Fréttablaðið - 20.09.2004, Page 53

Fréttablaðið - 20.09.2004, Page 53
MÁNUDAGUR 20. september 2004 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Mánudagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  17.00 Keflavík og Haukar mætast á Ásvöllum í leik um þriðja sætið á Reykjanesmótinu í körfubolta.  19.00 Njarðvík og Grindavík mætast á Ásvöllum í leik um sig- urinn á Reykjanesmótinu í körfu.  20.00 FH og Haukar mætast í Kaplakrika í Norðurriðli efstu deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.05 Ryder-bikarinn í golfi á Sýn. Síðasti keppnisdagurinn frá því í gær endursýndur. 14.45 Ólympíuleikar fatlaðra á RÚV. Sýnt frá keppni á Ólympíu- leikum fatlaðra í Aþenu.  15.40 Helgarsportið á RÚV. Sýnt frá íþróttaviðburðum helgarinnar heima og erlendis.  15.55 Fótboltakvöld á RÚV. Sýnt frá leikjum 18. umferðar Lands- bankadeildar karla í knattspyrnu.  16.10 Ensku mörkin á RÚV. Sýnt frá leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.  18.00 Þrumuskot á Skjá einum. Sýnt frá leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.  18.50 Enski boltinn á Skjá einum. Beint frá leik Man. Utd. og Liver- pool í ensku úrvalsdeildinni.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Farið yfir gang mála í Evrópuknattspyrnunni.  22.00 Olíssport á Sýn. Íþrótta- viðburðir dagsins heima og erlendis.  23.15 Ensku mörkin á RÚV. Sýnt frá leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Sjóður 9 – peningamarkaðssjóður er mjög heppileg og örugg ávöxtunar- leið fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra sem vilja ávaxta fé sitt í skamman tíma. Hægt er að kaupa og selja í sjóðnum með einu símtali eða í gegnum Netbanka Íslandsbanka án kostnaðar. Fáðu nánari upplýsingar um sjóðinn í útibúum Íslandsbanka eða hjá Íslandsbanka-Eignastýringu í síma 440 4900. Sjóður 9 – peningamarkaðssjóður Enginn binditími – góð skammtímaávöxtun *Nafnávöxtun 31. maí til 31. ágúst 2004 á ársgrundvelli. Nafnávöxtun 30. júlí til 31. ágúst 2004 var 5,4%. ÍSB Sjóður 9 – peningamarkaðssjóður er verðbréfasjóður sem starfar samkvæmt lögum um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði nr. 30/2003. Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna í útboðs- lýsingu Verðbréfasjóða ÍSB sem nálgast má í útibúum Íslandsbanka, hjá Íslandsbanka-Eignastýringu, Kirkjusandi, Reykjavík og á heimasíðu bankans, www.isb.is/sjodir. ,8%*5 FÓTBOLTI Chelsea náði ekki að komast upp að hlið Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Tottenham en þetta er annað markalausa jafntefli liðsins í röð í deildinni. Bæði lið eru eftir sem áður taplaus en Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og átti meðal annars skot í stöng á lokamínútum leiksins. „Þeir pökkuðu í vörn fyrir framan markið sitt og hugsuðu bara um það að verjast,“ sagði Jose Mourinho eftir leik. Newcastle vann fyrsta deild- arleikinn undir stjórn Graeme Souness þegar með 1-2 útisigri á Southampton. Það var bak- vörðurinn Stephen Carr sem tryggði sigurinn með laglegu langskoti en sjálfsmark hafði komið Newcastle yfir áður en Anders Svenson jafnaði leikinn. Marcus Bent tryggði loks Everton 1–0 sigur á Middles- brough. Markalaust jafntefli hjá Chelsea gegn Tottenham í gær NBA-deildin í körfu: Snýr Drexler aftur í NBA? KÖRFUBOLTI Clyde Drexler, sem ný- lega var vígður inn í Frægðarhöll körfuboltans, mun líklega taka skóna af hillunni fyrir komandi tímabil og leika með Denver Nuggets. Drexler er fjörutíu og tveggja ára gamall og að sögn Kiki Vandeweghe, framkvæmda- stjóra Nuggets og fyrrum sam- herja Drexler hjá Portland, er kallinn í toppstandi. „Það er með ólíkindum hve miklum líkamleg- um og andlegum styrk Drexler býr yfir,“ sagði Vandeweghe. „Ef einhver getur komið aftur, þá er það hann.“ Drexler, sem lagði skóna á hill- una árið 1997, segir ágætis líkur á að hann snúi aftur í NBA-deildina, sjái hann meistaraefni í liðinu. „Ef það er möguleiki á að liðið geti unnið titil, þá er ég til,“ sagði Drexler. „Nuggets er eitt af þess- um liðum og lítur vel út á pappírn- um. Ég veit að ég get gert þetta“.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.