Tíminn - 12.08.1973, Page 1
IGNIS
FRYSTIKISTUR
RAFIÐJAN SIMI: 19294
Hálfnað
erverk
þá hafið er
^„1
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
laxa-
stigar í
Skjálf-
andafljót
UM ÞESSAR mundir eru tll-
lögur frá Háskólaráöi
um aö komiö veröi á
fót liffræöistofn-
un i tengslum viö Há-
skóla tslands i athugun hjá
menntamálaráöuneytinu.
Þessi stofnun mun heyra
undir verkfræöi- og raun-
vísindadeild háskólans og
þeir visindamenn, sem þar
ynnu munu einnig annars lff-
fræöikennslu í háskólanum.
Auk þess mun svo ráð fyrir
gert, aö i stofnuninni gætu
vfsindamenn unniö aö eins-
tökum verkefnum og þá án
þess aö þurfa aö sinna
kennslu.
Nokkur ár eru liðin
siðan þessu máli var fyrst
hreyft innan háskólans en i
vor samþykkti háskólaráö
tillögur aö reglugerö handa
stofnuninni og sendi mennta-
málaráðuneytinu til stað-
festingar.
Sennilegt er, að stofnunin
yrði fyrst um sinn til húsa að
Grensásvegi 12, þar sem lif-
fræðiskor verkfræði- og
raunvisindadeildar hefur að-
stoðu til kennslu, þótt ekki sé
það húsnæöi til frambúðar.
HHJ
Þær kúra þarna þrjár hlið viö hliö, þvf aö þær kunna aösitja fyrir hjá myndasmið.
Blósvartar mýs gælu-
dýr í reykvísku húsi
A STRtÐSARUNUM breiddust
hér út blásvartar mýs, sem fólk
kallaði raunar rottur, og munu
hafa borizt meö farangri og vist-
um bandarfskra hermanna. Þær
voru þeim eiginleikum gæddar,
aö þær gátu hlaupið upp veggi og
jafnvel hangið neöan f ósléttu f
lofti. Þessi kvikindi vöktu óhug.
Torveldlega gekk að útrýma
þeim á striösárunum, þvi aö
verksmiðjur, sem framleiddu
efni, er til sliks voru notuö, höfðu
verið tekn.ar til annars. En aö
striðinu loknu, hurfu þær úr
sögunni, og kann hvort tveggja aö
hafa komið til, að efni til út-
rýmingar þeirra urðu aftur auð-
fengin, og svo hitt, að þær hafa ef
til vill ekki staöizt stórum rottun-
um snúning i sambýli.
En ekki eru þaö allir, sem hafa
ógeð á þessum kvikindum, og af
þvi eigum viö þessa mynd af
þeim. Við komust i kynni við
mann i Reykjavik, sem hefur
orðiö sér úti um þessar útlendu
blásvörtu mýs og elur þær i búri
sér til skemmtunar. Hann segir
að þeim sé margt til lista lagt.
Auk þess sem þær geta hlaupið
upp lóðr. veggi og hangið neðan i
lofti, ef þær geta krækt klónum i
einhverja hrufu, stökkva þær
nokkrar hæðir sinar i loft upp, og
það er iþrótt sem þær iðka meö
þeim hætti, ab stökkva mörg
stökk i einni lotu.
Og eftir á að hyggja: Eru það
ekki bara fordómar, aö blásvart-
ar mýs sé hvimleiöari gæludýr en
til dæmis hamstrar?
Líffræði-
stofnun
í undir-
búningi
Fær sennilega
húsnæði
á Grensásvegi 2
SB, Reykjavik — Bjarni
Rctursson, frctturitari
blaösins á Kosshóli i S-Þing,
tjáði blaöinu, aö þar hcföi
vcriö ntjög inikil umferö
undanfariö. Keröafólk heföi
ckki farið að koma fyrr en
mcö scinna móli, en
straumurinn væri nú meiri
cn undanfarin ár. Vegurinn
þarna uin hefur þó veriö
mjög slæinur i allt sumar, og
cr ekkerl liægt aö laga hann
vegna þurrka. Nú um
hclgina rigndi þó geysimikiö
og var þá þegar tekiö til
viö aö Itefla veginn.
Rigningin mun ekki hafa
valdið neinu tjóni, en mikið
af heyi er úti samantekið og
þarl' að þurrka það upp á
nýtt. Mikill vöxtur hljóp i
Skjálfandafljót, en stóð ekki
lengi yfir.
Eins og kunnugt er af
fréttum, er nú komin i
gagnið ný brú yfir fljótið, við
Kosshól og er hún stórkost-
leg samgöngubót.
Verið er nú að leggja nýjan
Kinnarveg, en hann er hluti
fyrirhugaðs nýs vegar milli
Akureyrar og Húsavikur.
Vegurinn er byggður fyrir fé
frá Norðurlandsáætlun og _i
sumar á hann að ná frá
Krossmel að Hjaltastööum,
sem eru liklega 4-5 km.
Næsta sumar veröur hann
sennilega kominn noröur að
fljóti aftur og þá er eftir
leiðin til Akureyrar, en all-
mikiö hefur verið gert Húsa-
vikurmegin.
Þá er veriö að gera laxa-
stiga i Skjálfandafljót, viö
Barnafoss, þannig aö lax-
gengt verði i Djúpá.A þvi
verki að ljúka i sumar, en
næsta sumar er i ráði að gera
stiga fram fyrir Goöafoss,
þannig að allt fljótið verði
laxgengt.
Borgar 150 þús. krónur á óri vegna
nómsdvalar barnanna í Reykjavfk
„ÞAÐ ER GREINILEGT, aö hús-
næöisvandamál námsmanna utan
af landi, vegna námsdvalar i
Reykjavík eru gifurlega mikil,
jafnvel enn meiri en viö áttum
von á”, sagöi Tryggvi Gunnars-
son, einn þeirra, sem staöiö hafa
fyrir húsnæöismiölun framhalds-
skólanema, í viötali viö
Timann i gær. „Þegar hafa um
150 manns látiö skrá sig hjá hús-
næöismiöluninni, sem húsnæöis-
lausa og okkur berast tilkynn-
ingar um fleiri dag hvern”.
— Þeir sem eru svo heppnir að
ná i húsnæði á annað borð verða i
flestum tilfellum að greiðá fyrir
það offjár ogviröist meðal leiga
fyrir tveggja herbergja íbúð vera
um það bil 15000 krónur, sem er
ærinn peningur fyrir tekjulitinn
námsmann, jafnvel þótt fieiri en
einn búi i ibúðinni.
— Sem dæmi um hversu náms-
dvöl í Reykjavik, getur orðiö
gifurleg fjárhagsleg byrði fyrir
fjölskyldur úti á landi, nefndi
Tryggvi bóndi norður f' landi,
sem á þrjú börn sin i skóla á
Reykjavikursvæðinu. Þessi bóndi
greiðir 150.000 krónur i húsaleigu
fyrir börn sin, þar eð þeirra eigin
sumartekjur gera ekki meira en
að standa undir fæðiskostnaði og
öðru sliku yfir veturinn. Tryggvi
sagði, að svo vildi til i þessu til-
felli, að bóndinn væri vel stæður
og gæti þvf staðiö undir þessum
greiðslum, en hitt væri augljóst
að svona fjárútlát væru ekki á
allra færi.
— Oft er málum bjargaö
þannig, aö einhverjir ættingja
viðkomandi námsmanns á höfuö-
borgarsvæöinu hlaupa undir
bagga og taka námsmanninn inn
á sitt heimili, þrátt fyrir það að i
mörgum tilfellum leyfir húsa-
kostur slikt ekki með góðu móti
og þar af leiðandi er slíkt engin
lausn.
— Tryggvi taldi einu raunhæfu
leiðina til aðleysa þennan vanda
vera þá, að byggja heimavistir
við skóla i Reykjavik að minnsta
kosti þá sem ekki ættu sér hliö-
stæður uti á landi. Benti hann á
þá fjölmörgu sérskóla, sem
aðeins fyrirfinnast i Reykjavik i
þessu sambandi eins og t.d.
Kennaraskólann, Háskólann,
Fóstruskólann, Hjúkrunar-
skólann o^fleiri, en við marga
þessara skóla eru engar heima-
vistir, þrátt fyrir það að þeim er
ætlað aö taka við námsfólki af
landinu öllu.
— Húsnæðismiðlun framhalds-
skólanema mun leggja niður-
stöður könnunarinnar á hús-
næðisþörfinni fyrir menntamála-
ráðherra og leita eftir lausn
vandans i samvinnu við hann og
ráðuneytið
-gj