Tíminn - 12.08.1973, Side 11
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
TÍMINN
n
muna, að hér er um ránfugla að
ræða, ætlunin er að þeir veiði lif-
andi bráö, að drepa er þáttur i lifi
þeirra og eðli. Þeir kunna ekki að
afla sér fæðu á annan hátt, og ef
þeir eru sviptir veiðigleðinni, er
ekkert eftir af þessum stoltu fugl-
um, þeir eru eyðilagðir... Við
mennirnir þurfum ekki að drepa
sjálfir til að afla okkur fæðu, en
við borðum samt kjöt. Munurinn
er sá, að við fáum aðra til að
drepa fyrir okkur. En eru venjur
okkar þar fyrir nokkru betri eða á
siöferðilega hærra stigi en rán-
fuglanna? spyr Schmidt...
Þaö er raunar ekki ódýrt að ala
75 rán fugla. Schmidt þarf að
greiða um 1600 kr. fyrir hvern
máv, sem hann notar i sýningum
sinum, svo jafnvel ernirnir fá
ekki máv i hversdagsmatinn.
Samtals ver Schmidt um 1.600.000
kr. á ári til fuglanna sinna, og
mikill hluti af þessu fé fer í mat.
Þar á meðal 120.000 nýklakta
kjúklinga, 6000 fullvaxna
kjúklinga, 2000 krákur, sem hann
veiðir sjálfur i snörur, 500 ketti,
sem Schmidt fær hjá fólki, sem
annars hefði látið lóga dýrunum á
annan hátt, um 75 kálfa (en þeim
er slátrað fyrirfram!) og loks
heilmikið af slösuðum og særðum
rádýrum úr skógum Bæjara-
lands. Þetta virðist kannski vera
ógrynni matar, en við verðum að
minnast þess, að hver örn inn-
byrðir auðveldlega yfir 10 kiló af
kjúklingum á dag....
Herbert Schmidt hugsar vel um
fuglana sina. Allt er hreint og
snyrtilegt á bænum hans, fugl-
arnir fá ferskt vatn og reglu-
bundnar máltiðir. Til þessa hafa
sjúkdómar nær aldrei herjað á
ránfuglana. — Þeim liður alltof
vel til að þeir veikist, segir
Schmidt. Hann visar til heimildar
um að ránfuglar, sem búa i slikri
einangrun, nái um tvöfalt hærri
aldri en ættingjar þeirra úti i
náttúrunni.
Oll fjölskyldan tekur af áhuga
þátt i að hugsa um fuglana. Frú
Schmidt annast miðasölu á viku-
legum sýningum, og börnin Fálki
Þórólfur (fimm ára), Heike
Kristin (sjö) og Siw Kersten
(átta) hjálpa pabba sinum að
fóðra fuglana og taka til hjá þeim.
Schmidt segist hafa valið norræn
nöfn á börn sin meö vilja — þvi
Norðurlandabúar hafi frá fornu
haft tilfinningu og samband viö
þessa stóru fugla, sem honum eru
svo nákomnir.
Schmidtfjölskyldan lifir sam-
stilltu lifi i stóru veiðihúsi, og
ferðir Herberts meö erlendum
veiðiflokkum tryggja fjárhaginn
langt fram i timann. Liti menn
gagnrýnisaugum á fuglahald
hans og sýningarnar, fara þeir
villir vegar. Hertbert Schmidt
neyðist ekki til að skrapa saman
peninga með þvi að láta rán-
fuglana sýna listir sinar. En hon-
um finnst skemmtilegra að láta
aðra taka þátt i hinni fornu list
fálkatemjarans, honum finnst
það vera þáttur i þvi að viðhalda
sambandinu við náttúruna.
(Þýtt og endursagt SJ)
Fuglatemjarinn Herbert Schmidt með örn á hand-
leggnum. Hvorki hundurinn hans né börnin óttast
þennan stóra ránfugl. Venjulega forðast ernir fólk,
segir Schmidt.
Starf verzlunarstjóra
Kaupfélag Vopnfirðinga vantar verzlun-
arstjóra i aðalverzlun sina, sem er nýleg
kjörbúð.
Góð starfsreynsla eða verzlunarmenntun
nauðsynleg. Höfum 3ja herbergja ibúð.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum
um fyrri störf, sendist til kaupfélagsstjór-
ans Halldórs Halldórssonar Vopnafirði.
liR OG SKARTGRIPIR
KORNELlUS
JONSSON
SKÖlAVÖRfSJSTlG 8
BANKASTRÆTI6
18586-18600
Ármstrong
KORKO
GOLF
LOFTPLÖTUR
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Suðurlandsbraut 6
HERRADEILD
SÍMI 21-400
TERYLENE
nrföt
í NÝRRI
FATA-
DEILD
Gefjunnrfnt
í glæsilegu
litnunli