Tíminn - 03.06.1973, Side 40
..
Sunnudagur 3. júni 1973.
- -
MERKIÐ SEM GLEÐUR
Hittumst i httupfélaghtu
Sólarplast
Riflaðar plastplötur á
svalir og í garðskýli
^fGeislaplastsf.
Z#1an ÁRMÚLA 23 SÍMI 82140
SGQÐI
^ J .fyrir yóúun mat
$ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSIHS
A FUNDI Verölagsráös sjávarút-
vegsins i dag varð samkomulag
um, að lágmarksverö á fiski, sem
Krakkarnir halda
hlutaveltu til að
safna handa
Hilmari
FJOGUR börn úr Melaskólanum,
á aldrinum 9 til 12 ára, hafa
undanfarnar vikur unniö aö miklu
kappi að þvi að safna munum i
hlutaveltu, sem þau ætla að halda
I skólanum á sunnudaginn
kemur.
Börnin heita Aslaug Hrund
Einarsdóttir, Kristjana Mjöll
Sigurðardóttir, Aðalsteinn
Gunnarsson og Vifill Sigurðsson.
A þessum vikum hafa þau safnað
yfir 1000 munum, þar á meðal er
fiugfar til Kaupmannahafnar,
sem þau fengu gefins, ásamt
mörgu öðru.
Allur ágóði af þessari hluta-
veltu barnanna á aö renna til
Hilmars Sigurbjartssonar, unga
mannsins, sem missti bæði hönd
og fót i slysi fyrir skömmu.
Ekkert barnanna þekkir
Hilmar eða hefur séð hann en þau
vilja öll leggja sitt af mörkum til
aö hjálpa honum, og fólk getur
aðstoðað þau i þvi, með þvi að
koma i Melaskólann á sunnu-
daginn og kaupa miða i hluta-
veltunni þeirra. Hún hefst kl.
10.00 um morguninn og mun
standa þar til siðasti miðinn er
seldur.
Stuðning-
ur frá 66
gilt hefur til 31. mai, skuli hækka
um 13% að meðaltali frá 1. júni
1973. Einstakar fisktegundir
hækka sem hér segir: Þorskur
um 14.1%, ýsa og lýsa, um 12%,
ufsi og blálanga um 8% karfi um
11%, langa um 28%, steinbitur um
9%, grálúða um 10% og aörar
fisktegundir um 13%. Verðupp-
bót, sem kaupendur greiða á linu-
fisk hækkar úr 65 aurum i 75 ara á
hvert kg. Þá var einnig ákveðiö,
að þegar slægður fiskur er isaður
i kassa i veiöiskipi og fullnægir
gæðum i 1. flokki, greiðist 8%
hærra verð fyrir ýsu og 6% hærra
verð fyrir annan fisk.
Þá hefur einnig verið ákveðið
að lágmrksverð á ýmsum kola-
tegundum, sem gilti til siðustu
áramóta, hækki um tæp 20% frá
og meö 1. júni 1973.
Gildistlmi hins nýja lágmarks-
verðser til 30. september 1973.
SAMLAGSINS OG KAUP-
FÉLAGS SKAGFIRDINGA
NÝLEGA eru afstaðnir aðalfund-
ir Mjólkursamlags Skagfirðinga
og Kaupfélags Skagfirðinga.
Tóbias Sigurjónsson, Geldinga-
i holti, form. stjórnar K.S. setti
báöa fundina og flutti skýrslu
stjórnar, en fundarstjóri á fund-
unum var GIsli Magnússon,
Eyhildarholti.
Ársfundur
Mjólkursamlagsins:
Var haldinn i Miðgarði, Seylu-
hreppi, 8.5. s.l. 1 ræðu Sólbergs
Þorsteinssonar, samlagsstjóra,
kom m.a. fram, að innvegið
mjólkurmagn til Samlagsins 1972
var 8.257.837 kg og hafði vaxið um
6,24% frá árinu á undan. Meðal-
feiti mjólkurinnar reyndist
3.799%, og hafði lækkað aðeins frá
1971.
Neyzlum jólkursalan varð
aðeins um 10% af innveginni
mjólk til Samlagsins, en 90% af
mjólkinni fór til vinnslu.
Framleiðsla Mjólkursamlags-
ins 1972 varö þessi: Skyr 65,6 tn.
smjör 147 tn., ostar 457,1 tn., og
kasein 41,6 tn.
Smjörbirgðir höföu lækkað
verulega á árinu, en ostabirgðir
aukizt nokkuð.
Heildargreiðslur til framleið-
enda á árinu 1972 voru 146,5
millj., og endanlegt verð til þeirra
fyrir mjólkina 1972, varð kr.
Framhald á bls. 39.
Bretum
NÝLEGA barst Lúðvik Jósefs-
syni, sjávarútvegsráðherra eftir-
farandi bréf, undirritað af 15
kennurum og 51 nemanda við
hagfræðideild Queen Mary
háskólans i London:
,,Vér undirritaðir starfsmenn
og námsmenn hagfræðideildar
Queen Mary háskólans i London
Framhald á bls. 39.
Sauðárkrókur er ört vaxandi bær. Fremst á myndinni er sundlaugin og nýi Iþróttaleikvangurinn.
Frá brautskráningu fyrstu stúdenta M.T. I Háskólabiói i gær. Lengst til hægri á myndinni er Arnfriður ólafsdóttir með hvlta kollinn sinn ■
fyrsti stúdentinn, sem brautskráður hefur verið frá M.T.
ÞEIR FYRSTU ÚR HREIÐRINU
159 BRAUTSKRÁÐIR FRÁ M.T,
„ Nýlega' brautskráðust fyrstu
stúdentarnir frá þeim mennta-
skóla, sem stofnað hefur verið til
af minnstri fyrirhyggju hér-
lendis, — kannski i öllum
heiminum”. Eitthvað á þessa
leið voru orð rektors Mennta-
skólans við Tjörnina, Björns
Bjarnasonar, er skólanum var
slitiö við hátiðlega athöfn og að
viðstöddu margmenni i Háskóla-
blói Við sömukathöfn
afhenti rektor nýstudentum
skirteini sin, fyrstu stúdentunum,
sem brautskráðust frá M.T. Þess
má geta i leiðinni, að fyrsti
stúdentinn, er brautskráður var
frá M.T. héitir Arnfrlður Ólafs-
dóttir, i IV. B., málakjörsviði.
159stúdentar voru brautskráðir
frá skólanum. Skiptust þeir
þannig milli deilda. Brautskráðir
voru 67 á málakjörsviði, 58 á
náttúrufræðiskjörsviði og 34 á
eðlisfræöikjörsviði. I þessum
fyrsta stúdentahóp frá M.T. eru
64 stúlkur og 95 piltar. Hæstu ein-
kunnir á hverja hinna þriggja
kjörsviða hlutu eftirtaldir
stúdentar málakjörsvið —
Hrefna Hjaltadóttir, 9.0, náttúru-
fræðikjörsvið — Guðmundur G.
Ilaraldsson ÍV-S 9.0, eðlisfræði-
skjörsvið — Halla Björg Baldurs-
dóttir ÍV-X, 9.0.
A þessu fjórða skólaári M.T.,
sem hófst þann 15. september
siðastliðið haust, stunduðu alls
682 nemendur nám við skólann.
Nemendum skólans hefur fjölgað
ört, þar sem fyrsta skólaárið
1969-70 voru þeir aðeins 195.
A samkomunni I Háskólabiói i
gær, 30. mai, flutti rektor, Björn
Bjarnason, skýrslu um störf
skólans og um úrslit prófa. Kór
M.T. söng og veitt voru mörg
verðlaun fyrir góðan náms-
árangur á stúdentsprófi. Þeir
einir skilja, hvaða tilfinning
fylgir þvi að vera loksins orðinn
stúdent, sem það reynt hafa. Og
sú tilfinning gleymist seint. Stór-
yrðin missa oft marks. Það nægir
að segja, að það var afar bjart
yfir nýstúdentunum, er þeir
gengu með hvita kollana út I slð-
degissólina. Fjögurra ára strit
við Tjörnina er að baki. All-
nokkrum áfanga er náð, —
nægum áfanga fyrir stúdentana
næstu daga og vikur, — nægur
timi gefst slðar að leiða hugann
að þeim næsta. Og I dag verður
skólaslitahóf að Hótel Borg. Vart
verða mörg skuggaskýin þar.
—Stp
Hví fór
Liv ekki í
fangelsi?
SB-Reykjavlk — Þessa
dagana er mikiö fjaðrafok I
Noregi út af stjörnunni Liv
Ullmann, sem var tekin
ölvuð við akstur I fyrra og
dæmd fyrir nokkrum dögum.
Hún fékk 21 dags skilorðs-
bundið fangelsi og 300
þúsund króna sekt. Það
finnst Norðmönnum ekki
nógu gott, þar sem venjuleg
húsmóðir hefði fengið 21
dags fangelsi og 150 þús.
króna sekt að auki.
— Hvers vegna sleppur
Liv við fangelsið? er spurt.
Læknar ungfrúarinnar fengu
sendar niðurstöður blóð-
prufunnar á sinum tima og
gáfu út vottorð um að hún
mætti ekki fara I fangelsi
vegna þess hve hún væri
slæm á taugum og það gæti
haft slæmar afieiðingar.
Það var i febrúar i fyrra,
sem lögreglan stöðvaði Liv,_
er hún var á leið heim til sin'
úr veizlu um miðja nótt. Hún
hafði drukkið dálitið af
vodka, rauðvíni og konlaki.
Vinandinn I blóði hennar
reyndist 1.33 promille, en
mesta leyfilegt magn við
akstur er 0,5 promille.
SUS fer
úr ÆSÍ
BLAÐINU barst i gær fréttatil-
kynning um að Samband ungra
sjálfstæðismanna hafi sagt sig úr
Æskulýðssambandi íslands, en
áður hafa nokkur ópólitísk sam-
tök sagt sig úr sambandinu, eins
og skýrt var frá I blaðinu i gær.
FISKVERÐIÐ
HÆKKAR Uftrt 13%
SKAGAFJÖRÐUR:
ADALFUNDUR MJÓLKUR-