Tíminn - 03.06.1973, Síða 24

Tíminn - 03.06.1973, Síða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 3. júnl 1973. eins ofurlitil krukka og gias. — Hvernig gengur það? spurði Kristin. Hún virtist feimin og ringluð eins og stelpukrakki þeg- ar hún lagði bakkann frá sér. — Það er synd að þú skulir þurfa að vera i rúminu i þessu dýrlega veðri. Hefurðu hita? — Eitthvað ofurlitið, en það skiptir ekki máli. Það var fallega gert af þér að lita inn til min. Hana iðrar þess sennilega hvað hún hefur verið súr og ónotaleg við mig, hugsaði Sherida. Vesa- lings Kristin! Hún er aðeins barn og hefur átt erfitt stundum. Hún er bæði góð og aðlaðandi, þegar hún vill það viö hafa. — Ég ætlaði að koma upp til þin fyrr, sagði hún, — en ég hef þurft að snúast svo mikið i kringum. Leu. Hún sendir þér þetta. Hún benti á litla flösku með tveim ljósrauðum töflum. — Þetta eru svefntöflur, og ef þú tekur aðra þeirra, sefurðu i 8 klukkustundir. Þá verðurðu orðin vel frisk á morgun. Ef önnur taflan reynist ekki nægileg, geturðu tekið hina. Þær eru hættulausar, Lea fékk þær frá Simoni. Lea vill að þú sof- ir vel. — Það er fallega hugsað, sagði Sherida. En satt að segja var hún ekki hrifin af svefntöflum, en notalegt væri samt að geta sofið i 8 klukkustundir. Hún brosti til Kristinar. — A ég að taka töfluna strax? — Það er ekki eftir neinu að biða. Gleyptu hana með volgu mjólkinni, það gefur betri árang- ur. Sherida renndi niður töflunni og tæmdi glasið. Henni fannst votta fyrir maltbragði af mjólkinni, en það var bara gott fyrir hálsinn. — Þetta var alveg ágætt, sagði hún þegar Kristin tók glasið. — Þakka þér kærlega fyrir, þú ert bara ágætur læknir. — Æ, mig langaði bara til að gera eitthvað fyrir þig, sagði Kristln. En nú fóru að koma ein- hverjir kippir fram i andlitið á henni, eins og hún ætlaði að fara að gráta. En þá flýtti hún sér svo mikið út, að Sherida gat ekki einusinni boðið henni góða nótt. Hún slökkti ljósið og fann svefn- inn siga yfir sig. Það var himnesk tilfinning af unaðslegri ró, sem bylgja svefnsins færði henni. Mallory vakti fram eftir allri nóttu inni á bókastofu sinni. Hann reyndi að beina huganum að bók- inni, sem hann hélt á, en það gekk ekki vel. Siðustu vikurnar voru grá hár farin að láta sjá sig i vöngunum, hann var þreyttur, var vist að verða gamall lika. Ekkert hljóð heyrðist i húsinu. Skyldi Lea sofa? Hann hafði ekki litið inn til hennar allan gærdag- inn, og honum fannst hann ekki mundi hafa kjark til þess á morg- un heldur. Hann var sem lamaður eftir högg, og sá enga leiö út úr ógöngunum. Hann hafði verið á prestssetrinu til þess að hafa tal af Logan. Brúðkaupið átti að fara fram viðhafnarlaust með öllu, gestir höfðu fengið áfboð, og eng- in móttaka i garöinum. — Ég kem ekki heim aftur hafði Logan sagt, og Mallory skildi það. öll ánægja og vinsemd hafði yfir- gefið húsið. Nú var það eins og tómt hulstur með þaki og fjórum veggjum, og þeir, sem þarna voru inni, urðu að halda áfram sinni óhamingjusömu tilveru. Herbergiö er fullt af vofum, hugsaði hann. Svipur Rósönnu sveif þarna um, léttur og gegn- sær, eins og hún hafði verið sjálf, þarna var svipur Leu frá gömlum dögum, friskur og orkumikill, geislandi æskufjöri og lifskrafti, og Sherida, eins og hann hafði séð hana fyrsta kvöldið, kvenleg og mjúk. Það var eins og teppi hefði verið dregið frá leiksviöi þetta kvöld sem Sherida kom, en það hafði bara enginn tekið eftir þvi. Allt þetta uggvænlega hefði gerzt, þótt Sherida hefði aldrei komið. Katrin hefði þrátt fyrir það reynt að drýja sjálfsmorð, Simon hafði farið, og Jana ráfað um óhamingjusöm og miður sin. Sherida hafði aðeins gefið harm- leiknum hraða. Svo hlaut að fara, þvi Lea hafði orðið smeyk og sett öll hjól i gang. Það var komið fram yfir mið- nætti, hann varð að reyna að sofna. Hann gekk út að gluggan- um og bankaði úr pipunni við karminn. Hafið var stillt og glit- raði i tunglsljósinu, og hann horfði bugsandi út til skersins. Hvers vegna hataði Cornwall all- ar þær konur, sem hann hafði flutt til Bastions? Hversvegna gerðu örlögin þær svo óhamingju- samar? Hann lokaði glugganum hægt. En nú heyrðust hröð skref i stiganum. — Pabbi, pabbi, hringdu til Simonar og segðu honum að koma eins og skot. Flýttu þér nú. Jana var náföl og nuddaði saman höndunum. — Er það Lea? — Nei, það er Sherida....Hún er óskaplega veik, hún er með- vitundarlaus og það er varla að hún geti andað. Mallory hringdi, en það leið ofurlitil stund þangað til svefn- drukkin rödd Simonar heyrðist, Mallory sagði hvað um væri að vera og Simon lofaði að koma strax. — Ég geng með þér upp. Hvað hefur komið fyrir? — Ég gat ekki sofið, og varð svo dálítið óróleg útaf Sheridu, og gekk inn til hennar. Um leið og ég opnaði dyrnar sá ég eitthvað voðalegt var á ferðinni. Andar- drátturinn var i löngum, hvæs- andi sogum, og ekkert viðlit að vekja hana þó ég hristi hana af öllum mætti. Ég er svo hrædd, pabbi. — Þetta lagast vonandi, Simon er hér eftir andartak. Það var ljós inni hjá Sheridu. Hún hafði grafsið sig djúpt ofan i rúmfötin, en annar hendleggur- inn þó undir hnakkanum. Hún skalf frá hvilfi til ilja við hvern andardrátt. — Við getum ekkert gert fyrr en Simon kemur. Hvað er þetta? Hann tók upp glasið með ljós- rauðu töflunni. — Ég veit það ekki. Jú, þetta er ein af svefntöflum Leu, en Sherida á engar svefntöflur, henni likar ekki... Þarna er Simon, flýttu þér Simon! Hann tók stigan i fáum skrefum og gekk beint að rúminu. Jana tók i hönd pabba sins og hélt fast utanum hana. — Ofskammtur af veronali, sagði Simon stuttur i spuna. — Mjög stór skammtur. Ég ætla að hringja heim eftir þvi sem mig vantar. Geturðu sótt það Mallory? Stúlkan mun hafa það tilbúið þegar þú kemur. Sæktu volgt vatn Jana. Dyrnar inn til Kristina stóðu galopnar þegar Jana kom niöur. — Hvað gengur á, Jana? Ég heyröi i bil fyrir utan. — Það var Simon. Sherida er dauðveik. Komdu upp með krukku af volgu vatni, ég get ekki borið tvær. — Sherida dauðveik? sagöi Kristin lágt. — En hún var alveg eðlilee begar ég yfirgaf hana. Hvað getur verið að henni? — Hún hefur tekið of mikið af veronali. Jana setti krukkuna á borðið og horfði fast á Kristinu. — Það stóð glas á borðinu með svefntöflu. Þá töflu hefur hún ekki fengið frá mér. — Sástu bara eina töflu? Kristin strauk hendinni um enniö og Jana sá að það var blautt af svita. — Ó, herra guð, Jana, Lea vildi að hún næði að sofna, og ég færði henni fimm töflur i glasi. Hún tók eina strax og sagðist mundi taka aðra til ef með þyrfti. Það voru fjórar töflur I glasinu þegar ég fór frá henni... — Komdu. Jana tók krukkuna og fór — Það er enginn timi til þess að rökræða um það hvernig þetta hefur viljað til. Hefði ég ekki verið svona óróleg út af henni, hefði allt orðið um seinan — ef það er þá ekki þegar of seint. Flýttu þér. Klukkan fimm um morguninn kom Jana fram i skálann með mat handa pabba sinum. Mallory sat i stól ákaflega þreytulegur. 1 þessu kom Simon niður stigann. — Það kemur hjúkrunarkona eft- ir augnablik, sagði hann. — Þarna skall hurð nærri hælum, en ég held þó að hún sé úr hættu.Seztu niður Jana og taktu þessu með ró. Ég skal renna tei i bollana, vona bara að það sé vel sterkt. Hönd Mallorys skalf litillega þegar hann lyfti bollanum. — Ertu viss um að þetta hafi góðan endii , Crowdy? — Já, en það var á allra siðustu minútunni. Ef Jana hefði verið hálfum klukkutima seinni á ferð- inni væri öll von úti. Hann settist i sófann við hliðina á Jönu. — Hvernig i ósköpunum hefur hún farið að þvi að ná i þessar verónaltöflur? Ég hélt að hún þyrfti ekki á slikum töflum að halda. — Það voru heldur ekki hennar töflur, sagði Jana. — Lea vildi gefa henni eitthvað sem hún gæti sofnað af, og sendi Kristinu upp til hennar með töflurnar. Sherida gleypti eina töflu, og Kristin lét glasið standa á náttborðinu með fjórum töflum, ef hún skyldi þurfa á fleiri að halda. — Já en ég skil þetta bara ekki...Mallory stóð á fætur og kallaði fram I ganginn. — Kristin, viltu koma hingað inn sem snögg- vast. — Já, pabbi. Kristln var alklædd, með burstað hár bundið upp með grænu silkibandi. A kinnunum voru rauðir flekkir, og augun voru stór og gljáandi. — Kristin, sagði Mallory mild- um rómi. — Við viljumfáað vita meira um þessar svefntöflur. Fórst þú með þær upp til Sheridu? — Okkur Leu báðum fannst það svo hryllilegt, að hún skyldi ekki ná að sofna, svo ég setti fimm töflur 1 glas og.... — Hversvegna fimm, spurði Simon stillilega. Hún stirðnaði við. — Ég...ég veit það ekki, stam- aði hún. — Ég bara tók nokkrar úr Leu glasi, Sherida vissi vel hvernig átti að nota þær. Hún tók eina með glasi af volgri mjólk, og -ée setti elasið á náttborðið, ef hún skyldi þurfa fleiri. Lea fer eins að, og ég veit þessvegna að það er rétt. — Hvaða afleiðingar heldurðu að þetta hefði getað haft? — Afleiðingar? Ég veit það ekki, ég gerði ráð fyrir að hún tæki bara eina i viðbót, en hún hefur kannski talið skakkt i myrkrinu. — Þú fórst með fimm töflur upp til hennar, sagði Simon dálitið þyrkingslega. — Sherida tók eina strax, og ein tafla var eftir i glas- inu þegar Jana kom að. Það þýðir að Sherida hefur bætt viö sig þremur töflum, en það er tvöfald- ur skammtur. Hann kveikti i slgarettu þungbúinn,— Hún hefði sjálfsagt orðið veik af þvl magni, en ekki dauðsjúk eins og hún varð. Hún hefur að minnsta kosti tekið inn sex töflur, eða þrefaldan skammt. Hvaðan fékkstu hinar tvær töflurnar? — Ég...ég veit það ekki. Hvernig ætti ég að vita það? Eg.... Hið skjálfandi hvisl Kristinar I I lH| tllfiÍÍ ! SUNNUDAGUR 3. júni 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir 8.15 Létt morgunlög a. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur lög eftir Isólf Páls- son, Sigvalda Kaldalóns, Helga Helgason, Árna Björnsson og Friðrik Bjarnason, Hans Franzson stj. b. Reynir Jónasson leikur létt lög á harmóniku. c. Sextett ólafs Gauks leikur og syngur. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar (10.10 Veðurfregnir) a. Sálu- messa eftir Mozart. Sheila Armstrong, Janet Baker, Nicolai Gedda, Dietrich Fischer Dieskau og John Alldis kórinn syngja með Ensku kammersveitinni, Daniel Barenboim stj. b. „Hafið”, hljómsveitar- svita eftir Debussy. Concertgebouw hljóm- sveitin I Amsterdam leik ur, Eduard van Beinum stj. c. „Hebrideseyjar”, forleikur eftir Mendels- sohn. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur, Antal Dorati stj. 11.00 Messa I Dómkirkjunni Séra Grimur Grimsson messar og minnist drukknaðra sjómanna. Kirkjukór Asprestakalls syngur. Organleikari: Kristján Sigtryggsson. 14.00 Frá útisamkomu sjó- mannadagsins I Nauthóls- vlka. Avörp flytja: Lúðvik Jósefsson sjávarútvegs- ráðherra, Björn Guð- mundsson útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum og Guðjón Armann Eyjólfs- son skólastjóri Stýri- mannaskólans i Vest- mannaeyjum. b. Pétur Sigurðsson formaður sjó- mannadagsráðs heiðrar aldraða sjómenn. 15.00 Miðdegistónleikar: Létt tónlist frá holienzka úrvarpinu 16.15 Sjómannalög 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi a. Spurn- ingakeppni skólabarna I Reykjavik um umferðar- mál-Til úrslita keppa Breiðagerðisskóli og Landakotsskóli. Baldvin Ottósson stjórnar keppn- inni. b. Framhaldssaga hefst: „Þrir drengir I vegavinnu” eftir Loft Guð- mundsson • Höfundurinn les. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 A sjó.Björn Bjarman, sem tók saman dag- skrána, ræöir við Helga Hallvarðsson skipherra og Steindór Arnason fyrrver- andi togaraskipstjóra. Steindór Hjörleifsson les frásögn eftir Jónas Arna- son: „Þrir á báti”. 20.45 Tónlist eftir Leif Þórarinsson a. „Svart- fugl”, tilbrigði fyrir orgel. Haukur Guðlaugsson leikur. b. Sinfónia i þrem þáttum. Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur, Bohdan Wodiczko stj. 21.10 Skyidleiki færeýsku og islenzku. Jóhan Hendrik Winther Poulsen kennari flytur erindi. (Hljóðritað 30. april á færeysku vik unni I Norræna húsinu) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kveðju- lög skipshafna og danslög. Margrét Guðmundsdóttir les kveðjurnar og kynnir lögin með þeim. (Fréttir i stuttu máli kl. 23.55) 01.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.