Tíminn - 03.06.1973, Síða 32

Tíminn - 03.06.1973, Síða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 3. jiini 1973. Politiken tekur okkar mdlstað: „Þess vegna skjóta íslendingar" SB-Rvik. — Danska blaöiö Politiken á þriöjudaginn er allvinsamlegt tslendingum i þorskastriöinu og ver tals- veröu rými I máliö. t fjórdálka frétt á forsiöu eru siðustu viðburðir, bréfa- og oröaskipti rakin itarlega, en frá þvi öllu hefur verið sagt I isl. blööum. Þá er viðtal við tvo sjómenn úr Grindavik og loks leiðari, þar sem málstaður okkar er tekinn. t forsiðufréttinni segir, að auk þess, sem islenzka rikis- stjórnin hafi farið fram á að NATO kalli brezku freigát- urnar úr isl. landhelgi, ætli hún að hafa toppfund þeirra Nixons og Pompidous sem eins konar varaskeifu i bak- höndinni. ✓ Viðtölin Fréttaritari Politiken hefur lagt leið sina til Grindavikur og hitt þar að máli Einar Símonarson, skipstjóra á Haf- bergi. Segir Einar, að margir fiskibátar frá Grindavik hafi farið illa út úr skiptum sinum við landhelgisbrjótana. Þeir hafi það fyrir sið að klippa aftan úr bátunum og nýr útbúnaður kosti um 60 þíisund krónur. Af þessum sökum verði bátarnir að halda hópinn og þá veiðist ekki eins vel. Afleiðingarnar verði svo þær, að tekjurnar minnki svo mikið, að tæplega sé nokkuð afgangs til viðhalds bátunum. Sverrir Jóhannesson, for- maður sjómannafélags Grindavíkur, sagði i viðtalinu við Politiken, að fyrrum hefðu menn getaö lagt net hvar sem var og tekið þau upp aftur full fiskjar. Nú sé þetta ekki hægt, því fiskurinn sé orðinn það lltill. Aðeins einstaka skipstjóri viti nákvæmlega hvar fiskurinn heldur sig og þvi gangi hinum illa að manna bátana. Þó sé ástandið verra fyrir vestfirzku bátasjó- mennina, því þeim sýni Bretinn hreinustu ósvifni og hafi bátarnir tapað miklum fjármunum I þeim viðskipt- um. 1 lok greinarinnar segir danski blaðamaðurinn, að eftir að hafa heyrt orð þessara manna, sé hann þess fullviss, að krafa Islendinga um 50 mllna fiskveiðilögsögu sé bæði eðlileg og sjálfsögð. Föstu skotin Leiðari Politiken ber þessa fyrirsögn, en undirfyrirsögnin hljóðar svo: — Bretar eiga að breyta um aðferð I þorska- strlðinu. Hér fer leiðarinn á eftir I lauslegri þýðingu: Það er ekki aðeins ungfiskurinn á Islandsmiðum, sem á að fá tækifæri til að lifa. Ibúar sögu- eyjunnar ættu einnig að hafa möguleika á að lifa á sama efnahagslega grundvelli og þeir hafa gert I meira en 1000 ár, sem sé á fiskinum I sjónum umhverfis landið. Þeir hafa eins konar forgangsrétt til „uppskerunnar” af miðunum. An fiskveiða er sú þjóð hrein- lega búin að vera, sém byggir afkomu sina að 80% á fiski. Þess vegna getur okkur ekki gramizt, að Islendingar vilja varðveita veiðisvæði sín og að þeir eru farnir að skjóta I þeim tilgangi á það, sem þeir kalla „réttlausa keppinauta”. Hvað er verra en veiðiþjófar, sem helzt vilja fara með allan afl- ann heim til brezkra hafna og skilja Islendinga eftir með veiðimöguleika, sem þeir að vlsu deyja ekki af, en geta þó alls ekki lifað af? Það leiðinlegasta i þorska- strlðinu fram til þessa, er það að Bretar hafa fallið fyrir þeirri freistingu að beita valdi og hafa þar með þvingað „strlðsástandi” upp á tslend- inga, nokkuð, sem þeir hafa ekki óskað eftir en látið sér lynda nógu lengi með nokkurri kaldhæðni. Bretar hafa fengið góð tilboð um ivilnanir, kvóta- veiðar, innan 50 milna. Það er nefnilega engin list að ofveiða á hafsvæði með nútima tækni. Það hefur gerzt annarsstaðar I heiminum og haft hörmulegar afleiðingar: þannig að lifs- afkoma fólks hefur verið i hættu. Það er þannig ástand, sem tslendingar eru að reyna að forðast. Þeir vita af biturri reynslu, að auðæfi þeirra eru ekki ótæmandi, þeir vilja halda uppi skikkanlegum veiðum og vernda jafnframt hrygningarsvæðin. Þeim finnst það standa þeim sjálfum næst að takmarka veiðarnar og halda vörð um ungfiskinn. Það er kjarni málsins I deilunni, en nú hafa Bretar sent freigátur sinar • upp að landinu og það þola Is- lendingar ekki. Þess vegna skjóta þeir og til þess hafa þeir fullan rétt, þangað til ráða- menn I London sýna næga stillingu til að virða réttindi annarra. Jóhann R. Slmonarson skipstjóri og stúlka, sem færöi honum blómvönd. Helgason, Halldór Magnússon, oddviti og skipstjórinn Jóhann R. Simonarson. Þvi næst var fólki boðið að skoða skipið. Um kvöldið hélt útgerðarfélag skipsins kaffiboð fyrir alla þá, sem komu til að fagna komu skipsins, siðan var stiginn dans til kl. 2 um nótt- ina. I ávörpum þeim og ræðum, sem fluttar voru við komu skipsins kom fram mikil bjartsýni og trú á framtið byggðarlagsins með komu þessa stórvirka atvinnu- tækis, en Bessi er stærsta og full- komnasta fiskiskip, sem gert hefir verið út frá Súðavík. Þá voru skipstjóra, Jóhanni R. Simonasyni, færðar sérstakar þakkir fyrir hans stóra framlag til byggðarlagsins á s.l. árum, en hann hefir verið skipstjóri á m.s. Kofra undanfarin ár og Kofri hefur jafnan verið í fremstu röð aflaskipa á landinu. Nafn Bessa er samnefnt fjalli, sem er fyrir botni Alftafjarðar. Með skipinu frá Noregi, komu auk skipshafnar nokkrir farþegar og tæknimenn. Bessi var tilbúinn til veiða þegar hann kom i heima- höfn og fór I fyrstu veiðiferð sina s.l. laugardag 26. mai. Eigandi Bessa I.S. 410 er Álftfirðingur h.f. I Súðavík. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Börkur Akason. ,,Velkominn, Bessi ÍS 410" Dansað langt fram ó nótt í Súðavík eftir skipskomuna BESSI l.S. 410, Súöavík, sem er nýr skuttogari 407 brúttólestir og þriöji togarinn, sem islendingar eru aðláta smiöa i Noregi, var af- hentur i skipasmiöastööinni Slipp og maskinfabrikk I Flekkefjord I Noregi 10. mai s.l. Skipið sigldi siðan með vesturströnd Noregs norður til Harstad, til aö sækja flotvörpu, með viökomu í Bodö, en þar tók skipiö fiskikassa. Leiöin frá Flekkefjord til Harstad er 700-800 sjómilur. Frá Ilarstad fór skipið 22. mai s.L, til islands, og kont til heimahafnar, í Súða- vik, fimmtudaginn 24. mai s.l. Bessi er 46,5 m á lengd, 9,5 m á breidd. Bygging skipsins er I alla staði mjög vönduð og áherzla verið lögð á góða og þægilega vinnuaðstöðu við sjálfar veiðarnar, aðgerð á fiski og alla meðferð á afla. Oll vinna við afl- ann fer fram i sérstökum vinnu- sal. I skipinu eru blóðgunarker og góð.; aðstaða til slægingar á fiski, fiskiþvottavél og færiband, sem flytur fiskinn fram I lest. Allur fiskur er isaður I kassa, sem standa á pöllum I lestinni, löndun á afla fer fram á sérstökum löndunarkrönum. Skipið er búið sérstakri isvél, sem framleiðir 6-7 smál. af ís á sólarhring og er Isnum blásið i kassana. Sparar þetta mikla vinnu I lest. Lestin er auk þess loftkæld. Aðalvél skipsins er 1750 h.a. Wichmann vél, og er ganghraði skipsins um 13 sjóm. Þá er auk þess I skipinu tvær 220 h.a. GM- ljósavélar. Skipið er byggt til veiða, bæði með botn- og flot- vörpu, og hægt er að stjórna öll- um vindum skipsins frá brúnni. Sérstök vinda er aftan við stýris húsið, sem flotvarpan er undin upp á og tekur aðeins fáar minút- ur að skipta á botntrolli og flot- trolli. 011 siglingar og fiski- leitartæki skipsins eru af nýjustu gerð frá Simrad i Noregi. Vistar- verur eru I alla staði mjög góðar og vistlegar. Gert er ráð fyrir að 15 manna áhöfn verði á skipinu, en vistarverur eru fyrir 17 menn. Skipið er búið sérstökum velti- tönkum, sem draga mjög úr veltu skipsins. Þá er og komið fyrir tönkum, I skipinu, fyrir lifur og úrgang. Bessi er systurskip Guðbjarts og Júliusar Geirmundssonar, Isa- firði, sem komnir eru til Isafjarð- ar fyrir nokkru, smávægilegar breytingar voru gerðar á Bessa með hliðsjón af reynslu, sem fengizt hefir af útgerð hinna skipanna. Þegar skipið kom til heima- hafnar um klukkan 8 siðdegis, fimmtudaginn 24. mai s.l., söfnuðust þorpsbúar saman á hafnargarðinum til að fagna komu skipsins. Fánar blöktu við hún i þorpinu og á hafnargarðin- um. Þar var einnig komið fyrir borða áletruðum „Velkominn Bessi I.S. 410”. Um leið og skipið lagðist að hafnargarðinum fögnuðu þorpsbúar og aðrir er þar voru, skipinu, með almennum söng, en siðan fluttu ávörp og ræður Ólafur Gislason, Kristján Sveinb jörnsson, Ragnar - »■ : - --v* 'vb&p**- - ■ v - , lr. Skuttogarinn Bessi kominn á heimaslóðir, fyrsti togarinn, sem Súðvikingar eignast.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.