Tíminn - 12.08.1973, Side 33
Sunnudagur 12, ágúst 1973.
TÍMINN
33
Hér er kvíahellan fræga á Húsafelli. Þar var stanzað drjúga stund.
0 Með sjötugum unglingum d
ferðalagi um Borgarfjörð
sýndi gestunum staðinn, einkum
þó nýbygginguna. Þar eru iveru-
herbergi nemenda framúrskar-
andi vistleg, enda kunnu það
margir vel að meta. Gat skóla-
stjóri sérstaklega um einn skóla-
pilt, sem siðast liðinn vetur hefði
sýnt slika snyrtimennsku i um-
gengni, að einstakt mætti kallast.
Nú var snæddur hádegisverður
að Hvanneyri. Þegar menn voru
seztir undir borð, stóð skólastjór-
inn upp og bauð gesti velkomna
með nokkrum orðum, en bað
menn siðan gera svo vel.
Eftir hádegið hófst sú athöfn,
sem verið hafði einn aðaltilgang-
ur þessarar ferðar. Hinir fimmtiu
ára nemendur færðu skólanum
sinum að gjöf skólafána á stöng,
hvort tveggja áletrað, fáninn og
stöngin. Er það hinn bezti gripur.
Við þetta tækifæri voru margar
ræður fluttar, svo og ljóð. Athöfn-
in fór fram i einni af kennslustof-
um gamla skólans.
Nú var degi tekið að halla. Þeg-
ar drukkið hafði verið siðdegis-
kaffi á Hvanneyri var farið að bú-
ast til heimferðar. Þeir, sem
þannig voru i sveit settir, að þeir
komust fljótar og auðveldlegar
heim til sin með þvi að verða eftir
i Borgarfirði, en fara ekki til
Reykjavikur, kvöddu sina gömlu
skólafélaga i hlaðinu á Hvann-
eyri. Hinir stigu enn á ný upp i
bilinn, sem daginn áður hafði flutt
okkur fram og aftur um eitt
fegursta hérað á Islandi, en nú lá
leiðin þaðan — burt frá slóðum
Guðmundar Böðvarssonar og
allra hinna stórskáldanna, sem
Borgarfjarðarhérað hefur alið. —
Nú stóð það til að yfirgefa grænk-
andi sveitir og hverfa aftur á vit
malbiks og þéttbýlis.
Heiðursgestur i þessari ferð var
Sören Bögeskov, danskur maður,
sem verið hafði fjósmeistari á
Hvanneyri, þegar þeir skóla-
félagar, sem hér voru saman
komnir, voru þar við nám, og hef-
ur átt heima á Islandi æ siðan.
Reyndar sagði han, að embætti
sitt hefði ekki heitið þessu virðu-
lega nafni i þann tið. Hann sagðist
aðeins hafa verið kallaður fjósa-
maður, en fina orðið hefði ekki
komið til sögunnar fyrren eftir
sinn dag i starfinu. En hvað um
það. Bögeskov var hinn skemmti-
legasti og naut ferðarinnar ekki
siður en aðrir, þótt hann væri
aldursforseti leiðangursins, kom-
inn á niræðisaldur.
Ferðin var þeim
til sóma
Þessi stutta ferðasaga er nú á
enda. Hún á sammerkt við marg-
ar aðrar ferðasögur um það, að
frá heimförinni verður litið sagt.
Hafið þið ekki tekið eftir þvi, les-
endur góðir, hve margar ferða-
sögur — einkum þó stuttir ferða-
pistlar enda á andlausan og leið-
inlegan hátt? ,,A leiðinni bar ekk-
ert sérstakt til tiðinda....”,
„heimferðin gekk slysalaust...”
,,um heimferðina er ekkert sér-
stakt að segja....” og svo fram-
vegis, endalaust. Ég hef stundum
reynt að finna á þessu einhverjar
skýringar og helzt komizt að
þeirri niðurstöðu, að annað hvort
séu þeir sem ferðaþættina skrifa,
orðnir svo þreyttir á þvi að fylgja
ferðafólkinu eftir i huganum, að
andrikið þrjóti, áður en komið er
á leiðarenda, eða þá að ferðafólk-
iðersjálft orðið svo þreytt þegar
heimleiðis erhaldið, að það gerist
eins og af sjálfu sér að þá beri
ekkert sérstakt til tiðinda. En
hvaðsem þvi liður, þá er hitt vist,
að það var ekki niðurdreginn
hópur, og þvi siður úrvinda, sem
hélt úr hlaði á Hvanneyri sunnu-
daginn 24. júni siðast liðinn og ók
siðan leið sina um Geldinga-
draga, fyrir Hvalfjörð, um Kjós
og Kjalarnes, og kom til Reykja-
vikurum það leyti sem fréttaþul-
ur sjónvarpsins var að setja and-
litið i stellingar, áður en hann
flutti landsiýðnum fréttir utan úr
hinum stóra heimi (vonandi
sannar). Þetta kvöld fannst mér
þó, sem búskapurinn i Borgar-
fjarðarhéraði kæmi mér meira
við en braml og brölt einhverra
stórbokka hinum megin á hnett-
inum.
Þegar litið er til baka eftir
tveggja daga ferðalag, er ekki
nema eðlilegt að ýmisiegt komi i
hugann, sem gaman hefði verið
að gera i leiðinni, en ekki gafst
tóm til. Það hefði til dæmis verið
ánægjulegt að geta litið við i
Fljótstungu, þó ekki hefði verið til
annars en að taka i hendina á
Ingibjörgu Bergþórsdóttur fyrir
það hve ágætlega hún tók málstað
islenzkra skólabarna i sambandi
við grunnskólafrumvarpið. Það
hefði lika verið gaman að geta
stanzað á Kirkjubóli og skipt ör-
fáum orðum við Guðmund skáld.
Af þessu gat ekki orðið, og olli þvi
tímaskortur en ekki viljaleysi.
Að svo mæltu skal öllum, sem i
þessari för voru, fluttar beztu
þakkir fyrir samfylgdina. Allur
undirbúningur og framkvæmd
ferðarinnar var þeim til hins
mesta sóma.
-VS.
Það er hollt að stfga út úr bilnum um stund, ekki sízt þegar menn hafa annað eins umhverfi út í að
ganga og hér.
Vélaverkstæðið Véltak hfl
Dugguvogur21 - Sími 86605 - Reykjavik
PIK>QPI9P<1P<9 P<IP9 P'JPIPOPIPQPfl POPOPOPO POPOPO POPO POPO POP^J
bJbdbdbdbdbdbdbdbdbdbObObObObObObObObObObObObObObObO
Trúlofunarhringar íi
: 3 E3
Fjölbreytt úrval af gjafavörum úr 23
gulli, silfri, pletti, tini o.fl. önnumst 23
viðgeröir á skartgripum.
Sendum gegn póstkröfu.
Gulismíðaverkstæði ólafs G.
Jósefssonar
öðinsgötu 7 (Rafhahúsinu) ( Simi 20032 *3
bO
p^pqpq'í^rtpip'ipop'ipqp'ipgpqpqpqp'ip^pip^pap^pqpqp^p^ps
bObObObObObObObObObObObObObObObObObObObObObObObObObO
P*1
bO
P1
bO
P1
bO
P1
bO
P1
bO
Bjarnarylur
með
VARMAPLAST
plasteinangrun
Verksmiðjan
Armúla 16
bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Suðurlandsbraut 6 sími 38640
raut
Bell /|\
Skozk hafragrjón ▼
Framleidd hjá fremstu hafragrjónamillu Evrópu.
R.F Bell & Son Limited
Edington Berwickshire
Hittumst í Kaupfélaginu þa.
Bel! grjonin fast.