Tíminn - 12.08.1973, Page 36

Tíminn - 12.08.1973, Page 36
36 TÍMINN Sunnudagur 12. ágúst 1973. Fjölmenn hótíð í Undralandi ÓV-ReykjavIk: Hópur af kátum krökkum i Undralandi I Kópa- vogi hélt mikla hátiö á föstudag. Undraland er annars starfsvöll- ur neöan viö austanveröan Ny- býlaveginn i Kópavogi og þangaö buöu börnin til sin for- eldrum og fyrirmönnum, svo og troöfullum rútubil af kollegum KÍnum af starfsvöllunum I Garöahreppi og Meistara- völlum f Reykjavlk. Hátiöin hófst upp úr klukkan 14 og var haldiö áfram fram eftir degi. Var ýmislegt til skemmtunar, söngur, leik- þættir, spurningakeppnir og fleira og var allt efniö flutt og samiö af börnunum sjálfum — undir stjórn forstööustúlkunnar Jóhönnu Thorsteinssen. Það voru gestirnir — hinir fullorðnu — sem tóku þátt i spurninga- keppninni og engin miskunn sýnd. „Ibúarnir” i Undralandi ráku litla verzlun á hátiðinni og þegar fréttamenn biaðsins komu þar að var verið að selja siðasta sleikipinnann. Var mikið fjölmenni á staðnum og viða skreytt.. Meira að segja höfðu „bófarnir” flikkað upp á húsið sitt, en eins og i öðrum bæjarfélögum eru bófar i Undralandi og þeir hafa þaö fram yfir starfsbræður sina af eldri kynslóðinni, að á húsinu þeirra stendur skýrum stöfum: BÓFAR. Gekk sú saga um svæðið á hátiðinni, að bófarnir hefðu gerzt allaðgangsharðir i upphafi hennar og að þeir væru með ýmislegt á prjónunum. Af þvi vai ð þó ekki, enda allt i gamni gert. Myndirnar eru frá hátiðinni I Undralandi. (Timamyndir — Róbert). Unglingavinnan I Kópavogi cr börnunum I Undralandi til aöstoöar og þaöeru piltar úr þeirri vinnu, sem hafa smföaö mikinn kastala þar á svæö- inu. Piltarnir á myndinni höföu hertekiö kaslalann I gær og espuöu Ijósinyndarann óspart. — Timamyndir: Róbert. Þau liöfðu samið leikþætti til flutnings og eins og myndin bcr ineö sér, þá vildu áheyrendur ekki missa af einu einasta orði. Poppkorn var til sölu — og þess notið af bæði smáfólki og „stórfólki Jóhanna Thorsteinsen.forstööukona, stjórnaöi söng og lék sjálf undir á gitar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.