Tíminn - 12.08.1973, Qupperneq 39
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
TÍMINN
39
Þátttakendur i norræna geölæknaþinginu fá sér kaffisopa í anddyri Hótel Loftleiða i fyrirlestrahléi.
Tfmamyndir Róbert.
©Geðlæknaþing
þegar það allt i einu stendur eitt
uppi.
Mikil þörf er á dagsjúkrahúsum
og ýmisskonar þjónustu fyrir
aldraða á þessu sviði. Talsvert er
gert i Danmörku á sviði geðlækn-
inga aldraðra sérstaklega, en
ekki nærri nóg. Fólk verður sifellt
langlifara og um leið fjölgar þeim
hópi, sem hefur þörf fyrir þessa
hjálp.
I Danmörku hefur m.a. verið
efnt til 14 daga lýðháskólanám-
skeiða fyrir aldraða. beim sem
þátt hafa tekið i þeim ber saman
um, að mikilvægasti þátturinn i
þeirri starfsemi séu þau kynni,
sem þeir hafa getað myndað við
annað fóik meðan á námskeiðinu
stóð. Við leggjum einnig áherzlu á
að aldrað fólk sem kemur til dag-
meðhöndlunar til okkar i Glo-
strup, komi þangað i bilum, þar
sem það hittir aðra sjúklinga og
kynni geta myndazt á leiðinni.
Einmanaleikinn virðist eitt
aðalvandamálið i lifi margra
aldraðra.
— Geðlæknaþingið hefur verið
mjög fróðlegt og áhugavekjandi,
svaraði Magnussen spurningu
okkar. — Þaðsem, kom þó mest á
óvart var ræða heilbrigðismála-
ráðherra ykkar Magnúsar Kjart-
anssonar við setninguna a
fimmtudagsmorgun. Það er mjög
óvenjulegt að stjórnmálamenn
hafi eins viðtæka þekkingu og rik-
an skilning á þessum málum og
heilbrigðis- og menntamálaráð-
herra ykkar.
Sár nauðsyn á fleiri
sjúkrarúmum — Þáttur
geðlækninga á almennu
læknanámi
Á föstudagsmorgun fluttu for-
0 Watergate
ráðgjafi Roberts Kennedys i
baráttu hans við James Hoffa,
hinn spillta leiðtoga Sambands
flutningaverkamanna i Banda-
rikjunum.
Cox-skrifstofan hefur útibú i
New York, Orlando og Los
Angeles, þar sem einstakir þættir
Watergate-málsins eru rann-
sakaðir sérstaklega.
Hvíta húsið
I „varnarherbúðunum” i Hvita
húsinu er einn þekktasti lögfræð-
ingur Bandarikjanna við stjórn-
völinn. Það er Charles Alan
Wright, lögfræðiprófessor frá
Texas, sem sjálfur litur á sig sem
„frjálslyndan ihaldsmann,” en
hefur hins vegar alltaf verið álit-
inn mjög frjálslyndur. Hann
greiddi atkvæði á móti John F.
Kennedy á sinum tima af þvi,
að hann hafði ekki tekið klára af-
stöðu gegn McCarthy, og gegn
Goldwater af þvi, að hann var
andvigur borgararéttindalöggjöf
þeirri, sem Johnson forseti fékk
samþykkta i Bandarikjaþingi.
Wright hefur verið prófessor i
Texas siðan 1965 og oftsinnis flutt
mál fyrir hæstarétti — en hann
mun mjög hafa hug á þvi að eiga
sæti i þeim dómstól.
Þessir þrir aðilar leika nú aðal-
hlutverkið i Watergatemálinu.
Rannsóknarnefndin mun enn um
sinn verða mest i sviðsljósinu, en
siðar mun koma að rikissak-
sóknaranum Cox, sem vafalaust
mun hefja mál á hendur ýmsum
fyrrverandi valdamönnum i
Washington fyrir brot gegn ýms-
um þeim landslögum, sem þeir
áttu að framfylgja.
-(EJ þýddi)
toscdjt
OPUS
leika og syngja
mánudagskvöld
VEITINGAHÚSIÐ
Lækjarteig 2
Rútur Hannesson og félagar
og Kjarnar.
Opið til kl. 2
menn samtaka geðlæknasamtak-
anna i fimm Norðurlanda erindi
um áætlanagerð og skipulagningu
geðheilbrigðismála og umræður
voru haldnar um sama efni. Tóm-
as Heleason yfirlæknir Klepps-
spitalans taiaði af hálfu Islend-
inga. Seinna um daginn sagði
hann okkur, að umræður hefðu
orðið fjörugar. Norrænir geð-
læknar eru sammála um að mik-
ilvægt sé að tengja geðlæknis-
þjónustu annarri heilbrigðisþjón-
ustu og félagslegri þjónustu. Rætt
hefði verið um hverju mætti
breyta og um nýjar tilraunir i þvi
sambandi.
Tómas sagði að komið hefði
fram á þinginu, að það væri engin
dyggð að útskrifa geðsjúklinga af
siúkrahúsum ef beir hefðu engu
að að hverfa. bá var rætt um
menntun heilbrigðisstétta þeirra
er að umönnun geðsjúkra vinna,
en nú er mönnum að verða æ ljós-
ara mikilvægi þess að fleiri en
læknar vinni að þessum málum.
Læknarnir voru sammála um
að nauðsynlegt væri að hafa 2-2,5
sjúkrarúm fyrir geðsjúka á hverja
1000 ibúa, en jafnframt væri þörf
fyrir annars konar aðstoð og um-
önnun þeirra. Hér á íslandi er að-
eins um 1 sjúkrarúm fyrir geð-
sjúka á hverja 1000 ibúa. Enda
sagði Tómas Helgason i erindi
sinu á föstudg að sár nauðsyn
væri á að fjölga sjúkrarúmum hér
fyrir sjúklinga með bráða geð-
sjúkdóma.
Hann sagði ennfremur að nauð-
synlegt væri að tengja geðlækn-
ingar öðrum sviðum heilbrigðis-
þjónustu og gera þær jafnrétthá-
ar öðrum greinum læknisfræði.
Örlaði á gagnrýni hjá Tómasi á
menntun islenzkra lækna i geð-
lækningum og sálgæzlu i almennu
læknanámi. Hann taldi hættu á að
þessi iiður menntunar lækna
hyrfi i skuggann ef hann yrði
ekki tengdur annarri læknisfræði
legri þjónustu.
I erindi sinu sagði Tómas m.a.:
„Markmið okkar verður að vera
að gera sjúklingum okkar kleyft
að lifa eins eðlilegu lifi i þjóðfé-
laginu og kostur er, að nokkru
leyti með þvi að meðhöndla sjúk-
dóma þeirra og að nokkru leyti
með þvi að hafa áhrif á samfélag-
ið i þá átt að það viðurkenni þessa
sjúklinga.” SJ
AAannrán blómstr-
andi fyrirtæki
í Argentínu
SB, Reykjavik — Rán af ýmsu
tagi eru orðin stórtekjulind i
Argentínu og yfirvöld virðast
hreint ekki geta stöðvað þá
þróun. Fólki er oft rænt af
hugsjóna- eða stjórnmála-
ástæðum, en það er þó minnstur
hlutinn. Venjulegir samaglæpa-
meiin ræna flestum og krefjast
lausnargjalda.
Siðast rán af stjórnmála-
ástæðum var framið nýlega
þegar sex skæruliðar rændu
argentisnkri flugvél með 0
manns innanborð sog neyddu
flugstjórann til að fara til Kúbu.
Ræningjarnir kröfðust 200 þúsund
dollara i lausnargjald til
„Mannúðarmála” eins og
barnaheimila.
Eftir þvi, sem bezt er vitað,
hafa verið greiddar um 900
milljónir (isl) króna i lausnar-
gjöld, aðeins það sem af er þessu
ári i Buenos Aires og jafnframt
hafa nokkrir ræningjar verið
dæmdir. Stærstu upphæðirnar
eru greiddar fyrir bandariska
kaupsýslumenn, en meðalverð á
þeim er um 90 milljónir króna.
Það, hversu auðvelt virðist að
ná i þessa peninga. svo og hitt.
hversu mikið umtal ræningjarnir
fá i heimspressunni, hefur orðið
til þess að ránsbylgjur hafa risið.
Burtséð frá þvi, að næstum
hvert einasta rán hefur heppnazt,
vita ræningjarnir að þeim er ekki
leyft að framkvæma hótanir sinar
um að myrða fórnarlömbin. Það
sem af er árinu, hefur enginn
rændur maður verið myrtur.
A árunum 1968 til 1972 var
aðeins vitað um 25 mannrán i
Argentinu, en á fyrstu sex
mánuðum þessa árs hækkaði
talan gifurlega, þá voru ránin 48.
Það bendir til að æ fleiri vilji nýta
sér þessa peningalind
Þessir fá lóðir
LóÐANEFND Reykjavikur hefur
skilað til borgarráðs eftirfarandi
tillögu um lóðaúthlutun i Breið-
holtshverfi:
Raðhús:
Bakkasel 26, Magnús Magnússon,
Holtsgötu 25.
Bakkasel 21, Björn Friðþjófsson,
Heiðargerði 112.
Bakkasel 31, Gylfi Jóhannesson,
Álfheimum 27.
Engjasel 66, Haraldur Þorsteins-
son, Grensásvegi 56.
Engjasel 68, Ágúst Einarsson,
Dvergabakka 32.
Engjasel 3, Arni Finnbogason,
Sogavegi 38.
Engjasel 7, Hörður G. Jóhannes-
son, Skálagerði 13.
Seljabraut 34, Baldur Ingvarsson,
Bólstaðarhlið 46.
Réttarbakki 7, Þór Sævar
Sigurðsson, Eyjabakka 5.
Fjölbýlishús:
Engjasel 13, Einar Nikulásson,
Háaleitisbraut 61.
Engjasel 13, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Skipasundi 58.
Engjasel 56, Jón Helgason,
Lyngbrekku 13.
Seljabraut 38, Magnús
Guðmundsson, Vesturbergi 2.
Seljabraut 38, Reynir Garðasson,
Hjallavegi 10.
Seljabraut 38, Erlendur
Kristjánsson, Gnoðarvogi 40.
Seljabraut 49, Hafsteinn Sigur-
jónsson Hvassaleyti 57.
Seljabraut 42, Haukur Pétursson,
Byggðarenda 18,
Seljabraut 44, Kristján Péturs-
son, Safamýri 95.
Einbýlishús:
Akrasel 25, Sverrir Jónsson,
Tungubakka 26.
Hléskógar 5, Jón Guðjónsson, Sól-
heimum 23.
Borgargerði 7, Jakob Þór Óskars-
son, Háaleitisbraut 50.
Rauðagerði 76, Gunnar Ingimars-
son, Dvergabakka 28,
Heiðargerði 1 B, Jón II.. Bald-
vinsson, Sólheimum 23.
AAan 780
Til sölu er Man 780
vörubifreið árgerð
1967. Bifreiðin er yf-
irbyggð til vöruflutn-
inga.
Upplýsingar i sima
93-6252, Ólafsvik.
JOHNS-MANVILLE
glerullar-
9 einangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull-
areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið
þér frían álpappír með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt
borgar sig.
Munið Johns-Manville í alla einangrun.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
LOFTSSON HF.
Hringbraut 121 . Sími 10-600