Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 34

Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 34
34 TÍMINN Sunnudagur 3. júnl 1973. Á SUMARDEGI fyrir mörgum árum sat 12 ára drengur i fordyri blaða- skrifstofu i New -York i Bandarikjunum. Hann var blaðsöludrengur. Daginn áður hafði einn félaga hans hætt starfinu og margir drengir höfðu komið að sækja um atvinnu, en enginn var fastráðinn ennþá. Drengur á liku reki kom og sagði: ,,Mér hefur verið sagt, að hér vantaði sendisvein”. Hinn svaraði ekki, en virti hann fyrir sér grandgæfilega. Drengurinn var hreinlega til fara og var að sjá einbeittur og augu hans voru blá og skær og báru vott um áreiðan- leik hans. Blaðsölu- drengurinn fór inn i skrifstofuna og að vörmu spori kom einn ritstjóranna fram. Hann spurði drenginn að heiti, en hann hét Vilhjálmur Bork, þá spurði hann ýmissa spurninga, leit á vitnisburð hans frá barnaskólanum og réði hann siðan til starfsins. ,,Þú átt að vinna á kvöldin og á nóttunni”, sagði hann, ,,þú byrjar i kvöld um sexleytið og vinnur til klukkan þrjú i nótt. Fleiri piltar vinna á sama tima og geta þeir sagt þér, hvað þú átt að gera”. ,,Ég skal koma klukkan sex”, sagði drengurinn og gekk til dyranna, en i þvi hann gekk frá grindunum, tók ritstjórinn eftir þvi, að hann var berfættur. ,,Biddu við”, sagði hann, ,,hvar eru skórnir þinir?” Vilhjálmur leit niður og var á honum að sjá, að hann var i vandræðum með, hvað hann ætti að segja. Það leið þó ekki á löngu áður en hann leit upp aftur og sagði: ,,Ég á enga skó!” ,,Enga skó? Við höfum engin not fyrir berfættan sendisvein Getur þú ekki útvegað þér skó?” Drengurinn fór að hugsa sig um og sagði loks hikandi: „Ég ætla að reyna það”. „Það er gott, þá kemur þú i vinnuna, en skó verður þú að hafa, annars verðum við að fá annan dreng”, og svo fór ritstjórinn inn. Vilhjálmur gekk hægt fram að dyrunum, hann stanzaði við og leit við inn i herbergið. Hann sá þá, að blaðadrengurinn þar inni hafði augun á honum og þess vegna hélt hann áfram niður tröppurnar. „Biddu dálitið”, var kallað á eftir honum, „hvers vegna ertu skólaus?” var sagt dálitið lægra. „Gömlu skórnir minir voru svo slitnir, að ég varð að henda þeim. Ég hef verið vinnulaus heilan mánuð og mamma er veik”. í KLÍPU „Áttu sokka?” „Já, eina sokka”. „Jæja, þá skal ég lána þér skóna mina eina viku, þangað til þú færð launin þin. Hvernig lizt þér á það?” „Vel, mig langar svo mikið til að fá þessa at- vinnu”. „Flýttu þér þá heim eftir sokkunum þinum, og biddu eftir mér við götudyrnar. En þú verður þá að flýta þér, svo þú náir hingað aftur i tima”. Vilhjálmur flýtti sér sem mest hann mátti og var kominn aftur á réttum tima, og var nú hálfsmeykur um, að hinn drengurinn brygðist sér, en ekki leið á löngu, áður en nýi vinurinn hans kom. „Seztu nú niður og farðu i sokkana”, sagði hannn, „svo kem ég rétt strax”. Vilhjálmur hlýddi og rétt á eftir kom vinur hans og fór úr skónum sinum og sagði: „Ég á ekki aðra skó en þessa, þeir eru ekki mjög fallegir, en úr þvi að þeir eru nógu góðir handa mér, getur þú lika notast við þá. Þeir kostuðu einn dal, svo að þú verður að fara vel með þá. Þú mátt ekki draga fæturna eða leika að fótbolta. Reyndu nú þennan!” „Hann fer áætlega”. „Vertu þá fljótur að komast i hinn. Ég heiti Tom Welden og á heima i Rooseveltgötu 989. Það er brauðgerð i húsinu, opin alla nóttina og afgreiðslumaðurinn þekkir mig vel. Þegar þú hefur lokið verki þinu, þá áttu að fá honum skóna. Ég reiði mig á, að þú komir. Þú mátt ekki svikjast um það, þvi að þá missi ég vinnuna mina i fyrramálið”. Tom setti sokka sina i Framhald á bls. 39. DAN BARRY ^ Leitarflokkur "W Snúðu við heim til eftirlitsstöðw aftur (Hvellur. ar. Ekkertj ^^Við leitum að skyggni. Monsún^ Lafsen. þegar nndurinn hefur ’ ".......... ^lokað fyrir útsýní ftil Filipseyjanna. 7 Þarna koma þeir J aBP'Ég hlýt að innfæddu. Er enn ^—^lita ut eins og til slikt fólk. - T /ófrpskia frá riór Og ég er vopnlaus. Allt i lagi drengir. Hvað sem þið ætlið að ; gera, þá flýtið ykkur að þvi. 'fmf Nei, er þetta ekki 'ffOS svo höldum^. ' 'A-t skemmtilegt. Svonar <við að við séum 0; A á að taka á móti úU eitthvert mennS f 'Jp. l Mendingum. "N 'wMMi " ----------- V/J-j i. . . 'T.Tt . ringarfólk./$§

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.