Tíminn - 12.08.1973, Síða 2

Tíminn - 12.08.1973, Síða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 12. ágúst 1973. 60 MILLJÓNIR FYRIR HVERN STEIN — en verkamaðurinn fær 50 krónur ó dag Verkamaðurinn fær að slita sér til húðar fyrir Htið kaup á Geylon lfkt og vföast annars staðar Frá Ceylon eöa Sri Lanka, einsog landið heitir nú, eru á ári hverju fluttir út eðal- steinar að verðmæti sem svararmörgum milljörðum isl. kr. En þessi útflutn- inqur kemur landinu í heild að litlu gagni, þvi að einungis einn steinn af hundr. er fluttur úr landi á löglegan hátt. Spekúlantar og kaupahéðnar græða hins vegar á tá og fingri. Ceylon er eyja eðalsteinanna. Hennar er getið i Þúsund og einni nótt, þar sem hún er kölluð Serendib. Þjóðsagan segir Ceylon vera það riki, sem i bibliunni er nefnt Oftir. Þangaö lét Salómon konungur sækja rúbininn, sem hann gaf drottninginni af Saba að skilnaðargjöf. ftalski ferðalangurinn Marco Polo, sem fór um Ceylon á þrettándu öld segir, að þar sé að finna gnótt rúbina, safira, tópasa og ametysta. „Konungur þessa ey- lands hefur i eigu sinm rUbm, sem ekki á sér sinn lika að fegurð og stærð.. hann er þverhandar þykkur ... gallalaus og rauður sem eldur...” Og hér erum við nú á ferð i Ratnapura, þvi héraði eðalsteina eyjunnar, sem auðugast er ao gimsteinum, fólgnum i jörðu. Við förum um skóga með gúmmi- trjám, sem kasta skugga á holótta vegina, yfir hæðir, sem skarta fagurgrænum trérunnum, þar sem konurnar hamast við tinsluna,gegnum -hrisgrjónaakra, þar sem ungir sem gamlir ösla leðjuna önnum kafnir við að gróöursetja. En hvergi sjáum við merki námugraftrar, hvergi bregður fyrir manni á fljótsbökk unum, sem leitar gimsteina i efjunni, eins og segir á gömlum bókum. Loks sjáum við ekki annað ráð vænna en aö leita á náðir lög- regluþjónsins i Eheliyagoda. Hann hefur upp á manni, sem á hlut i einni námunni. í fylgd með honum fetum við okkur eftir mjórri slóö, þangað til við komum til dálitils þorps, þar sem ekki er annað að sjá en fáeina kofa úr leir, eina kaupfélagsverzlun og aðra, sem er i einkaeign. Svo leiðir hann okkur inn á þveng- mjóa gróðurrim þvert yfir einn hrisgrjónaakurinn og inn i skógarlund. Þar fyrir handan komum við auga á nokkrar gryfjur tiu metra á dýpt, eða þar um bil, fóðraðar með timbri, svo að leirveggirnir hrynji ekki yfir verkamennina. Þeir fylla hverja körfuna á fætur annarri meö leir og möl. Svo taka aörir við að tosa þeim upp. Tveir eiga fullt i fangi með að ausa vatni úr gryfjunni, svo að hún fyllist ekki, þvi að vatn rennur stööugt inn. Allir eru þeir forugir upp fyrir haus og hafa ekki annað klæða en mittis- skýlu. Við vatnspytt i grenndinni standa þvottakarlarnir og skola leirinn frá mölinni þvi að i henni leynast gimsteinarnir. Undir einu trénu sitja nokkrir menn og leita i mölinni, sem eftir verður á körfubotninum, eftirlitsmaður gætir þess að þeim verði ekki á i messunni. Einn hópurinn hefur disilvél til þess að dæla vatni úr gryfjunni, en annars er allt unnið með hand- afli, svo hljóðlátlega, að heyra mátti fuglana syngja i runnunum umhverfis. Það er heitt i veðri. Singalesarnir segja sjálfir, að þeir séu værukærir, en hér sjá eftirlitsmennirnir til þess að ekki sé slegið slöku við. Holdafar verkamannanna er lika eftir þvi — hvergi vottar fyrir fitu. — Eðalsteinarnir urðu til i fjöll- unum fyrir milljónum ára, segir einn námueigandanna okkur. Þegar bergið veðrast og molnar sópast gimsteinarnir niður i dal- botnana ásamt mölinni. Áður fyrr var mest leitað að gim- steinum i ánum , en nú er verð- mætustu steinana að finna niðri i dölunum tvo til þrjátiu metra i jörðu. Þangað hefur vatnið skolað þeim og svo hafa þeir farið á kaf i leirinn. — Hvernig vitið þið hvar er bezt að leita? — Fyrst þarf að athuga stjörnu- spádómana, svo að hægt sé að sjá hverjir hafa heppnina með sér. Siðan segir stjörnuspámaðurinn okkur, hvenær hentugast sé að hefjast handa við nýja námu, en áður en hægt er að byrja, verður að færa verndarvætti staðarins fórn. Rekist maður á malarlag er ekki óliklegt að gimsteinar leyr.ist undir þvi. Venjulega finnast steinarnir hver um annan þveran, rúbinar, safirar, spinellur, kattaraugu, tópasar og ametystar i einum graut. Hér finnast næstum þvi tuttugu mis- munandi tegundir. — Nú orðið verða menn lika að sækja um leyfi, áður en þeir mega byrja, skýtur lögregluþjónninn inn i samræðurnar. Menn borga 205rúpiur (um 3000 isl. kr.) og fá þá leyfi til þess að grafa fjórar gryfjur. En flestir leita leyfis- laust og það kemst sjaldnast upp um þá. Auðvitað er lika betra, að menn geri það en að þeir gangi atvinnulausirog þurfi kannski að stela sér til matar. Ekkert verkalýðsfélag Námueigandinn, sem heitir Mahatmaya býður okkur heim til sin. Heimilið er látlaust. Við tyl 1- um okkur i stól undir litskærri mynd af Búdda i þungum þönk- um. Einn sonurinn á heimilinu fer út i garð og kemur aftur meö nokkrar fagurgular kókoshnetur sem hann flettir ofan af með hnifnum sinum, svo að við getum svalað þorsta okkar með sætri kókosmjólkinni, á meðan faöir hans heldur áfram aðssgja okkur frá þeim vandkvæðum, sem gim- steinaleitinni eru samfara. Hann er eiginlega bóndi, segir hann og á dálitinn skika, þar sem hann ræktar kókoshnetur, gúmmi og hrisgrjón en konan kennir vefnað. Rikisstjórnin styrkir heimilisiðnað af þvi tagi. Venju- lega rekur hann lika nokkrar námur á landareigninni. Núna eru þær fjórar, en þeir eru lika margir um ágóðann. Einn fimmti rennur til jarðeigandans, éinn tiundi til þess, sem borgar leyfis- bréfið, og einn tiundi til þess, sem leggur til viðinn, sem náman er fóðruð með. Það sem þá er eftir rennur til annarra hlutaeigenda, sem tiðast eru sex til átta. Eigendurnír gera ýmist að vinna sjálfir eða láta aðra vinna fyrir sig. Vinnudagurinn er tólf stundir og verkamennirnir fá ekki hlut i gróðanum. Ekki alls fyrir löngu var kaupið sem svaraði 150 isl. kr. á viku en svo er kveðið á i lögum nú, að þeir skuli a.m.k. fá sem svarar rúmlega fimmtiu krónum á dag. Þar að auki fá þeir venjulega einhverja aukageta, þegar dýr- mætur steinn finnst. Ef ekkert finnst langtimum saman, kemur það fyrir, að þeir falast eftir vinnu hjá öðrum, er þeir halda að meiri heppni fylgi. Venjulega er ekki unnið i námunum nema á þurrkatimanum, svo að vinnan er árstiðabundin og verka- mennirnir eru fyrir þá sök ekki i neinu verkalýðsfélagi. Flestir stunda þeir einhverja jarðrækt. Gimsteinar á heilanum Mahatmaya fer og nær i ofur- litið knýti i skápnum sinum og lætur innihaldið i skál þar má sjá litla gula tópasa, granatstein, bláan safir og stjörnusafir. Þeir eru óslipaðir og virðast vera fremur ómerkil. Enn er ekki hægt að greina hið sexhyrnda ljósbrot i stjörnusafirnum. — Þessir steinar eru ekki verðir nema um það bil 400 rúpia, meira hefur okkur ekki áskotnazt á 13 mánuðum, segir hann og ber sig illa. Og við erum tiu um gróðann En við vorum lika sviknir um 75000 rúpiur. Við höfðum fundið fimm steina, sem voru svo mikils verðir og leyfishafinn átti að sjá um söluna en hann lét sig hafa það að skipta á þeim og verölaus- um steinum. Viörákum hann lika úr hópnum. — Kærðuð þið manninn ekki fyrir lögreglunni? — Viö gátum það ekki, þvi aö við seldum steinana á svarta markaðnum. Það gera næstum allir hér, þvi að þá sleppur maður viö skattinn. En i fyrra var komiö á fót rikisfyrirtæki, sem á að annast sölu á gimsteinunum. Samkvæmt reglunum megum við flytja inn vörur erlendis frá án þess að borga toll af þeim fyrir fjórðung þeirrar upphæðar sem við seljum fyrir. Það er sagt, að rikið ætli að opna skrifstofu i Eheliyagoda, svo að við verzlum kannski við þá i framtiðinni, þvi að kaupmennirnir blekkja okkur venjulega. Þeir koma sér saman um að bjóða ekki nema litið verð fyrirsteinana á uppboðunum. Svo halda þeir leyniieg uppboð sin á Leipzig - miðstöö heimsviðskípta Kaupstefnan f Leipzig Þýzka alþýðulýðvelcflið 2.-9.9.1973 Á kaupstefnunni í Leipzig gefst kostur á að fylgjast með helztu nýjungum alþjóðlegrar samvinnu á sviði vísinda, tœkni og viðskipta. Ferð til Leipzig er því einstakt tœki. fœri fyrir fulltrúa viðskipta og iðn- aðar að stofna til nýrra kynna og sambanda. Frjáls heimsviðskipti og tœknifram- farir er kjörorð kaupstefnunnar í Leipzig. Kaupstefnuskírteini og allar upplýsingar fáið þér hjá umboðsmönnum: Kaupstefnan Reykjavík hf. Lógmúla 5, sími 85797.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.