Tíminn - 12.08.1973, Síða 18
V í
18
tMínn
„.SW; Jíf»Sís .SJ ►!.,(» ,{la
Sunnudagur 12. águst 1973.
MnMM i\i1 M01 Verðjöfnunarsjóður
/iricnn oy vviðivFni vöruflutninga
Eitt grundvallaratriðið i stefnu
núverandi rikisstjórnar er aö
auka jafnrétti þegnanna.
Byggðastefnan er þáttur þessar-
ar jafnréttisstefnu, og eitt merk-
asta nýmælið d þvi sviði er sam-
þykkt siðasta Alþingis um verð-
jöfnunarsjóð vöruflutninga. Fólk-
ið úti á landsbyggðinni býr við
miklu hærra og óhagstæðara verð
á nauðsynjum sinum en þeir, sem
búa á mesta þéttbýlissvæði lands-
ins. Sanngirnismál er, að rétta
þarna hlut landsbyggðarinnar.
Gisli Theódórsson, aöstoöar-
framkvæmdastjóri Innflutnings-
deildar StS, ræddi þessi mál i út-
varpið si. mánudagskvöld. Kom
fram i máli Gisla, að hér er um
talsvert vandasamt mál að ræða.
og kann greiðslufyrirkomulag úr
verðjöfnunarsjóöi að reynast
talsvert flókið, ef ekki á aö bjóða
heim stórfelldum sviptingum i
flutningamdlum landsmanna og
forðast bera ð sjálfsögðu, að hinn
nýi verðjöfnunarsjóður geti leitt
til verulegrar hækkunar d
heildarflutningskostnaði vöru-
dreifingarinnar i landinu. í erindi
sinu sagði Gisli Theódórsson
m.a.:
,,h>að hefur lengi verið mikið
áhugamál þeirra, sem skilning
vilja hafa á þjóðhagslegu mikil-
vægi dreifbýlisins, að fólkiö, sem
þar býr og starfar fyrst og l'remst
að undirstöðuatvinnuvegum
þjóðarinnar, njóti sömu kjara við
kaup d nauðsynjavörum sinum og
þeir, sem búa f Reykjavik og ná-
grenni.
En svo sé,fer viðs fjarri. Mér er
ekki grunlaust um að margir
Reykvikingar og þeir, sem búa á
Stór-Reykjavikursvæðinu, telji
verðmismun d verzlunarvörum
hér og úti á landsbyggðinni mjög
óverulegan, ef þeir hafa þd yí'ir-
leitt nókkuð hugleitt þetta vanda-
mái, en mér er nær að halda að
neytendur hér hrykkju heldur illa
við, ef þeir þyrftu allt i einu að
greiða fyrir t.d. pakkavöru, til
viðbótar þvi verði sem nú gildir i
verzlunum hér, 5 krónur og 20
aura fyrir kólóið, eins og það er
dýrara á tsafirði, 4 krónur á
llúsavik, 5 krónur og 50 aura á
Reyðarfirði o.s.frv. og e'r þá mið-
að við flutning með bilum. 'Að
sjálfsögðu eru flutningsgjöld
ódýrari með skipum, en um leið
dýrari með flugvélum, sem oft
verður að gripa til og mun ég
koma að þvi siðar.
Nauðsyn jafn<
réttis þegnanna
Skilningur fyrir nauðsyn jafn-
réttis þegnanna á þessu sviði er
þó fyrir hendi og má nefna
bensin, oliur og tóbak og að veru-
legu leyti einnig áburð og land-
búnaðarafurðir, þar sem verð-
jöfnunarsjóðir hafa lengi jafnað
metin. Eftirlit og skipulag flutn-
inga á þessum vörum er þó
tiltölulega einfalt i framkvæmd,
þar sem það er i höndum fárra
aðila og þvi ólikt við að jafna ef
horft er hins vegar til innflutn-
ings- og innanlandsframleiðslu
almennra neyzluvara.
A Alþingi hafa þessi mál oft
borið á góma og i lok siðasta
þings var samþykkt þingsályktun
um stofnun verðjöfnunarsjóðs
vöruflutninga og bætt skipulag
þeirra flutninga, eins og það er
orðað. Var kosin 5 manna milli-
þinganefnd til að fjalla um málið,
en þingsályktunin, sem er i fjór-
um liðum er æði viðtæk og
augljóst er að nefndin hefur
þarna fengið mjög vandasamt
verk að vinna, þar sem málið
snertir ekki aðeins neytendur,
seljendur og dreifendur, heldur
einnig og jafnvel ekki siður fram-
leiðendur og flutningaaðila.
Flutningar með
skipum
Sú var tiðin hér áður fyrr, að
skipafélögin tóku vörur erlendis á
svokallaðri gegnumgangandi
fragt og var þeim þá oft skipað
upp hér i Reykjavik og siðan
fluttar áfram með öðrum skipum
út á land, flytjanda að kostnaðar-
lausu. Með versnandi afkomu
skipaféiaganna féll þessi þjón-
usta niður i þessu formi en i stað
þess teknar vörur til flutn-
ings beint á hafnir innanlands,
þegar og þar sem þvi verður við
komið. A þessu eru þó ýmsar
hömlur og vandkvæði, þar sem
skipafélögin hafa séð sig neydd til
að lakmarka þennan flutning við
ýmist fáar stærri hafnir og lág-
marksmagn.eða hvort tveggja og
hafa þvi flestar minni hafnirnar
orðið að mestu af þessari þjón-
ustu. Erfið hafnarskilyrði viða
um landið og iðulega rysjótt
tiðarfar hefur valdið skipafélög-
unum miklum kostn. og oft á tið
um tjóni enda getur það varla
talizt hagkvæmt að nota stór og
dýr millilandaskip til flutninga á
smávörusendingum umhverfis
landið. t>ó er þetta gert og má t d.
nefna, að Sambandsskipin komu
1297 sinnum á 55 hafnir hér
innanlands á s.l. ári.
Hjá sambandinu höfum við
undanfarin ár flutt vörur frá lag-
erum okkar hér i Rvik, i sér-
stökum meisum eða grindum,
sem auk þess að fara betur með
vöruna og koma i veg fyrir að
hún glatist, hefur stuölað nokkuð
að lækkun flutningsgjalda. Allar
þessar og slikar ráðstafanir hafa
þó aðeins lækkað að litlu leyti
heildardreifingarkostnaðinn út
um landsbyggðina, þannig að all-
ur vandinn verður ekki leystur á
þennan hátt og raunar vex hann
með sihækkandi flutningsgjöld-
um.
Það er augljóst að hvernig svo
sem nýtt verðjöfnunarkerfi kann
að verða uppbyggt, mun það
valda ágreiningi og jafnvel
árekstrum, þar sem um yröi að
ræöa — i fyrsta lagi tilfærzlu á
hluta flutningskostnaðarins frá
dreifbýlinu yfir á þéttbýlið og i
öðru lagi hugsanlega einhverja
röskun á flutningakerfinu i land-
inu, þ.e.a.s. á milli skipa-,
flugvéla- og bilaflutninga. Gera
verður ráð fyrir, að almenningur
hér á Stór-Reykjavikursvæðinu
fallist almennt á þá sjálfsögðu
réttlætiskröfu, að allir landsmenn
sitji við sama borð hvað vöruverð
snertir, jafnvel þó að það leiði
óhjákvæmiiega af sér nokkrar
verðhækkanir hér. Vonandi yrðu
þær þó ekki tiltakanlega miklar,
þegar þær dreifast jafnt á alla
þjóðarheildina.
Flutningakerfið
má ekki riðlast
Gagnvart flutningakerfinu
verður að sjálfsögðu að gæta þess
mjög vandlega að það riðlist ekki
og að ekki skapist aðstaða fyrir
einn flutningsaðila að ná til sin
óeðlilega miklum hluta flutning-
anna á kostnað annars, en um leið
verður að hafa hliðsjón af þvi
hvað er hagkvæmast fyrir þjóð-
arhag.
Mér er kunnugt um að atvinnu-
og framleiðslufyrirtæki úti á
landsbyggðinni eiga i mjög mikl-
um erfiðleikum með framleiðslu
neyzluvara fyrir innanlands-
markaðinn fyrir þá sök, að þeir
verða oft á tiðum að flytja til sin
ýmsar rekstrarvörur og umbúðir
langan veg og fullunnu vöruna
siðan á markað hér i þéttbýlið
fyrir ærinn kostnað, en eru siðan
tilneyddir til að selja framleiðslu
sina á sama verði og framleið-
endur, sem hér starfrækja verk-
smiðjur sinar. Af þessu leiðir að
hætt er við að ýmiss konar fram-
leiðsla leggist niður i dreifbýlinu
og flytjist hingað og þá fylgir
fólkið að sjálfsögðu á eftir.
Framleiðsla á landbúnaðar- og
sjávarafurðum er viða um landið
all-árstiðarbundin og þó að mikil
atvinna sé vissa mánuði ársins er
hún oft stopul eða litil þess á milli.
Ef einhver von á að vera til þess
að eitthvert jafnvægi haldist i
byggð landsins, verður þvi að
gera hlut framleiðslufyrirtækja
landsbyggðarinnar jafnan við
aðra, þannig að atvinnufyrirtæk-
in fái að þróast eðlilega þar sem
annars staðar.
Það er auðsætt af þessum fáu
atriðum varðandi verðjöfnunar-
sjóð, sem ég hef nefnt, að mjög
erfitt verður að skipuleggja hann
og hef ég þó ekkert minnzt enn á
framkvæmdahlið málsins, eða á
hvern hátt sjóðnum yrði aflað
tekna og hvaða kerfi yrði notað
við greiðslur úr honum og er mér
þá efst i huga, að koma þarf i veg
fyrir að kerfið sjálft verði of
þunglamalegt og kostnaðarsamt
Væri þá verr farið en heima setið.
Eftir þvi, sem ég kemst næst
hefur milliþinganefndin unnið við
að safna gögnum og upplýsingum
frá þeim fjölmörgu aðilum sem
þarna eiga hlut að máli, en að sið-
an verði hafizt handa með úr-
vinnslu þeirra. Siðan kæmi
væntanlega til hennar kasta með
tillögur um framkvæmdina og er
þvi ef til vill ekki timabært, að
koma fram með neinar getsakir
þaraðlútandi.
Fjáröflun í sjóðinn
Þó mætti láta sér detta i hug, að
ódýrasta og beinasta leiðin til
fjáröflunar væri að innheimta
ákveðið gjald af innkaupsverði
innfluttra vara og hráefna um
leið og tollafgreiðsla færi fram.
Það innheimtukerfi er fyrir hendi
og aukakostnaður ætti þvi að
verða óverulegur, auk þess sem
verðjöfnunarsjóður kæmi þá
strax inn i vöruverðið. Þessi að-
ferð er þó m.a. að þvi leyti ófull-
komin, að innheimta þyrfti sér-
staklega gjald af verksmiðjuvör-
um, sem i eru eingöngu innlend
hráefni, en þau tilfelli eru þvi
miður alltof fá og ætti að vera
auðvelt að innheimta gjaldið eftir
framleiðsluskýrslum.
Greiðslur
úr sjóðnum
Hin hlið málsins, þ.e.a.s. hvaða
form ætti að vera á greiðslum úr
verðjöfnunarsjóðnum er aftur á
móti mikluflóknara og umfangs-
meira, og það yrði hér, sem hætta
kynni að verða á mismunun og
jafnvel misnotkun. I fljótu bragði
mætti hugsa sér, að einfaldast
væri að flutningsaðilar framvis-
uðu reikningum yfir greidd
flutningsgjöld og þeir yrðu
uppáskrifaðir af bæði sendanda
og móttakanda og siðan greiddir
af skrifstofu sjóðsins, sem ekki
ætti að þurfa að vera stór. Þó
þyrftu að vera á hennar vegum
eftirlitsmenn, sem fylgdust með
þvi að viðkomandi reikningar
væru réttir og sannir. En málið er
bara ekki svona einfalt, m.a.
vegna þess að við notum þrefalt
flutningskerfi, með bilum, skip-
um og flugvélum. Ef maður hugs-
ar sér að seljandi og kaupandi fái
flutningsgjaldið að fullu greitt, er
næsta augljóst að þeir muni velja
fljótustu og öruggustu flutninga-
tækin, sem væntanlega yrðu talin
flugvélar og bilar og þar með yrði
verulegur samdráttur i flutningi
með skipum og heildarflutnings-
gjöldin samanlögð hækka i land-
inu. Ef hins vegár væri tekiö
meðalverð þessara þriggja
flutningatækja er næsta sýnilegt
að flutningarnir myndu færast að
mestu leyti yfir á bila. Ef litið er á
flutningskostnaðinn fyrir kilóið til
tsafjarðar til dæmis, þá er
kostnaðurinn um 5.20 með bil,
rúmar 4 krónur með skipi, en um
10 krónur með flugvél.
Enn ein hætta kann að liggja i
þvi, að í stað þess að kaupa tals-
vert magn til að fá skipin beint á
hafnir og liggja með vöruna á
lager á háum vöxtum yrði til-
hneiging til að taka hana eftir
hendinni frá stærri lagerum hér i
Reykjavik, ef þvi fylgir litill eða
enginn flutningskostnaður.
Af þessu stutta spjalli og
vangaveltum um hugsanlegan
verðjöfnunarsjóð verzlunarvara,
er auðséð, að málið er ekki eins
einfalt og það kann að lita út i
fyrstu, þó að hér hafi þó alls ekki
gefizt neinn timi til að tala um
það i smáatriðum.
Við verðum þó að vona að þeir,
sem um málið fjalla, finni rétt-
láta og sanngjarna aðferð til að
hrinda málinu i framkvæmd hið
allra fyrsta, þannig að eitt og
sama verðið gildi siðan fyrir alla
landsmenn — hvar sem þeir ann-
ars kunna að búa”.
Við þessa úttekt Gisla á þessu
máli er fáu við að bæta. Hann
bendir af skarpskyggni á helztu
vandamálin, sem verðjöfnún á
flutningskostnaði gæti haft i för
með sér. Fyrir þessum vanda
gerir milliþinganefndin sér sjálf-
sagt grein og geta flestir tekið
undir við Gisla er hann óskar þess
að nefndinni takizt að finna sann-
gjarnar og réttlátar aðferðir til að
tryggja þessu mikla jafnréttis-
máli framgang. — TK.
Einn af stærstu flutningabilum landsins. Vöruflutningar með bifreiöum liafa mjög færzt I vöxt á undanförnum árum og álagiö á þjóðvegina hefur stórvaxið.