Tíminn - 12.08.1973, Qupperneq 32

Tíminn - 12.08.1973, Qupperneq 32
32 'TíMlNN Suriritídagi/r,>12;'ögúSt' 1973." Sídnægði drengurinn Einu sinni voru hjón uppi i sveit. Þau áttu ekki nema eitt barn og það var drengur, og eins og gengur oft og einatt um einbirni, þá mistókst þeim að ala hann upp. Þau komu ekki auga á galla hans og sögðu meðal annars, að hann væri svo hjartanlega góður i sér og alltaf ánægður. Einu sinni var foreldrunum og drengn- um boðið til brúðkaups i nágrenninu. Þau fóru þangað og höfðu si- ánægða drenginn sinn með sér. Að miðdegisverði loknum voru borin fram epli, perur og kökur hrúgum saman. Gestirnir átu eins og þeir gátu og brúðguminn gaf börnunum hverju fyrir sig eins og þau vildu hafa. Þegar öll voru búin að fá nægju sina og átti að fara að dansa, þá kom sá si- ánægði að hliðinni á brúðgumanum og fór að skæla. Foreldrarnir spruttu óðara upp úr sætum sinum til að vita, hvað um væri að vera með hann. Brúðguminn spurði, hvað að honum gengi, en hann hljóðaði þvi meira, og á endan- um fór mamma hans að gráta með honum og nærri lá við að tárin kæmu lika fram i augun á pabba hans. Þá spurði brúðguminn aftur: „Ertu svangur?” En strákur sagði org- andi: „Ónei, ég er svo saddur, — alveg belg- fullur.” „Já, þetta hugsaði ég nú alltaf,” sagði mamman, „drengurinn minn er alltaf ánægður, það er hann nú einmitt, ” sagði hún og svo hélt hún áfram að gráta. „Komdu þá hingað,” sagði brúðguminn, „þá skulum við troðfylla vasana þina með kökum og góðgæti !” En strák- ur orgaði þvi hærra og sagði: „Þeir eru nú þegar troðfullir báðir!”. „Hugsaði ég ekki?!” snökkti mamma hans „Drengurinn er alltaf svo ánægður, það hlýtur eitthvað að ganga að honum annað.” Þá sagði brúðguminn: „Farðu þá heim og tæmdu vasana þina komdu svo aftur og þá skaltu fá meira.” Þá hrein strákur svo hátt, að það voru hrein ósköp ogsagði: „Ég er þrisvar búinn að fara heim og tæma”! „Nei,” sagði mamma hans, „það er svo hægt að stilla drenginn okkar, það hlýtur að vera eitt- hvað annað, sem gengur að honum.” „Farðu þá heim einu sinni enn, og komdu svo aftur,” sagði brúðgum- inn. En þá reif strákur sig upp, eins og hann væri alveg frá, og sagði: „Þegar ég kem — kem aftur, þá verða allir hin- ir búnir að borða allt upp! „Við skulum taka allt af borðinu og geyma handa þér og ekki borða einn bita framar,” sagði brúðguminn. Og þá hló sá siánægði og hljóp af stað. En mamma hans sagði: „Hjartnæm sjón er að sjá, hversu dreng- urinn sá arna er ánægð- ur og glaður”. „Já, ég er viss um það,” sagði faðir hans, „slikt og þvilikt barn á engan sinn lika.”! DAN BARRY Þú vilt ekki koma s,Það er orðið um Þessir eyjarskeggjarr Ég er með byss hljóta að kenna W ur um borð.Við | okkur um eldgosið.jþurfum á þeim að Við komumst ekkiHlfe halda núna. Eldgosiðhefur dregið eftirlitssveitna á vettvang, _______U Hvellur. Bansettur bjáninn Út með þig áöur en bensh tankurinn springur. 20 Bulls © King Featureg Syndicate, Inc., 1973. World rights reaerved

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.