Tíminn - 12.08.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 12.08.1973, Qupperneq 13
Sunnudagur 5. ágúst 1973. TÍMINN 13 Verðlaunaafhending í B. flokki gæðingakeppninnar. Þorkell St. Ellertsson, formaður mótsnefndar afhendir verðiaunin. Verðlaunahestarnir eru frá vinstri, Glófaxi, Ásmundar Þórissonar Jaðri, knapi eigandi. Glói, Ólafs Jónssonar Urriðavatni, knapi Þorsteinn Egilsson og sá sem stóð efstur var Náttfari frá Fornustekkum, eigandi Sigrún Einarsdóttir, knapi Guðmundur Jónsson. spjaldadómum og þótti mönnum stundum, sem ekki væri nákvæmninni fyrir að fara hjá dómurunum. Nauðsynlegt er að fræða dómara betur um dómstig- ann, þvi alltof mikið ósamræmi er enn i einkunnum milli dómara eða eins og Jón Guðmundsson á Reykjum i Mosfellssveit orðaði það: „Dómarastétt þarf að myndast, en það verður ekki fyrr en eftir 5-10 ár. Nú koma menn inn og detta út, þvi menn hafa ekki komizt inn i kerfið”. Ekki verður svo skilið við þessa dóma að ekki sé tekið til umræðu eitt atriði, er alltaf virðist ætla að loða við hestamannamótin og er það skipulagsleysi. Það getur tæplega vakið traust áhorfenda og sýnenda á dómnefndinni, þeg- ar verið er að auglýsa eftir mönn- um til dómnefndarstarfa, þegar dómar eiga að hefjast eins og átti sér stað á Iðavöllum og drógust gæðingadómar um hálftima vegna þess að verið var að leita að dómara. Bezti alhliða ganghesturinn var valinn Skúmur i Stórulág, Horna- firöi, eig. Sigfinnur Pálsson, Stórulág og hlaut 8.84 i einkunn. Annar varð Svipur á Jaðri, "Suðursveit, eign Ingimars Bjarnasonar, Jaðri, með 8,70 i einkunn og þriðji Gustur eig. Gunnar Egilsson, Egilsstaða- kauptúni og halut hann 8,48 i eink- unn. 1 flokki klárhesta með tölti stóð efstur Náttfari frá Fornustekk- um, eign Sigrúnar Eiriksdóttur, Höfn, Hornafirði og fékk 8,56 i einkunn. Annar varð Glói Ólafs Jónssonar, Urriðavatni með 8,40 i einkunn og þriðji varð Gló- faxi eign Asmundar Þórissonar Jaðri og hlaut 8,22 i einkunn. Tvö íslandsmet A mótinu fóru einnig fram kappreiðar og var þátttaka_ i þeim góð. Hestarnir voru flestir af Austurlandi, nema hvað nokkrir voru frá Laugarvatni og Sigur- björn Bárðarson, Reykjavik, kom með fjóra hesta til keppni en segja má að þeir Þorkell Bjarna- son á Laugarvatni og Sigurbjörn hafi sótt gull i greipar Austfirð- ingum, þvi tveir fyrstu hestar á skeiði voru frá Þorkeli og Sigur- björn sat fyrsta hest i öllum hin- um hlaupunum nema brokki. Fyrst i skeiði varð Hera frá Laugarvatni, eig. Þorkell Bjarnason og knapi Bjarni Þor- kelsson, á 26,5 sek, annar Sindri frá Laugarvatni, eig. Þorkell Þorkelsson, og knapi Þorkell Þorkelsson á 26,7 sek og þriðji Léttir frá Egilsstöðum, eig. Björn Hallgrimsson og knapi Ragnar Hinriksson, á 27,6 sek. Öðinn, Harðar G. Albertssonar úr Reykjavik sigraði i 250 m stökki (folahlaupi) á 18,9 sek. knapi öðins var Sigurbjörn Bárðarson. Annar varð Kolbeinn á 19,3 eig. Friðrik Sigurjónsson, Fornustekkum, knapi Magnús Armannsson og þriðja varð Nös, Jóns ólafssonar, Urriðavatni, á 19,9 sek. 1 300 metra stökki sigraði hinn kunni hlaupahestur Hrimnir, Matthildar Harðardóttur, Reykjavik á 22.2 sek. Knapi var Sigurbjörn Bárðarson. Annar varð Glói á 22,8 sek.Eig. Ólafur Jónsson Urriðavatni, knapi Sævarr Pálsson og þriðji Skjóni, 23,6 sek. Eig. Jarþrúður Þóris- dóttir Jaðri. 1 800 metra stökkinu setti Stormur, Harðar G. Albertssonar nýtt tslandsmet hljóp á 61,9 sek, en eldra metið á Blakkur úr Borgarnesi, sem var 62,6. Knapi var Sigurbjörn Bárðarson. Stormur er brúnn, 11 vetra frá Saurbæ i Dölum en hann á ættir sinarað rekja til Kolkóss i Skaga- firði. Annar varð Léttir og hljóp á gamla tslandsmetinu 62,6. Eig- andi og knapi Sigurður Sigfinns- son Stórulág og þriðji varð Jökull á 64,2 eig, og knapi Bjarni Hagen, Stóra-Sandfelli, Skriðdal. t 800 metra brokki var einnig sett nýtt Islandsmet og gerði það Gustur, Gunnars Egilssonar, Egilsstöðum, og brokkaði völlinn á 1,41,4 min. annar varð Stóri- Rauður á 1,52,5 min. eig. Hrafn Sveinbjarnarson en knapi Ragnar Hinriksson. Ekki er þetta i fyrsta skipti, sem sett eru tslandsmet á þess- um velli, sem sagður er góður fyrir létta hesta, þvi þar setti hinn kunni hlaupahestur Þytur Sveins K. Sveinssonar tslandsmet i 800 metra stökki á siðasta fjórðungs- móti. Einnig var gamla tslands- metið i 800 m brokki sett þarna af Þyti, Þorkels St. Ellertssonar. 100 hestar tamdir Gunnar Egilsson, flugum- ferðarstjóri á Egilsstöðum, sagði I viðtali, að mikill kippur hefði komið i menn fyrir þetta mót og hefðu um 100 hestar veriö tamdir Enn íslandsmet! EINS og segir i frásögninni af Fjórðungsmót- inu á Iðavöllum, setti Stormur, Harðar G. Al- bertssonar, íslandsmet i 800m stökki og hljóp á 61,9. Á kappreiðum, sem haldnar voru á Vind- heimamelum helgina 4. og 5. ágúst s.l. hljóp Blakkur, Hólmsteins Arasonar, Borgarnesi, 800 metrana á 61,7, en það er nýtt íslandsmet, ef það verður staðfest. Ekki eru menn á eitt sáttir, hvort aðstæður hafi verið löglegar og halda sumir þvi fram, að of hvasst hafi verið, en ekki mega vera meira en 3 vindstig, til þess að met fáist staðfest. Þess má geta, að Stormur hljóp ekki á Vindheimamelunum. Á Vindheimamelunum var einnig slegið 27 ára gamlat met Kolbaks i 350 m stökki, sem sett var á skeiðvelli Fáks 1946 og var 25,5 sek. Hrimnir, Matthildar Harðardóttur, Reykjavik, setti nýja metið, sem er 25,1 sek. Hrimnir er 11 vetra og einn bezt þjálfaði kappreiðahesturinn á íslandi. byrjunartamningu á þremur tamningastöðum hjá Hesta- mannafélaginu Freyfaxa, einnig hafa Hornfirðingar rekið tamningastöð. Gunnar kvað mik- inn áhuga vera hjá ungu fólki fyr- ir hestamennskunni og harmaði hversu litið fjölmiðlar segja frá hestamannamótum en fólk úti á landsbyggðinni hefur mikinn áhuga á hestum og þvi er þá snertir. Um spjaldadómana sagði Gunnar: „Þetta er mjög jákvætt gagnvart áhorfendum en Lands- samband hestamannafélaga þarf að gera mun meira i þvi að þjálfa dómara upp, tveggja daga nám- skeið er ekki nóg. „Framfarir engar” Ingimar Bjarnason, bóndi á Jaðri, Suðursveit hafði þetta um hlut þeirra Hornfirðinga i mótinu að segja. „Mér finnst þetta engin framför af okkar hálfu, við sýn- um nú afkvæma hryssur og þaö er nýtt en þetta eru ekki betri hross heldur en við höfum haft”. Um ræktun þeirra i Hornafirði sagði Ingimar: „Þó deilt hafi verið um hvort þeir hestar, sem við höfum fengið, hafi getið gott af sér, þá er ég þeirrar skoðunar að þeir hafi bætt hrossin okkar. Ég get t.d. nefnt Svip minn, hann er undan Svip frá Akureyri og hryssu frá Jaðri. Utanaðkomandi hestar hafa lagt mikið til og það hefur ekki komið niður á hinum fræga vilja”. Hafa mætti mörg orð um kynbótahrossin þó ekki verði gert meira af þvi hér. Þess má geta að þetta er fyrsta fjórðungsmótið, sem haldið er eftir að ný búfjár- ræktarlög voru samþykkt en með þeim voru verðlaun kynbóta- hrossa stórhækkuð. Á þessu móti voru samtals greidd 340 þúsund i verðlaun til kynbótahrossa skv. búfjárræktarlögum. Ekki er ósennilegt að eitthvað megi sjá af austfirzkum hrossum i fremstu röð á næsta landsmóti, er haldið verður á Vindheima- melum næsta sumar. Tryggvi Gunnarsson. Þessir hestar urðu efstir í A. flokki gæðinga. Frá vinstri Gustur, Gunnars Egilssonar. Knapi eigandi, Svipur Ingimars Bjarnasonar Jaðri, knapi Bjarni Þorkelsson og Skúmur, Sigfinns Pálssonar, Stórulág, knapi eigandi. Það var Skúmur, sem sigraði I keppninni. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra hefur sýnt hestamennsku og hrossarækt mikinn áhuga og lét sig ekki vanta á hestamannamótið á Iðavöllum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.