Tíminn - 12.08.1973, Side 31
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
TÍMINN
31
Kýrnar fá
aldrei að
koma út und
ir bert loft
ÞAR ER komið þróuninni i
dönskum landbúnaði, að margar
danskar kýr fá aldrei að koma út
undir bert loft, heldur eru þær
látnar dúsa á básum sinum alla
ævi og þess eru dæmi, að kýrnar
séu hlekkjaðar á sama básnum
svo árum skiptir.
Danskir bændur þykjast nefni-
lega hafa komizt að raun um, að
kýrnar mjólki betur sé þessi
háttur á hafður, en hins vegar
virðist sem ekki sé tekið tillit til
þess hvernig þessum vesalings
skepnum hlýtur að liða.
Danskir dýraverndunarmenn
hafa ritað dómsmálaráðherra
bréf, þar sem þess er farið á leit
að breytt verði löggjöf i þessu
efni, svo að hægt sé að koma i veg
fyrir þetta, þvi að þarna sé verið
að niðast á varnarlausum
skepnum. Hætt er þó við, að
þungur róður biði þeirra dýra-
verndunarmanna, eins og oft er,
þegar fjármunir eru annars
vegar, þvi að einsætt virðist að
mestur gróði sé að þvi að hleypa
kúnum aldrei út.
Dýralæknafélagið danska er á
sömu skoðun og dýraverndunar-
menn, en ýmsir dýralæknar eru
þó annars sinnis og telja að
ekkert ami að þeim kúm, sem
aldrei koma út fyrir fjósdyrnar.
Þessir læknar segja, að kýrnar
séu hvort sem er innan húss
ungann úr árinu og þær geri ekki
annað en að eyða orku, þegar þær
eru á rölti utan húss. Sé þeim hins
vegar haldið innan dyra allt árið
sparist orka og komi fram i
meiri mjólk.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að
dýrin fá ekki nógsamlega
hreyfingu, svo að þeim hættir til
að fá legusár og annan óhroða af
svipuðu tagi vegna hreyfingar-
leysis, en það er verðið, sem við
þurfum að borga fyrir aukna
mjólkurframleiðslu, segja þeir
dýralæknar, sem þessu eru fylgj-
andi. Dýraverndunarmenn hafa
þá svarað þvi til, að nær væri að
segja, að það væri kýrnar sem
borguðu brúsann.
Einn þeirra bænda, sem tekið
hefur upp þessa búskaparaðferð,
segir að hann hafi áður haft 30 kýr
en hafi nú 80 i fjósi og hirði þær
einn að öllu leyti. Hann segir, að
þær mjólki þó ekki betur en fyrr,
en hins vegar þurfi hann ekki að
kosta jafn miklu til læknishjálpar
og áður, þvi að dýralæknis-
reikningarnir séu nú orðið aðeins
Þannig er að þeim kúm búið, sem aldrei fó að koma
út undir bert loft.
Án efa er hér snyrtilegt um að litast, en ætli þetta
sé ekki fremur nöturlegt líf engu að síður?
þriðjungur af þvi, sem þeir voru
áður, enda sé allt hreinlæti mun
meira i hinum nýtizku fjósum.
Allt um það virðist sem lif
þeirra nautgripa, sem aldrei fá að
sjá grænt gras á velli, hljóti að
vera fremur nöturlegt — eða hvað
segja islenzkir bændur um þetta?
(HHJ þýddi)
Gólftex
Athugið hvað hægt er
að ná langt
með efnum frá Bayer.
Létt að leggja varir lengi.
Eruð þér að hugsa um efni á gólfið?
Lausnin er Gólftex,byggt á Desmodur/Desmophen.
Stöðugt eru gerðar meiri og meiri kröfur
tii endingar gólfefna i verksmiðjur og vöru-
afgreiðslur, sömuleiðis heima i þvotttahús-
inu, ganginum eða bilskúrnum.
Það er ekki einungis áníðsla- farartækja,
sem gólfin þurfa að þola, heldur alls-konar
kemisk efni, sem eyðileggja gólfin á örs-
kömmum tíma ef ekkert er að gert. Venju-
teg óvarin steingólf þola litla áníðslu og
venjuleg málning er skammgóður vermir.
Oft verða framleiðslutafir og óþægindi i
sambandi við viðhald á gólfum.
Það er þess vegna peningana virði að gan-
ga vel frá gólfunum í upphafi.
Efnaverksmiðjan Sjöfn, á Akureyri, hefir
nú tekið þetta vandamál fyrir, og hefir eftir
ótal tilraunir komið fram með efni sem
uppfyllir þær kröfur sem gera verður til
slíkra gólfa í dag. Þetta efni nefnist GÖLFTEX,
og er að mestu byggt á Polyurethan-
efninu DESMODUR/DESMOPHEN, sem er
frábært að slitþoli og þolir flest upplaus-
narmeðul, lút og sýrur.
Ur efunum DESMODUR og DESMOPHEN,
frá BAVER, hefir Efnaverksmiðjan Sjöfn nú
í tæp 3 ár frsmleitt gólflagningarefnið
GÓLFTEX, sem hefir verið notað i verks-
miðjum noeð mjög góðum árangri, en auk
þess i heimahúsum og viðar þar sem
GÓLFTEX skreytt með plastflögum í ótal
litum prýðir gólf í baðherbergjum, þvotta-
húsum, göngum, bilskúrum, já jafnval á
skurðslofum sjúkrahúsanna.
Ef þið þurfið slitsterkt efni á gólf í verk-
smiðju, vörulager eða heima hjá yður, þá
hafið samband við okkur.
Athugið að GÓLFTEX-lagningtma er hægt
að framkvæma yfir eina helgi.
GÓLFTEX þolir: Þrýsting 1000kp/cm5
- Beygju 350 kp/cm5
Fjöðrunarstöðull
85000 kp/cm5
Efnaverksmiðjan Sjöfn,
Akureyri, sími (96)21400,
Vörulager i Reykjavik,
Hringbraul 119, sími (91)17045.
poly unefhan