Tíminn - 12.08.1973, Side 8

Tíminn - 12.08.1973, Side 8
er lagað súkkulaði og geymt ámargra tonna, upphituðum tönkum, o.g er þvi siðan dælt að sælgætisvélunum, eftir pvi sem við á. Við höfum hreinlega ekki þorað annað en að brenna okkar baunir sjálfir, þvi öll breyting á vinnslunni, gæti haft i för með sér breytingar á bragði og gæðum framleiðslunnar. Hátt verð á mjólkurdufti — Baráttan við stjórnvöld er eilif Allt frá fyrstu tið, hefur iðnaö- urinn orðið að eyða orku sinni i að móta stefnu yfirvaldanna hér á landi. Er þá ekki átt við neina. sérstaka stjórnarstefnu, heldur er þetta réttindabarátta fyrir nýrri atvinnugrein, sem ekki var til fastmótuð hefð, lög eða starfs- reglur fyrir. Hér á árunum varð maöur að dvelja langdvölum i Reykjavik, til að fá vörur fyrir verzlunina eða leyfi, og fyrir súkkulaðigerðina. Sykur var skammtaður og það voru miklir erfiðleikar að fá „kvóta”, þvi ég var nýr framleiðandi og þeir sem fyrir voru fengu ekki nóg. Það varð þvi að sannfæra ráðamenn- ina um að það væri ekki nóg að þetta og hitt væri framleitt i Reykjavik. Það þyrfti lika aö hafa iðnaðarfyrirtæki á Akureyri. Þetta tókst mér, þessi barátta heíur verið með ósigrum og sigr- um á vixl. Nú stöndum við i harðri baráttu við yfirvöldin um leiöréttingu á verði á þurrmjólk- urdufti. Hættir að flytja út vegna verðlags á mjólkurdufti Viö greiðum 350% hærra verð fyrir þurrmjólkurduft framleitt hér á landi, en það er selt á til út- landa. Við seljum þetta á 49 krón- ur kilóið úr landi, en sælgætis- geröirnar verða að greiða 236 krónur fyrir kilóið. Þetta er þaö verð (49 krónur), sem erlendir aðilar greiða fyrir þurrmjólkur- duftið, meðan við greiðum 236 krónur og við megum ekki flytja þetta inn. Af þeim 33tonnum, sem notuð eru innanlands, notar Linda 20 tonn. Þetta-er þvi skattur og hefur orðið til þess að við höfum hætt öllum útflutningi og erum hættir að selja Linduvörur á Keflavlkurflugvelli og hjá Flug- félagi tslands. Við getum ekki keppt við erlenda aðila, sem greiða 49 krónur fyrir mjólkur- duftið. Aðrar sælgætisgerðir hafa farið nokkuð út i að kaupa undanrennu- duft til framleiðslu sinnar og bæta svo I það islenzku smjöri, til að auka fituinnihaldið úr 5% i 26%, eða með öðrum orðum farið i það að „búa til” þurrmjólkurduft úr undanrennudufti. Þetta hefi ég ekki lagt út i að gera, þar sem ég tel að verið sé að vinna erlendan markað fyrir okkar framleiðslu. Súkkulaði okkar hefur verið efna- greint og prófað erlendis t.d. i New York og i Texas. Þar er þetta álitin úrvalsvara i sérklassa og er seld á hærra veröi en önnur. Ég er ekki viss um að þeir kærðu sig um, að við færum að nota undan- rennu og smjör. Það væru sjálf- sagt talin vörusvik. 200 tonn af sætindum Framleiðsla okkar er um 200 tonn af sætindum á ári þar af sæl- gæti um 180 tonn. Við höfum ekki undan. Við seldum á siðasta ári fyrir um 53 milljónir króna. Mest af þessu fer til Lindu-umboðsins i Reykjavik, sem er dótturfyrir- tæki og þvi stjórnar Guðmundur Guðmundsson. Annað hliðarfyr- irtæki er svo Valprent hf. sem prentar allar okkar umbúðir, en sú prentun er mjög vandasöm og i litum, sem kunnugt er. Fram- kvæmdastjóri er Valgarður Sig- Sjálfvirkar súkkulaðigerðarvélar. Þegar súkkulaðið er tilbúið er þvl dælt með leiðslum á sérstaka gcyma, senvtaka allt aö 15 tonn af súkkulaði hver. Þar er þvihaldið heitu og fljótandi og síðan er þvi dælt að sælgætisgeröarvélunum þar. Kókóbrennsluvél. Linda er eina sælgætisgeröin, sem brennir kókóbaunirnar sjálf. Það hefur verið gert frá upphafi i Lindu og forráðamennirnir hafa ekki viljað breyta um, þar eðþaðgæti haft óheppileg áhrif á framleiösluna. Brennslan fer fram i sjálfvirkum vélum. Hluti af töflugerðarvélunum. PEZ og piparmyntur veröa til þarna og er hægt aö búa til mörg þúsund Vélpökkun á sælgæti. Pökkunarvélarnar vinna af ótrúlegum hraða og piparmyntur á klukkustund. orvggi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.