Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 27
Sunnudagur 3. júni 1973.
TÍMINN
V
ekki hafði verið hugsað fyrir þvi
að ala upp framtiðarmarkvörð.
Gripu Valsmenn til þess ráðs að
leita til handknattleiksmanna
sinna i von um það, að einhver
þeirra gæti hlaupið i skarðið.
Gekk á ýmsu með það. T.d. vörðu
þeir bræður Gunnlaugur og Gylfi
Hjálmarssynir mark Vals til
skiptis um nokkurt skeið.
En svo var Sigurður upp-
götvaður. Það gerðist þannig, að
hann lék sem markvörður með
skólaliði Kennaraskólans i leik
gegn Verzlunarskólanum. t liði
Verzlunarskólans var þá Her-
mann Gunnarsson. Hvort sem
það hefur verið vegna þess, að
honum gekk illa að skora hjá
Sigurði eða ekki, þá sannfærðist
hann um það, að þarna væri rétti
maðurinn i markvarðarstöðuna. 1
beinu framhaldi af þvi var
Sigurður drifinn á æfingu og hefur
upp frá þvi verið fastur meistara-
flokksleikmaður i 1. deildar liði
Vals.
Velgengnisár Vals.
Það er athyglisvert, að eftir að
Sigurður hóf að leika með Val,
hófst velgengnistimabil hjá félag-
inu á knattspyrnusviðinu. Vita-
skuld var það ekki Sigurði einum
að þakka, að Valur sigraði i
hverju mótinu á fætur öðru, en þó
er öruggt, að koma hans i liðið
verkaði eins og vitaminspraula á
það. Með stuttu millibili sigraði
Valur i Reykjavikurmótum,
Bikarkeppni KSÍ og endurheimti
tslandsmeistaratitil, sem félagið
hafði ekki unnið i tiu ár, eða frá
1956. Varð Valur tvivegis tslands-
meistari, 1966 og 1967, og tók þátt
i Evrópubikarkeppni bikarhafa
og meistaraliða. Frægasti mót-
herji Vals i Evrópubikarkeppn-
inni var Benfica, en þess ber
einnig að geta, að Valur er eina
islenzka félagliðið, sem hefur náð
þeim árangri að komast i 2. um-
ferð Evrópubikarkeppninnar.
Það var áriö 1967, þegar Valur
gerði tvivegis jafntefli gegn
meistaraliði Luxemburgar og
komst áfram i keppninni með þvi
að skora fleiri mörk á útivelli.
Þessi ágæti árangur Vals skapaði
félaginu nokkurn vanda þvi að 2.
umferð keppninnar fór fram svo
seint á haustinu, að útilokað var
að leika á Laugardalsvellinum.
Gripu Valsmenn til þess ráðs að
leika báða leikina, sem voru gegn
ungversku meisturunum Vasas, á
útivelli, þ.e. i Ungverjalandi.
Valinn i landslið
i handknattleik
Eins og fyrr getur, var Sigurður
orðinn kunnur handknattleiks-
maður með Val, þegar örlaga-
nornirnar breyttu vef sinum
skyndilega og beindu honum út i
Sigurði tekst
að bjarga með þvi að spyrna út af. Halldór Einarsson er til
Þarna skellur hurð nærri hæium.
vinstri i hvitum búningi.
knattspyrnuna. Sigurður hafði þá
um nokkurt skeið leikið méð
meistaraflokki Vals við góðan
orstir. Hann var valinn til að leika
með unglingalandsliði og siðar
með landsliði. Atvikin höguðu þvi
þó þannig, að ekki varð úr þvi, að
Sigurður léki með landsliðinu.
Hann veiktist og lék ekki með. Að
öllum likindum hefði Sigurður
orðið fastur landsliðsmaður, hefði
hann haldið áfram i handknatt-
leik. En knattspyrnarn vann hug
hans. Og þá varð ekki aftur snúið.
Smátt og smátt hætti hann i hand-
knattleik og gaf sig siðan alger-
lega að knattspyrnunni. Sigurður
segist ekki sjá eftir þessari
ákvörðun, knattspyrnan hafi veitt
sér margar ánægjustundir, sem
hann hefði ekki viljað missa af.
Handknattleikurinn hafi einnig
verið skemmtilegur, en útilokað
hafi verið að þjóna tveimur herr-
Eusebio sækir að marki Vals, en
Benfica-leikurinn
minnistæðastur
Sigurður er ekki i neinum vafa
um það, hvaða leikur sé honum
minnisstæðastur, Benfica-leikur-
inn. ,,Það var svo margt, sem
hjálpaðist að við það, mót-
herjarnir heimsfrægir, hinn
gifurlegi áhorfendafjöldi, veðrið,
og ekki sizt úrslitin”, segir
Sigurður. En þegar hann er
spurður um eftirminnilegustu
leikmennina I Islenzkri knatt-
spyrnu þann tima, sem hann hef-
ur sjálfur verið leikmaður, nefnir
hann Hermann Gunnarsson og
Elmar Geirsson. „Hermann var
frábær leikmaður á árunum
1966-70 en Elmar verður mér allt
af minnisstæður i leikjunum við
Belgíumenn i l'yrra. Hann var i
sama gæðaflokki og belglsku at-
vinnumennirnir”, segir Sigurður.
Tengdur handknattleik,
þrátt fyrir all!
Enda þótt Sigurður Dagsson
hafi sagt skilið við handknattl. til
að gerast knattspyrnumaður, er
hann tengdur handknattleiks-
iþróttinni órjúfandi böndum eftir
allt! Hann kvæntist nefnilega
handknattleikskonu, Ragnheiði
Lárusdóttur, sem allir hand-
knattleiksunnendur þekkja.
Ragnheiður var um margra ára
skeið ein kunnasta handknatt-
leikskona landsins, en hún lék
með hinu sigursæla kvennaliði
Vals og varð margíaldur tslands-
meistari. Nú búa þau Sigurður að
Efstasundi 82, ásamt tveimur
sonum sínum. Ragnheiður hefur
lagt skóna á hilluna, en Sigurður,
sem er 28 ára gamall, á vonandi
el'tir lengi enn að hlýja knatt-
spyrnuunnendum um hjartarætur
með frábærri markvörzlu.
Þess má að lokum geta, að
Sigurður lauk kennaranámi frá
Kennaraskóla tslands 1966 og
prófi frá tþróttakennaraskóla ts-
lands árið eftir. Hann hefur
stundað kennslustörf við Álfta-
mýrarskólann i Reykjavik.
—alf
Efnilegur
frjálsiþróttamaður
Enda þótt' Sigurður segist ekki
sjá eftir að hafa söðlað yfir I
knattspyrnuna, segist hann sjá
eftir öðru, nefnilega þvi að hafa
hætt I frjálsíþróttum. Sigurður
þótti mjög efnilegur frjálsiþrótta-
maður, þegar hann var 16-18 ára
gamall. Til marks um það, má
geta þess, að hann stökk yfir 1,80
metra i hástökki og stökk tæpa 14
metra I þrístökki. Það leikur þvi
enginn vafi á þvi, að hann hefur
átt framtlðina fyrir sér I frjáls-
iþróttum, hefði hann lagt áherzlu
á þær.
Varamaður I
Kaupmannahöfn
Eins og að likum lætur, hefur
Sigurður margsinnis verið valinn
I islenzka landsliðið I knatt-
spyrnu. Hefur hann 12 landsleiki
að baki. Þegar Sigurður er spurð-
ur að þvf, hvaða landsleikur sé
honum minnisstæðastur, svarar
hann að bragði, „14-2 leikurinn i
Kaupmannahöfn.” Það er þó ekki
vegna þess, að hann hafi tekið
þátt I þeim „hildarleik”, þvi að
hann var varamaður, en hugur
hans var hjá Guðmundi Péturs-
syni, markverði úr KR, em lék i
markinu. Guðmundur Pétursson
var mjög góður markvörður, en
það er samt álit margra, að öðru
visi hefði farið, hefði Sigurður
leikið þennan leik. Auðvitað er
erfitt að fullyrða um slikt og alltaf
auðveldara að vera vitur eftir á,
en þó verður að telja liklegt, að
Sigurður hefði notið sin betur i
þessum leik en Guðmundur, af
þeirri ástæðu, að mörg af mörk-
um Dana voru skoruð með lang-
skotum, og enginn Islenzkur
markvörður er betri milli stang-
anna en einmitt Sigurður, þó að
ýmsir hafi aðra kosti umfram
hann.
Yfirvofandi hættu stýrt frá. Sigurður er vel á veröi, þegar Atli Héðinsson, KR, sækir að markinu