Tíminn - 12.08.1973, Síða 19
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
TÍMINN
19
Útgefandi: Framsóknarflokkuiinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
Stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug-
Ivsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
Gróðurvernd og
landsgæðanytjar
Eitt af stórmálum þessarar rikisstjórnar er
undirbúningur að stórfelldu átaki i land- og
gróðurverndarmálum. Nú vinnur sérstök
nefnd skipuð af Halldóri E. Sigurðssyni, land-
búnaðarráðherra, að tillögugerð um ráðstaf-
anir til gróðurverndar og landsgæðanytja.
Formaður þessarar nefndar er Eysteinn Jóns-
son, forseti Sameinaðs Alþingis. í grein, sem
Eysteinn ritaði i Samvinnuna um þessi mál á
siðasta ári benti hann á, að landið hefur goldið
mikið afhroð i samskiptum sinum við þjóðina i
þau bráðum 1100 ár, sem það hefur verið
byggt. Landið hefur þvi goldið lif þjóðarinnar
dýru verði.
1 þessari grein segir Eysteinn m.a.:
,,Æði margir áratugir eru nú liðnir siðan
verulegur áhugi vaknaði fyrir þvi að snúa við á
þeirri braut, sem fyrritiðarmenn neyddust til
að ganga i sambúð sinni við landið.
Stórvirki hafa verið unnin. Hafa bændur
verið fremstir i flokki með stórfellda ræktun.
Þá sandgræðslumenn og skógræktar, bæði
áhugalið og svo sveitir rikisins. Loks hafa og
mest nú siðustu árin, flykkzt að flokkar
áhugamanna úr öllum þáttum til þátttöku i
landgræðslustarfinu og gróðurvernd með
margvislegu móti.”
Ennfremur segir Eysteinn:
„Visindamenn okkar telja, að þjóðin hafi
tapað a.m..k. helmingi af gróðurlendinu á
þeim nálega 1100 árum, sem hún hefur búið i
landinu.
Það, sem mestu skiptir, er þó sú vitneskja,
sem nú er fengin, að þetta land, sem tapazt
hefur, er hægt að græða og halda þvi, sem eftir
er, og bæta það, og menn vita, hvernig á að
fara að þvi. Þar er þó ekki um neina eina að-
ferð að ræða heldur mörg úrræði, sem verða að
fara saman.
Þó er hér einungis um eitt mál að fjalla, ef
rétt er skoðað, þótt margþætt sé. Landgræðsla
og hagnýting landsins, hagnýting gróðursins,
verða hér sem sé að einu máli, ef vel á að
farnast. Það er undirstaða alls, að okkur skilj-
ist öllum, þau grundvallarsannindi að land-
græðsla og skynsamleg og hófleg nýting
gróðursins verða að fara saman og verður
þetta ekki sundur skilið. Gildir hér sem annars
staðar hið gamla spakmæli, að öllu má of-
bjóða.”
Þetta er að sjálfsögðu kjarni málsins og sem
fyrr hlýtur hér mest að velta á bændastéttinni.
Þurfa þeir að standa að aukinni ræktun þess
lands, sem til búskapar er hagnýtt og þurfa að
tileinka sér og nýta þá vitneskju, sem nú er
búið að afla og verið er að afla um hyggilega
notkun gróðurlandsins. í þessu munu bændur
ekki standa einir, þvi að segja má, að almenn
þjóðarvakning sé hafin um nauðsyn stórfelldra
aðgerða til landverndar, og herskarar áhuga-
manna bjóða nú fram krafta sina i sjálfboða-
vinnu og má i þvi sambandi ekki sizt nefna
flugmenn, sem unnið hafa kauplaust við dreif-
ingu áburðar, og fræs með landgræðsluflugvél-
inni.
Þjóðin myndi minnast 1100 ára byggðar á
íslandi með veglegum hætti, ef hún samþykkti
á næsta ári myndarlega áætlun um stórfellda
uppgræðslu landsins. — TK
John Gittings, The Guardian:
Stjórnmálaafskipti
hersins í Kína réna
Síðan menningarbyltingu lauk hafa færri hermenn
verið skipaðir í forustustöður í flokknum en áður
MEÐAN á menningar-
byltingunni i Kina stóð mátti
heita að her rikisins, „frelsis-
her alþýðu", færi með stjórn
landsins. Nú leggur hann
höfuðáherzlu á iþróttaiðkanir
ef marka má frásagnir kin-
verskra blaða.
Annars eru iþróttaiðkanir
hermanna miklu mikilvægari
frá sjónarmiði stjórnmálanna
en auðvelt er að koma auga á i
fljótu bragði. Lo Jui-ching var
yfirmaður hersins fyrir
menningarbyltinguna. Rauðir
varðliðar gerðu harða hrfð að
honum „fyrir þá grimmilegu
stefnu, að iðka hernaðar-
keppni”. Meðan á menningar-
byltingunni stóð og Lin Piao
fór með æðstu völd i hernum
var allt slikt taliö bera vott um
„endurskoðunarstefnu” vera
andstætt eðlilegri stjórnmála-
framvindu og leiða til ills eins
yfirleitt.
NÚ er Lin sáluga Piao legið
á hálsi fyrir að hafa haldið
fram, að „stjórnmál skipti
meira máli en allt annað” og
vanrækja eðlilega herþjálfun.
Iþróttamót „frelsishers
alþýðu”, „i anda vináttu
fyrst og fremst en til keppni
að öðrum þræði”, bera greini-
lega vott um, að herinn er
ekki eins gersamlega á kafi i
stjórnmálunum og Lin Piao
ætlaðist til á sinni tið. (Annars
er ekki nema sanngjarnt að
viðurkenna, að hin almenna
upplausn, sem af menningar-
byltingunni leiddi, knúði her-
inn beinlinis til stjórnmálaaf-
skiptanna).
Hitt er svo annað mál að
rýnendur i málefni Kina eiga
ekki auðvelt með að svara
þeirri spurningu, hve miklu
minna stjórnmálahlutverki
herinn gegni nú en áður. Hún
er litlu auðveldari viðfangs en
svo margar aðrar spurning-
ar. sem á þá leita i sambandi
við Kina. Ein aðferð til að leita
svara er að athuga nöfn þeirra
flokksleiðtoga, sem tilnefndir
hafa verið i 29 stærstu fylkjum
og borgum Kina siðan
menningarbyltingunni lauk,
og ganga siðan úr skugga um,
hve margir þeirra verða að
teljast til hersins og hve
marga verður að lita á sem
„óbreytta ' borgara”. Siðan
þarf að fylgjast með tilfærsl-
um og mannaskiptum og kom-
ast að raun um, hvaða
breytingum myndin tekur.
AÐUR en Lin Piao dó fyrir
um það bil tveimur árum
gegndu hermenn um það bil
þremur af hverjum fimm
forustustöðum i flokknum, þar
á meðal flestum hinna æðstu.
Samkvæmt einu badarisku
yfirliti, er þetta hutfall nú
komið niður i 44 af hundraði,
en hlutur hinna „óbreyttu
borgara” telst örugglega
kominn upp i 47 af hundraði.
Tvær mjög háar stöður hafa
gengið úr greipum hersins.
Völd hersins virðast þó ekki
hafa minnkað tiltakanlega
mikið. Margir flokkaleiðtogar
voru endurreistir að
menningarbyltingunni lokinni.
Af þeim sökum væri ekki
nema eðlilegt, aðhluturþeirra |
hefði aukizt og hlutur hersins
rýrnað að sama skapi. Tölurn-
ar sýna hins vegar ótvirætt,
þrátt fyrir áleitinn orðróm —
sem Kinverjar hafa sjálfir
gefið nokkurt tilefni til — um
klikuskap i hernum og við-
leitni til stjórnarbyltinga, að
engin „hreinsun” hefir farið
fram eftir fráfall Lin Piaos.
(Stalin hefði verið fljótur að
skipa fyrir um slika hreinsun
við svipaðar aðstæður.)
FRAM kemur veruleg
breyting á félgslegri afstöðu
til hersins tvö undangengin ár
Aðkomumenn i Kina hafa veitt
þvi sérstaka athygli, hve her-
menn, sem sæti eiga i héraða-
nefndum, láta litið á sér bera.
Aður en Lin Piao féll frá voru
þeir oft nokkuð snöggir upp á
lagið og sögðu við borgarlega
samstarfsmenn sina eitt og
annað, sem hljómaði einna
helzt eins og beinar skipanir.
Annað merki um umfangs-
minna hlutverk „frelsishers
alþýðu” en áður er sú aukna
áherzla sem nú er lögð á efl-
ingu „þjóðarhersins”. Þetta
eru skipulagðar sveitir
óbreyttra borgara, sem hern-
um ber að þjálfa. Nú er lögð á
það megináherzla, aö
„þjóðarherinn” lúti valdi
héraðsnefnda flokksins, en
skuli ekki hlýða skipunum
hersveita i héraðinu.
SÉRHVER verkfær og
heilbrigöur maður, hvort
heldur er karl eða kona, er
skyldugur til þjónustu i
„þjóðarhernum”. Tala starf-
andi einstaklinga er þó sögð
nema aðeins um 30 milljónum,
eða neðan við fimm af hundr-
aði ibúanna. Þetta er eigi að
siður tiu sinnum fjölmennara
lið en „frelsisher alþýðu” og
ætti þvi að vera fært um — að
minnsta kosti i sveitahéruðun-
um — að annast flest
stjórnmála- og öryggisstörf,
sem fastaherinn varð að taka
að sér meðan á menningar-
byltingunni stóð.
Ein er sú ábyrgð, sem
ósennilegt er, að „frelsisher
alþýðu” afsali sér fyrst um
sinn. Það er ábyrgðin á
þúsundum rauðra varðliða
eftir að menningarbyltingunni
lauk. Margir varðliðanna
gengu beint i herinn og er nú
verið að koma þvi i kring, að
þeir gangi i æskulýðssamtök
kommúnista. Aðrir voru látnir
ganga i „framleiðslusveitir”,
sem lutu herskipulagi að veru-
legu leyti, og starfað hafa i
mörgum útkjálkabyggðum
undir yfirstjórn hersins.Ekki
er mikið um þetta vitað utan
Kina, en þó var frá þvi sagt
fyrir skömmu, að 65000
„menntaðir æskumenn” væru
i framleiðslusveit „frelsishers
alþýðu” i Canton einni saman.
VEL gengur og snurðulaust
að draga smátt og smátt úr
stjórnmálaskyldum meðal
hinna óæðri liðsmanna i
„frelsisher alþýðu”. Hermað-
urinn og yfirmaður hans eru á
nýjan leik hvattir til að vera
„sérfræðingar” og „rauðir” i
senn.Flestir eru liklegir til að
fagna hinu hreina lofti sem
árásarsveitirnar njóta, jafn
marga og langa nefndafundi
og þeir hafa orðið að sitja i
reykmettuðum húsakynnum.
Enn er um að ræða nokkrar
ófylltar valdastöður, sem allt
virðist i óvissu með. Enginn
hefir verið skipaður opinber-
lega i stöðu varnar-
málaráðherra,en hinn gamal-
reyndi hershöfðingi Yeh
Chien-ying gégnir starfinu
eins og sakir standa. Enginn
hefir heldur verið skipaður
yfirmaður flughersins, yfir-
maður herflutninga og niður-
röðunar né æðsti yfirmaður
hersins.
Eftirköstin að Lin Piao
föllnum hljóta að koma harð-
ast niður á þeim, sem störfuðu
með honum eða tóku við af
flokksþing verður að skipa i
hinar lausu stöður, eins
raunar nokkrar lausar stöður i
hinni borgaralegu stjórn
landsins.