Tíminn - 12.08.1973, Síða 29
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
TÍMINN
29
Gróðursetning i hrjóstrugu landi
er nákvæmnisverk og það þarf að
setja sérstaka mold með ný-
græðingnum.
VIÐ höfum lesið jarð-
fræði og svoleiðis nokk-
uð i skólum, en þetta er i
fyrsta skipti, sem við
höfum raunverulega séð
landslag og land eins og
þetta, sagði Hákan
Svenneby, foringi eins
norska skógræktarhóps-
ins, sem hér er þessa
dagana, og benti út yfir
Ileiðmörkina.
Eins og komið hefur fram S
fréttum, eru hér um sjötiu Norð-
menn, og fást þeir við gróðursetn-
ingarstörf. Alika stór hópur Is-
lendinga er i Noregi. Slikar
skiptiferðir eru farnar þriðja
hvert ár og hefur þetta samstarf
gengið i hartnær hálfan annan
áratug, eða frá þvi um 1950. Það
eru Skógræktarfélag Islands og
Norske skogsforbundet, sam-
svarandi félagsskapur þar i landi,
sem stendur fy'rir þessu og
komast að jafnaði mun færri að i
þessar sjálfboðaliðsferðir en
vilja.
— Þetta er i fyrsta skipti, sem
við komum hingað til Islands,
sagði Hakan Svenneby, þegar við
heimsóttum tólf manna flokk
hans i Heiðmörk á miðvikudag-
Þau græða upp
land frænda sinna
Þegar fyrstu Norðmennirnir komu hingað fyrir 1 100 órum
er sagt að landið hafi verið skógi vaxið. Só skógur hvarf - en
nú eru hér staddir afkomendur þeirra og leggja sitt af
mörkum til að landið megi á ný klæðast skógi
llákan Svrniieby heitir foringi
þessa hóps og hann hefur fengizt
við gróðurselningarstörf i hálfa
öld.
hinum nýrri og styður viö upp-
vöxtinn en hérna er allt miklu
naktara en þar. Þess vegna
höl'um við aðallega verið með
silkagreni, sem hefur gefizt vel
hér. Furan hel'ur aftur á móti
reynzt illa, svo og vissar birkileg-
undir.
„Heiðmerkurhópurinn" hefur
búið á gamla Elliðavatnsbænum
hjá Reyni Sveinssyni, starfs-
manni Skógræktarinnar. Bærinn
Elliðavatn er nú i umsjá Skóg-
ræktarinnar.
A meðan við sátum og spjöli-
uðum við Norðmennina,sem voru
að leggja niður vinnu þann dag-
inn, kom Reynirþarað og hvatti
fólk til að tygja sig til Hvera-
gerðisfarar. Þau könkuðust á,
hann og Norðmennirnir, og
skemmtu sér konunglega á
kostnað hvers annars.
Þau sögðust aldrei hafa séð landslag eins og þarna I Heiðmörk.
Ljósm.: Róbert Ágústsson
inn. — Oft höfum við sótt um, en
ekki komizt fyrr en nú. Stóra
hópnum, þessum sjötfu, hefur
verið skipt niður i smærri hópa
eins og þennan, og nú erum við
dreifð viðs vegar um landið. Við
erum hér i Heiðmörk, annar
hópureri Hallormsstaðaskógi, sá
þriðji í Haukadal og svo framveg-
is.
Norðmennirnir eru viðs vegar
að úr Noregi og á ýmsum aldri.
Flestir hafa töluverða reynslu af
skógræktarstörfum að heiman og
sagðist Hakan til dæmis vera bú-
inn að vera i þessu við og við i
fimmtiu ár.
— Þetta er náttúrlega öðru visi
en heima, sagði liakan. — Þar er
mun einfaldara og auðveldara að
fást við skógrækt en hér. Landið
liggur sléltar fyrir okkur og ekki
nauðsynlegt að krækja fyrir
svona kletta og grjót, eins og hér
er. Hann benti uþp tyrir hópinn,
þar sem svartar hraunnibburnar
stóðu upp úr.
— I Noregi skýlir eldri skógur
Við gátum ekki tafið þau öllu
lengur, enda komið fram ylir
áætlaðan brottfarartima þeirra,
svo við gengum með hópnum að
bilunum. — Ef þið setjið eitthvað i
blaðið, sagði Hakan Svenneby, —
þá verðið þið endilega að geta
þess, að við erum ákaflega þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera
hér, og þá ekki siður fyrir þær
Irábæru móttökur, sem við höfum
fengið hérna. öll slefnum við að
þvi að komast aftur til Islands —
en það eru svo margir um hverl
plássi þessum skógræktarerðum.
— ó.vald.
Reynir á Elliöavatni og þessi norska stúlka kættust hvort meö ööru —
eins og sjá má.
Hér er allur hópurinn: Hákan Svenneby, Helge Christie, Sidsel Haugen, Marit Espeseth, Alfil Aamen,
Elsc Kamben, öivind Skogmo, Marta Tvindesæter, Bjarne Vetrhus, Notto Mykland, Oddmund Otcsrud
og Wenke Gustafsson.