Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 3. júni 1973.
Aðalfundur Kaup-
félags Hafnarfjarðar
verður haldinn mánudaginn 4. júni n.k. og hefst kl 20.30 I
Skiphól.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga.
AAatvælaframleiðendur
Fanntóform eru harðplast umbúðir i ótrú-
lega fjölbreyttu úrvali — svo sem:
Kjötbakkar, dósir, öskjur, kassar og ávaxtabakkar, enn-
fremur glös, diskar og fjölmargar stæðir af meðaladósum
og margt fleira.
Framleiðum lika allar stærðir af plastpokum.
Leitið upplýsinga hjá okkur.
Fanntó - Hveragerði - Sími 99-4287
IGNIS
ÞVOTTAVÉLAR
BÍLALEIGA
CAR reimtal;
‘ZT' 21190 211881
UMFERÐARFRÆÐSLA
5 og 6 óra barna í Reykjavík
Brúðuleikhús og
kvikmyndasýning
Lögreglan og Umferðarnefnd Reykja-
vikur i samvinnu við Fræðsluskrifstofu
Reykjavikurborgar efna til umferðar-
fræðslu fyrir 5 og 6 ára börn i Reykjavik.
Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar, klukkustund i
hvort skipti.Sýnt verður brúðuleikhús og kvikmynd, auk
þess sem börnin fá verkefnaspjöld. Börnin hafi meö sér
liti.
Fræðslan fer fram sem hér greinir:
4. - 5. júni 6 ára börn 5 ára börn
Fellaskóli 09.30 11.00
Vogaskóli 14.00 16.00
6.-7. júni
Melaskóli 09.30 11.00
Austurbæjarskóli 14.00 16.00
8. - 12. júni
Hliðarskóli 09.30 11.00
Langholtsskóli 14.00 16.00
13.-14. júni
Breiðagerðisskóli 09.30 11.00
Arbæjarskóli 14.00 16.00
15. - 18. júni
Álftamýrarskóli 09.30 11.00
Laugarnesskóli 14.00 16.00
19. - 20. júni
Fossvogsskóli 09.30 11.00
ÆfingadeildK.í. 14.00 16.00
21. - 22. júni
Hvassaleitisskóli 09.30 11.00
Breiðholtsskóli 14.00 16.00
Lögreglan
Umferðarnefnd Reykjavikur
Viðlagasjóðshús i Keflavik við afhendingu. — Ljósmyndir: WibeLund
Og hér eru konurnar að skoða eldhúsið, og brosið bendir til þess, að
þeim falli það vel i geð.
Viðlagasjóðshúsin:
Gerið svo
vel og
gangið inn
FYRSTU viðlagasjóðshúsin, sem
við höfum fengið frá Norðurlönd-
um, til þess að bæta úr brýnni
húsnæðisþörf Vestmannaeyinga,
eru nú risin af grunni, en mörg
fleiri verða sett saman næstu
vikur, i ýmsum byggðarlögum.
Að sjálfsögðu eru þetta ekki
hús, sem láta mikið yfir sér, en
vandlega voru valdar þær gerðir
slikra húsa sem taldar voru henta
islenzku veðurfari, og það er von
manna, að þau reynist vel, þrátt
fyrir öll votviðri hér sunnan
lands.
Hið innra eru þau smekklega úr
garði gerð og ö 11 u sem haganleg-
ast fyrir komið, svo að rýmið nýt-
ist vel og notalegt sé að búa i
þeim.
ÞRJÚ FYRIRTÆKI AÐ SJÁ
DAGSINS LJÓS Á DALVÍK
— Það er heilmikið að fara af
stað hér i byggingamálum. Senni-
lega aldrei verið byggt meira, á
einu ári, en útlit er fyrir að gert
verði núna. Búið mun vera að
veita lóðir undir ein 8 einbýlishús
og tvö raðhús með 11 ibúðum. Þá
er að fara af stað þessa dagana,
bygging heimavistar fyrir gagn-
fræðaskólann, sem boðin var út
núna i byrjun mai. — Þetta sagði
Hilmar Danielsson sveitarstjóri á
Dalvik, i viðtali við Timann 28.
mai s.l.
Fram kom i viðtalinu, að þrjú
fyrirtæki eru annað hvort i þann
veginn að fara af stað eða eru
þegartekin til starfa, — lagmetis-
verksmiðja, gluggaverksmiðja
og saumastofa. Lagmetisverk-
smiðjan er á vegum Söltunarfé-
lags Dalvikur, og er um þessar
mundir verið að vinna að bygg-
ingu efri hæöar nýrrar 600 fer-
metra byggingar, sem er ætluð
fyrir þessa verksmiðju. Langt er
komið byggingu gluggaverk-
smiðjunnar, en hún á að fram-
FRÍMERKI — MYNT|
Kaup — sala
Skrifið eftir ókeypis
vörulista.
Frímerkjamiðstöðin
Skólavörðustíg 21 A
Reykjavík
leiða plastglugga. Tekur hún
væntanlega til starfa i næsta
mánuði. Er þetta allmikið fyrir-
tæki. Saumastofan, er ber nafnið
Ýlir s.f., er nýlega tekin til starfa,
en hún framleiðir skinnfatnað
ýmiss konar (jakka. úr gærum
o.fl.), aðallega til útflutnings.
Saumastofa þessi hefur verið i
tengslum viö Gráfeld i Reykja-
vik, sem verið hefur henni innan
handar á ýmsan hátt, aðstoðað
við sölu, skaffað tæknilega þekk-
ingu o.s.frv. Fyrirtæki þetta er
sem sagt rétt farið af stað, og enn
sem komið er starfa hjá þvi að-
eins 4 menn.
Hilmar kvað nokkuð þungbúið
veður vera á Dalvik, er viö rædd-
um við hann á mánudag, en það
var allhlýtt, og hefur fariö sifellt
hlýnandi undanfarna daga, eftir
bjartviðri og svala áöur.
„Og þetta erum við
látnir keyra"
Eins og kunnugt er sótti Dalvik
um kaupstaðarréttindi i vetur, en
frumvarp þar aö lútandi hlaut
ekki afgreiðslu á þingi i vetur.
Væntanlega verður það tekið til
afgreiðslu, næstkomandi haust.
Hilmar taldi almennan áhuga
vera á Dalvik fyrir þvi, að staður-
inn fengi kaupstaðarréttindi.
Fyrst og fremst, sagöi Hilmar,
væri það óánægja með þá þjón-
ustu, sem veitt er á Dalvik nú, og
hefði sú staðreynd umfram allt
ýtt þessu máli af stað, enda þess
eðlilega vænzt, að þessar aðstæð-
ur myndu breytast, ef frumvarpið
yrði samþykkt. — Ég er vongóður
um, að viö fáum senn þessu máli
framgengt, þótt ekkert hafi reynt
á það enn, sagði Hilmar. Þess má
geta i leiðinni, að ibúar Dalvíkur
eru i dag tæplega 1.100, svo að i-
búafjöldinn ætti ekki að geta ver-
ið til fyrirstöðu.
Hilmar sagöi, að gifurlegur
húsnæðisskortur virtisí vera nú á
Dalvik. Þær tæplega 20 ibúðir,
sem nú er verið að byggja, myndu
væntanlega eitthvað leysa úr
þessum vanda, en þörf væri á
meira. Hins vegar fæst ekki
mannskapur i meiri framkvæmd-
ir af sliku tagi, þar sem skortur er
á iðnaðarmönnum á Dalvik, um
þessar mundir, og auk þess
margir bundnir við aörar fram-
kvæmdir og þá sérstaklega bygg-
ingu heimavistarinnar, sem fyrr
er getið.
Atvinna hefur verið næg á Dal-
vik i vetur, og horfur eru á, að svo
verði einnig i sumar.Það fer þó
nokkuð eftir þvi, hvernig verður
með hráefni fyrir frystihúsið á
staðnum. Verið er að ráögera að
selja annan togbátinn, þ.e.a.s.
Björgin, og hinn nýi skuttogari
Dalvikinga, sem smiðaöur er i
Noregi, er ekki væntanlegur fyrr
en um næstu áramót.
Mikil óánægja rikir á Dalvik
með þjóðvegakerfið til Akureyr-
ar. Er vegurinn i ákaflega slæmu
ásigkomulagi að sögn Hilmars, ó-
sléttur, og ekkert fyrir hann gert.
A siðasta ári var tekinn i notkun
talsvert langur kafli af nýbyggð-
um vegi, en alveg er eftir að bera
ofan á hann siðasta lagið. — Og
þetta erum við látnir keyra i mjög
slæmu ástandi, eins og er, —
sagði Hilmar að lokum.
— Stp.