Tíminn - 12.08.1973, Page 28

Tíminn - 12.08.1973, Page 28
28 TÍMINN Sunnudagur 12. ágúst 1973. Einhver hvalbátanna hefur komið með langreyði að iandi I hvalstöðinni undir Þyriiskiifi, og jafnskjótt er brugðið við að koma festum á hvaiinn til þess að draga hann upp. Ljósmyndir: Hermann Stefánsson. Að örfáum minútum liðnum hefur henni verið flett sundur á skurðarpallinum. Þannig er þeim flett sundur í hvalstöðinni Allar málningarvörur einnig Tóna- og Óska-litir 6002 litir UTAVER Eins og kunnugt er var það eitt hið mesta óhugamál Jóhannesar Kjarvals, að hvalir yrðu friðaðir, og um það skrifaði hann margsinnis. Enn hefur hvalafriðun ekki komizt á. i næstu andrá eru spilin tekin að snúast, upp dráttarbrautina. MIKLAR UMRÆÐUR hafa átt sér stað i heiminum að undan- förnu um hvort ekki væri rétt að banna hvalveiðar með öllu a.m.k. um sinn. Menn hafa bent á að hvalastofnarnir I úthöfunum hafa verið ofnýttir svo árum skiptir og er hvalastofninn á mörgum stöðum í bráðri hættu, ef ekki kemur til friðun að öllu eða nokkru leyti. Sumir náttúru- verndarmenn hafa hvatt til hval- veiðibanns um allan heim, en til- laga um það var felld á hvalveið- iráðstefnunni i London ekki alls fyrir löngu. tslendingar voru á þeirri ráð- stefnu á móti skilyrðislausu hval- veiöibanni og bentu á að hval- veiöarnar við tsland væru skyn- samlega reknar, stofninn væri fullnýttur, en ekki ofveiddur. Bentu þeir á að aflinn frá ári til árs er nokkuð stöðugur, og út- haldið einnig, þannig að stofninn viröist vera I jafnvægi. Timinn hafði samband við hvalstöðina i Hvalfirði og leitaði frétta af þvi, hvernig veiðin hef ði gengið I ár. Fyrir svörum varð Pétur Þ. Pétursson og sagði hann að veiðarnar hefðu gengið ágæt- lega, fjöldi hvalanna væri aðeins minni en á siðasta ári, en á móti kæmi, að hvalirnir eru stærri en áöur og nýtast betur i vinnslu. Fjórir bátar stunda veiðarnar eins og verið hefur siðustu árin. Um tvöhundruð manns hafa at- vinnu við hvalvertlðina. Skiptist fjöldinn þannig að um 100 manns vinna I landi i hvalstöðinni i Hval- firði og er þá allt starfslið talið. Ahafnir bátanna telja 60 manns og 40 vinna i fyrstihúsinu i Hafnarfirði. 255 hvalir voru komnir á land á fimmtudaginn. Skiptist aflinn þannig að langmest hefði veiðzt af langreyðum eða 214, þá eru búrhvalirnir orðnir 22 og sand- reyðarnar 19. Langreyðarnar eru enn stærri hluti af aflanum eins og þær voru i fyrra, og er það til bóta, þvi þær eru beztar i vinnslu. Venjan er, að siðari hluta vertið- arinnar fari hlutfall þeirra i heildaraflanum minnkandi og má reikna meö að svo verði einnig að þessu sinni. og þessi mikla skepna rennur Langmestur hluti afurðanna er fluttur úr landi og var út- flutningsverðmætið á siðasta ári 189 milljónir samkvæmt upp- lýsingum hagstofunnar. Myndirnar hér á siðunni eru frá hvalskurði i hvalstööinni. -gj- SMwSBmi . . . t 'W-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.