Fréttablaðið - 20.09.2004, Side 19

Fréttablaðið - 20.09.2004, Side 19
3MÁNUDAGUR 20. september 2004 Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Skipholti 29a 105 Reykjavík sími 530 6500 fax 530 6505 heimili@heimili.is Opið mánudaga til föstudaga 9-17 Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Rósa María Sigtryggsdóttir ritari Félag Fasteignasala HAMRAVÍK - björt og falleg 4ja herberja íbúð með sérinngangi. Nýkomin í sölu ca 124 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi í nýlegu fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Þrjú svefnherbergi og björt og góð stogfa með útgengi út á svalir í suður. Áhv. góð lán. Verð 16,7 millj. SÓLVALLAGATA - rúmgóð 3ja í risi. Frábært útsýni af stórum svölum. Góð 3ja herbergja íbúð í risi. Tvö herbergi og björt parketlögð stofa ásamt vinnuherb. Stórar svalir í austur með frábæru útsýni. Íbúðin hefur verið töluvert endurnýjuð. Fallegt hús á góðum stað í miðbænum. Verð 12,9 millj. VESTURBERG. Góð 85 fm íbúð á 2. hæð með vestursvölum Stórt eldhús og FANNAFOLD Parhús á einni hæð með bílskúrHEIMILI er öflug og f rsk f steignasala í eigu þriggja löggiltra fasteignasala sem allir starfa hjá fyrirtækinu og h fa áralanga reynslu af fasteignaviðskiptum. Við leggjum sérstaka áherslu á vönduð og traus vinnubrögð og úrvals þjónustu. Metnaður okkar er að allir viðskiptavinir finni heimili við sitt hæfi og verði sáttir og ánægðir með samskiptin við okkur. Nýjasta breytingin á heimilinu: Öryggishlið fyrir einkasoninn Stefán Már Magnússon setti upp öryggishlið til að gæta öryggis sonar síns, Kolbeins Daða. „Nýjasta breytingin á heimilinu mínu er mjög ný, eða frá síðast- liðnum miðvikudegi. Þá setti ég upp öryggishlið á stigapallinum svo sonur minn fljúgi ekki niður og meiði sig,“ segir Stefán Már Magnússon tónlistarmaður. „Sonur minn er orðinn sextán mánaða og er að byrja að ganga og skoða sig um. Við búum á annarri hæð í gömlu húsi og því er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis. Ég setti öryggishliðið upp sjálfur en ég læt það allt vera hvort ég sé svo mjög handlaginn. Sem betur fer var þetta mjög auðvelt í uppsetn- ingu,“ segir Stefán en ekki mátti þessi breyting bíða þar sem litli snáðinn er orðinn ansi forvitinn að skoða heiminn í kringum sig. Meira liggur fyrir í breyting- um hjá Stefáni Má og konu hans Eddu Björgu Eyjólfsdóttur leikkonu, þar sem þau hafa í hyggju að búa til barnaherbergi fyrir litla guttann. „Okkur vantar einmitt barnaherbergi en höfum ekki komist í að gera það. Við höf- um smá svæði fyrir utan íbúðina sem við notum núna sem fata- hengi. Þar er hurð inn og gæti nýst sem mjög gott barnaher- bergi. Ætli við förum ekki í þær breytingar í haust ef við höfum tíma.“ lilja@frettabladid.is Uppáhaldsbygging Arnars Geirs Ómarssonar myndlistar- manns er Bæjarins bestu. „Þetta er stórlega vanmetin dvergbygging þar sem allar teg- undir fólks safnast saman jafnt á nóttu sem degi,“ segir Arnar Geir. „Þarna eru ógæfumenn í bland við bankastjóra og heims- þekkta bárujárnsrokkara og allt þar á milli. Bæjarins bestu- skúrinn er líka sú bygging sem maður hugsar til þegar maður er erlendis og ekki er laust við að smá heimþrá geri vart við sig.“ Arnar Geir segist hafa sótt Bæjarins bestu sem krakki og unglingur. „Staðurinn hefur alltaf togað mig til sín. Fólk vill vera nálægt skúrnum. Þetta er staður þar sem maður hittir fólk sem maður hittir ekki annars staðar. Fullkominn skúr með góðu innihaldi.“ Arnari Geir finnst mannlífið við Bæjarins bestu heillandi og skúrinn líka. Bæjarins bestu: Skúrinn sem maður saknar erlendis FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.