraði hann þeirri
spurningu okkar með þessum
orðum.
— Þaö er oft, sem við
rannsóknarlögreglumenn erum
spurðir um, hvort ekki séu til
fingraföraf öllum landsmönnum,
eða hvernig standi á þvi, að slikt
safn sé ekki til hér á landi.
Við höfum þvi miður orðiö að
svara þeirri spurningu neitandi,
þvi að til þess, að slikt safn gæti
orðið að veruleika, yrði að setja
ný lög þess efnis.
Það er vel kunn staðreynd, að
skoðun mikils meirihluta fólks á
fingrafaratökum, er sú, að það sé
skeröing á persónufrelsi. Við tök-
um á hverju ári fingraför af fólki
svo tugum skiptir, fólki, sem fús-
lega lætur för sin i té til þess að
auövelda rannsókn á afbrotum
sem farmin hafa verið á
heimilum eða vinnustöðum þess.
Þessum fingraförum yfir al-
menna borgara er haldið aðskild-
um frá afbrotamannaskránni og
ekki gripið til þeirra nema i sér-
stökum tilvikum. Má þar t.d.
nefna, ef þekkja þarf mann, sem
hefur týnzt og misst minnið, ef
þekkja þarf eitthvert óþekkt lik
og ef einhver þarf að sanna til-
veru sina eða einfaldlega, ef
sanna þarf sakleysi einhvers.
Hugmyndir fólks um notkun
HÆGRI HÖND
1. Þumalfingur
2. Vísiiingur
3. Langatöng 4. Græðifingur
5. Lítliíingur
Fingraförin séu tekin þannig, aS fremstu liðamót hvers íingurs korni beint yíir íeita strikið. Náist fingraförin illa, eru tekin ný á
auða staðinn fyrir ofan.
Vanti fingur, eða sé hann svo slæmur, að fingraförin náist ekki, eða sé hann hnýttur og ónýtist fingraförin, skal það tekið fram
í dálkinum fyrir þann fingur.
____________________________________________VINSTRI HÖND_________________________
6. Þumalfingur J 7. Vísifingur 8. Langatöng 9. Graeðifingur lO. Litlifingur