Fréttablaðið - 20.09.2004, Síða 55

Fréttablaðið - 20.09.2004, Síða 55
MÁNUDAGUR 20. september 2004 www.toyota.is Hilux. Ódrepandi harðjaxl. Hilux hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt á íslenskum vegum og vegleysum. Gríðarlegur styrkur, frábær ending og afburða aksturseiginleikar einkenna þennan ódrepandi harðjaxl sem á sér margra ára frægðarsögu hér á landi. Komdu og reynsluaktu. www.toyota.is Nú er tækifæri til að eignast HILUX á hörkutilboði! Notadrjúgur aukahlutapakki: 31" breyting,kantar, álfelgur og hús. Allt þetta færð þú fyrir aðeins 2.990.000 kr. Toyota Kópavogi Sími 570 5070 Bílatangi hf. Ísafjörður Sími 456 4580 Toyotasalurinn Selfoss Sími 480 8000 Toyota Akureyri Akureyri Sími 460 4300 Bifreiðaverkstæði Borgþórs Egilsstaðir Sími 471 1436 Toyotasalurinn Reykjanesbæ Sími 421 4888 Bílaleiga Húsavíkur Húsavík Sími 464 1888 Hraun sf. Höfn Sími 580 7915 Kristján Ólafsson Vestmannaeyjar Sími 481 2323 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 84 0 0 9/ 20 04 Hörkutilboð! Um reynslu Evruþjóða af evrunni Fundarboð Þriðjudaginn 21. september, kl. 12:00 - 13:15 flytur dr. Paul van den Noord, deildarstjóri í hagfræðideild OECD, erindi ,,Um reynslu Evruþjóða af evrunni" í sal 132 í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands. Í erindinu reifar Paul van den Noord kosti og galla evrunnar og hvað aðildarríkin þurfa að gera til að njóta ávinnings af henni. Paul van den Noord er á Íslandi í boði Samtaka iðnaðarins og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Gylfi Magnússon dósent og Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur SI, kynnir framsögu- erindið og ræðumann. Erindið verður flutt á ensku og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir Paul van den Noord hefur starfað við hagfræðideild OECD frá 1989. Sem deildarstjóri ber hann ábyrgð á árlegri skýrslu OECD um þróun efnahagsmála á Evrusvæðinu, sem nú nær til tólf ESB ríkja. Á starfsferli sínum hefur hann öðlast víðtæka reynslu af greiningu efna- hagsmála og veitt aðildarríkjum OECD, þ.á.m. Ástralíu, Belgíu, Írlandi, Hollandi, Noregi, Finnlandi og Bretlandi, ráðgjöf um stjórn efnahagsmála. Áður en hann gekk til liðs við OECD starfaði hann sem ráðgjafi og lektor í þjóðhagfræði við Háskólann í Amsterdam, þar sem hann hlaut doktorsgráðu. Paul van den Noord nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir sérþekkingu og framlag sitt á sviði hagstjórnar. Gylfi Magnússon Þorsteinn ÞorgeirssonPaul van den Noord Ryder-bikarkeppninni í golfi lauk í Detroit í gærkvöld: Burst hjá Evrópu GOLF Evrópumenn unnu Ryder- bikarinn annað skiptið í röð þegar þeir unnu Ameríkumenn með níu stiga mun, 18,5–9,5, og það á þeirra eigin heimavelli í Detroit í Bandaríkjunum í gær. Þetta er stærsti sigur liðsins í sögu bikarsins og enn fremur aðeins í þriðja skiptið í 77 ára sögu Ryder sem Bandaríkja- menn tapa á heimavelli. Það var Skotinn Colin Mont- gomerie sem innsiglaði sigurinn en hann vann sér ekki þátt- tökurétt þetta árið heldur var annar af tveimur mönnum sem fyrirliðinn Bernard Langer valdi í Evrópuliðið. Montgomerie stóð sig frábærlega um helgina og fékk uppreisn æru eftir að hafa gengið illa á tímabilinu. „Ég er svo ánægður með liðið en þetta var þó miklu auðveld- ara en ég bjóst við,“ sagði Þjóð- verjinn Bernard Langer eftir keppnina og bætti við: „Við unnum eitt sterkasta Ryder-lið Bandaríkjamanna frá upphafi og það á þeirra eigin heima- velli.“ Það er sama hvar er litið á Ryder-bikarinn í ár – Evrópu- menn áttu sviðsljósið. Evrópa vann alla dagana, 6,5-1,5 fyrsta daginn, 4,5-3,5 annan daginn og loks 7,5–4,5 í einstaklingskeppn- inni þar sem Bandaríkjamenn hafa jafnan verið í sérflokki. Þetta var samt aðeins í níunda skiptið sem Evrópumenn fagna sigri, Bandaríkjamenn hafa unnið 15 sinnum oftar. Eftir mikla yfirburði Ameríkuliðsins á fyrstu árum Ryder-bikarsins hefur Evrópuliðið sótt í sig veðrið á síðustu áratugum og þetta var sjöundi sigur Evrópu í síðustu tíu keppnum. TIL HAMINGJU KARLINN Fyrirliði Evrópuliðsins, Þjóðverjinn Bernard Langer, óskar hér Skotanum Colin Montgomerie til hamingju en þeir félagar fögnuðu sigri með Evrópu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.