Tíminn - 12.08.1973, Qupperneq 16
14
TÍMINN
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
IlÍÉItÍI
Sólaóir
, HJÓLBARÐAR *
TIL SÖLU j
FLESTAR
STÆRÐIR
FÓLKSBÍLA
ARMULA 7
Ingólfur Davíðsson:
Undir Eldfjalli
Ferðamannahópur til Heima-
eyjar, 20 minútna flug frá
Reykjavik. „Glóðarfell” hætt að
gjósa. í dag, 2. ágúst, er réttur
mánuður liðinn siðan kempurn-
ar Hlööver og Þorbjörnsigu nið-
ur i eldgiginn og lýstu fjörbrot-
um hans lokið. Eldleðjan þá
oröin að hellu á botninum, en
hliðar gigsins enn ærið heitar.
Sagði ég Glóðarfell? Mér er það
tamt, en æ, nú man ég eftir þvi,
að virðuleg, opinber nefnd hefur
ausið það vatni. Eldfell skal
hróið heita. Það slagar hátt upp
i Helgafell aö hæð. Nú liggur
þokukápa á báðum fellunum, en
kyrr er hún ekki. Vindurinn
leikur sér að þvi aö lyfta kápu-
földunum upp fyrir höfuð fell-
anna og leysa þau stundum upp
i iðandi þokuryk. —
Þúsundþjalasmiöurinn Hlöö-
ver sækir mig á flugvöllinn á
jeppanum sinum græna, sem
allir Eyjaskeggjar þekkja.
Hann ekur mér um hraunið og
eyjuna þvera og endilanga og
sýnir mér bæði ummerki
„Laka” og varnarstrið mann-
anna, sem skjótt hófust handa
að græða foldarsárin og virðast
ætla að sigra.
Á Saltabergi liggja nýveiddir
lundar á gólfi. Þeir fara brátt i
saltpækilinn, siðar i reykhúsið
og ljúka tilveru sinni i lystugum
munni og maga Reykvikinga.
Unglingar voru að veiðum i út-
eyjum og mátu það meir en ball
eða bióferð. Hér slangra ekki
iðjulausir unglingar um göturn-
ar, tautandi „hvaö á ég að
gera?”
Fyrir stórum glugga á Salta-
bergi hangir sérkennilegt
gluggatjald. Það er grænt fiski-
net með ýmsum gjöfum hafsins
i, t.d. skarta þar hremmilegir,
meir en handarstórir krabbar,
kuðungar, krossfiskar, igulker,
þari og fiskar. Sagt er að sumir
kvenmenn hrökkvi við ef þeim
verður óvænt litið á netið i
rökkri! Svona gluggatjald
mundi sóma sér prýðilega á
hóteli, sem hefði margs konar
rétti úr sjófangi upp á aö bjóða.
Þetta Saltabergsgluggatjald
hefur verið bæði „litmyndað og
kvikmyndaö”. Þótt stinnur
austankaldi væriá flugvellinum
var logn niðri i kaupstaðnum.
Fyrir þvi hefur' eldþursinn
mildilega séð, meö þvi að róta
upp mikium varnarvegg úr
hrauni allt niður að höfn og
Heimakletti, en lengra rann
hraunið ekki sem betur fór. „Ég
skal passa höfnina”, kvað Ar-
sæll hafa sagt i draumi. Og
höfnin hefur raunverulega batn-
að og er kyrrari en áður. En hún
hreinsar sig ekki lengur, svo
ieiða verður skólp úr bænum út
fyrir i framtiðinni.
Ég stóð lengi á hlaðinu á
Saltabergi og sá gufureykina
stiga upp úr hrauninu og taka á
sig ótal myndir, sikvikar og
breytilegar. Gufan stigur upp úr
sprungum og kötlum, þvi aðeins
yfirborö hraunsins er kólnað, en
varla er mjög djúpt enn þá á
glóö niðri i djúpunum. Kvikandi
gufan og þokubólstrarnir um
fellin væri sannarlega veröugt
viöfangsefni góöra málara.
Ekki vantar heldur margvis-
lega liti i hrauninu. Það er dökkt
yfir þvi álengdar að sjá, en
þegar út á hrauniö kemur blasa
við brennisteinsgulir, ryðbrún-
ir, rauöleitir, ljósir og dökkir lit-
ir. Hraunið er ákaflega úfið
apalhraun með hvössum strýt-
um, hólum, lægöum og kötlum,
og grjótið er enn þá egghvasst,
laust i sér og óveörað, varasamt
að ganga á. Miklu vatni var dælt
á hraunið til kælingar, eins og
alkunnugt er og leiðslur lagöar
langt upp á það. Þá var jafn-
framt ruddur slarkandi biifær
vegur upp i hraunið og njóta
ferðamenn þess. Einnig er hægt
að ganga upp að gignum, a.m.k.
i fylgd kunnugra manna. ömur-
legt er um að litast við hraun-
jaðarinn. Upp úr öskudyngjunni
þar, sem færði mörg hús i kaf,
stiga lika gufustrókar hér og
þar, ekki sizt þar sem hús eru
undir. Þau verka sem strompar.
Þarna sér á topp á flaggstöng
upp úr öskunni, og ögn fjær sér á
þak og lengra burtu standa hálf
húsin upp úr. Viö komum lika að
djúpum skurði og streymir mik-
il gufa upp úr honum,þeim meg-
in sem að hrauninu snýr. Hvers
vegna var skurðurinn grafinn?
Jú, hann á aö veita gufunni burt
frá byggðinni og virðist gegna
hlutverki sinu sæmilega.
lieimaeyer öll gerö af gljúpu
hrauni og leggur gufuna i gegn,
lengra og lengra vestúr á bóg-
inn, ef ekkert er að gert. Ekki
hafa Vestmannaeyingar misst
kjarkinn þrátt fyrir hamfarir
eldsins. Um 300 manns með
30—40 bila vinna dag og nótt að
hreinsun bæjarins og veröur vel
ágengt. Nú var t.a.m. byrjaö að
hreinsa kirkjugarðinn, en þaö er
an við bæinn. Borinn var á tilbú-
inn áburður. Sáðlandið er viðast
orðið grænt yfir aö lita. Bezt
hefur sprottið i lægöum og
slökkum, þar sem raki er mest-
ur. Vitanlega er þetta gisið gras
og smávaxið enn þá. Hér og
hvar, einkum þó á hryggjum,
eru blettir og rákir, þar sem
sáðgrasiö er vesaldarlegt, grá-
gulleit á lit. Aska getur verið
eitthvað misjöfn, en aöalastæð-
una fyrir vanþrifum hygg ég
vera þurrk eöa hreyfingu á
lausri öskunni. Askan þornar
mjög fljótt efst, jafngróf og hún
er. Sums staðar hafði fræiö litt
eða ekki spirað, sennilega af
þurrki. En að jafnaði tel ég ár-
angur sáningarinnar vonum
betri. Verður fróðlegt að sjá
hvernig sáðgresiö lifir veturinn,
eftir þessa virðingarverðu til-
raun að sá i sökuna. Breiður af
blómgaðri sóley, vöxtulegir
njólabrúskar og toppar af vall-
humli stóðu viða upp úr öskunni
og vitanlega melgrasið. Bauna-
gras meö bæði blómum og
baunum á Breiöbakka — og viða
skartaöi baldursbráin. En
frænka hennar gulbráin bar
óeðlilegan litblæ. Einhver
mengun var i henni.
Við Hlöðver gengum allviða
um garðana. Hrislurnar standa
viðast berar og visnar, a.m.k.
ofan til. Neðst er byrjað að vaxa
lauf úr brumum, einkum á viði
og ribsi. Birkið virðist dautt. Við
Hólaveg sá ég á einum stað al-
laufgaðan, lágan brekkuviöi-
runna. Grænir sprotar koma út
úr alaskaösp. Fjölæru garð-
blóminhafa þolað öskufallið vel
og virtust nú hin frisklegustu
langflest, t.d. viö Hólaveg, en
þar mun hafa verið hreinsað
fremur snemma. Viö Hásteins-
götu var kona úti 1 garði að
hyggja að blómum sínum. Þar
var mokað seint, en samt voru
ýmis blóm aö lifna, likt og
snemma á vori, og brum að opn-
ast neðst á hrislum. Talsvert af
viöi og ribsi og jafnvel rósum
mun lifa og endurnýja sig, en
bezt mun vera að taka upp birki-
og reynihrislur og gróðursetja
ný tré að vori, og nú er betra
skjól i bænum en áöur. Vfðiteg-
undir t.d. brekkuviðir og viðja
munu hæfa vel ásamt birki og af
runnum ribs, gljámispill, rósir,
birkikvistur o.fl. tegundir. Há-
vaxin tré eiga hér naumast
heima. Ekki þarf aö hafa á-
hyggjur af fjölæru blómunum,
þau spjara sig auðsjáanlega, og
sumarblómin virðast þrifast
eins og áður og stóðu i blómi að
venju. Þetta viröist allt betra en
búast mátti við, þegar allt var
svart af ösku. Mörg hús hafa
eyðiiagzt og mörg skemmzt, en
talið mun vera aö um 700 hús
séu, eða verði gerð, ibúðarhæf
aftur. Sem betur fór var hin suð-
ræna tizka ekki búin að ná mikl-
um tökum hér. Þau hefðu varla
þolað öskuþungann. Og viðast
hvar leka þau, þrátt fyrir full-
yrðingar og vonir um örugg
þéttiefni! Slagviðrin islenzku
láta ekki að sér hæða. Vest-
mannaeyjakaupstaður ris upp
úr öskunni skjólsælli og með
betri höfn en áður.
seinlegt verk og vandasamt.
Flutningabilarnir aka allan
sólarhringinn. Askan fer i flug-
völlinn og i undirstöðu nýs
byggðahverfis. Helgafell fær
hér eftir að vera I friði. Viða má
sjá smiði, rafvirkja, pipulagn-
ingamenn o.fl. verkamenn aö
vinnu. A einum stað mokuöu
tveir skipstjórar ösku af mesta
dugnaði. Þaö er sannarlega tek-
ið til höndunum viö endurreisn-
arstarfið.
Sjálfboðaliðar taka þátt i
starfinu. Núna munu þeir vera
50—60, flest Noröurlandamenn,
en einnig Þjóðverjar og Suður-
landabúar og jafnvel Austur-
landamenn, einn sýndist mér
vera frá „meginlandinu
myrka”, Afrfku.
Sumir sjálfboðaiiðarnir
syngja eða raula við verkið
vinnusöngva frá heimkynnum
sinum, t.d. hlustuðum við á sjö
stúlkur i einum vinnuhópnum.
Þær unnu sannarlega sleitu-
laustá meðan. Sjálfboöaliðarnir
fá, held ég, einhvern ferðastyrk
og dálitla vasapeninga — og að
sjálfsögðu fæði og húsnæði,
hlíföarföt aö láni, a.m.k. sumir,
mér sýndust nokkrir i slökkvi-
liðskápum. Það er rætt og ritað
um ösku og öskufall, en raunar
likjast gosefnin lausu meira
grófum sandi, enda var fyrrum
stundum talað um sandfall i
sambandi við eldgos.
Bræöslumökk lagði i loft upp
við höfnina, þeir munu hafa ver-
iðaö bræða spærling. Um kvöld-
ið sáust ljós i þó nokkrum hús-
um, Vestmannaeyingar eru
farnir að koma og dytta að hús-
um sinum.
Skólinn er hin mikla miðstöð
bæjarins. Uppi á lofti eru
stöðvar visindamanna og
stjórnunar, en á neðri hæðinni
er séð fyrir munni og maga, þar
er stórt möguneyti, sjálfsaf-
greiðsla, matur mikill og góöur.
Það væri tilvalið rannsóknar-
efni fyrir mannfræðing að at-
huga þar hinar margvislegu
manngerðir við matborðið. Hér
liður okkur vel, heyröi ég
nokkra sjálfboöaliða segja, við
gerum gagn, og svo er þetta allt
hreinasta ævintýri. tsland er
furðulegt land, hrjóstrugt, en þó
heillandi — og svo hraunið og
eldurinn! Okkur skortir orð til
að lýsa þvi. Hér er maöurinn lit-
ill en náttúran voldug. Erindi
mitt til Eyja var raunar fremur
að athuga gróðurinn en mann-
lifið. Við flugvöllinn féll nokkur
aska, en þó ekki mjög mikil. Þar
eru allstórar breiður af háliða-
grasi og virtust hinar grósku-
legustu og hafa ekki látið á sjá.
Mun reynt að hagnýta þaðan
fræ i haust. Ekki leit gróður-
vænlega út niðri i bænum, þegar
allt var hulið ösku, sums staðar
jafnhátt girðingunum og sums
staðar langt upp á hús. Var ekki
þess að vænta að allur gróður
dræpist? Nei, sú hefur ekki orð-
ið raunin. Mosi hefur að visu
hvar vetna horfið, reynsla er
fyrir þvi, að hann þolir ekki
mikið ryk. Byrjaö var að
hreinsa garða og grasbletti um
miðjan júni, en mest unniö að
þvi i júli og fram á þennan dag.
Grasblettir, sem mokað hefur
verið ofan af fyrir nokkru, eru
nú skrúðgrænir og sér engin
mengunarmerki á grasinu.
Sáð var grasfræi, aðallega
túnvingliog einnig höfrum fyrir
rúmúm mánuði. Sáð var i land,
sem búið var að hreinsa nokk-
urn veginn viðs vegar um bæ-
inn, og einnig i sjálfa öskuna of-