Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 4
4 22. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Lýsti yfir hræðslu í garð sakborninga Sautján ára drengur segir Stefán Loga Sívarsson hafa ógnað sér með öxi og hótað að henda honum fram af svölum áður en hann gekk í skrokk á honum. Stúlka sem bar vitni fyrir dómi sagðist hrædd við sakborninga. DÓMSMÁL Sautján ára drengur vitnaði í gær gegn Stefáni Loga Sívarssyni sem er ákærður fyrir þrjár líkamsárásir. Drengurinn sagði Stefán Loga hafa ógnað sér með öxi skömmu áður en líkams- meiðingarnar hófust. Stúlka sem bar vitni í málinu var mjög hrædd við Stefán Loga og annan mann sem einnig er ákærður fyrir tvær árásanna. Hennar ósk var að þeir viku úr dómsal á meðan hún bæri vitni. Líkamsárásirnar sem Stefán Logi er ákærður fyrir voru framdar á tveimur dögum í byrjun apríl síðastliðinn. Á þeim tíma var Stefán Logi nýkominn úr fangelsi og var á reynslulausn. Eftir fyrstu líkamsárásina fór lögreglan í Reykjavík fram á gæsluvarðhald yfir Stefáni. Dóm- ari hafnaði gæsluvarðhaldsbeiðn- inni og Stefáni var sleppt lausum. „Hann náði í risaöxi fyrir aftan sófann og ógnaði mér. Þetta leit út eins og grín en ég veit hvað hann hefur gert í fortíðinni og vissi ekki hvað ég ætti að gera,“ sagði sautján ára piltur sem vitnaði gegn Stefáni fyrir dómi í gær. Síðan sagði hann Stefán hafa tekið um axlirnar á sér og sagst ætla að henda honum fram af svölunum. Hann hafi reynt að rífa sig lausan frá Stefáni og þá hafi augu hans orðið brjálæðisleg. Stefán hafi slegið hann á kjaftinn og aftur í magann eftir að hann féll á sófann. Að lokum segir hann Stefán hafa sparkað í magann á sér þar sem hann lá í gólfinu. Árásin átti sér stað á heimili Stefáns Loga þar sem þeir tveir og annar maður voru að neyta fíkniefna. Drengurinn hlaut við árásina lífshættuleg inn- vortis meiðsl. Drengurinn býr nú í Bandaríkjunum. Rúmlega tvítug stúlka sem Stefán og annar maður eru sakað- ir um að hafa beitt líkamlegu of- beldi mætti sem vitni fyrir rétt- inn. Hún sagði Stefán Loga ekki hafa gert sér neitt heldur hefði hinn maðurinn slegið hana nokkrum sinnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði hún Stefán hins vegar hafa ráðist á sig. Auk þess báru tvær konur vitni um að hafa séð Stefán beita hana ofbeldi. Stefán hlaut tveggja ára fang- elsisdóm fyrir líkamsárás árið 2002 á heimili sínu á Skelja- granda, auk annarrar líkams- árásar sem hann framdi sama dag. Gæsluvarðhald yfir Stefáni rennur út þann sjötta október. hrs@frettabladid.is Miss Bjarnadóttir: Keppir í Kína FEGURÐARSAMKEPPNI Halldóra Rut Bjarnadóttir verður fulltrúi Íslands í keppninni Miss International 2004, sem fram fer í Peking í Kína 16. október næst- komandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fegurðar- samkeppni Íslands. Halldóra Rut heldur til Tókýó næsta laugardag, þar mun hún dveljast ásamt um 60 öðrum kepp- endum til 7. október. Þá fer hópur- inn til Kína þar sem keppnin verður haldin. Mun það vera í fyrsta sinn í 44 ára sögu keppn- innar að hún er haldin utan Japans eða Bandaríkjanna. ■ Ástþór Magnússon svarar fyrir sig: Tók myndir úr körfubíl FJÖLMIÐLAR Ástþór Magnússon, fyrr- um forsetaframbjóðandi og forsvarsmaður Friðar 2000, tók myndir af starfsmönnum Fréttar í gær, í gegnum glugga á annarri hæð úr körfubíl. Með þessu vildi Ástþór svara fyrir sig, en Ástþór telur umfjöllun DV um sig hafa farið út fyrir velsæmismörk undanfarið. „Mér var algerlega nóg boðið þegar ljósmyndari DV réðst að mér með tilefnislausri myndatöku inn um glugga á einkabifreið minni stutt frá sjúkrahúsinu Landakoti þar sem ég var að heimsækja móður mína á líknar- deild,“ segir Ástþór á heimasíðu sinni. Ástþór ákvað því að svara í sömu mynt og á heimasíðu hans má sjá myndir sem hann tók af Illuga Jökulssyni, ritstjóra DV, nú í upphafi vikunnar, þar sem Illugi er fyrir utan heimili sitt ásamt eiginkonu sinni. Í gær ákvað svo Ástþór að bæta um betur og mæta með körfubíl fyrir utan hús Fréttar og taka myndir inn um gluggann. Mæltist uppátækið ágætlega fyrir meðal starfsmanna. ■ Á ríkið að aðstoða einkafyrirtæki við að byggja upp þráðlaus dreifi- kerfi á landsbyggðinni? Spurning dagsins í dag: Ráða sveitarfélögin við rekstur grunn- skóla? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 53.97% 46.03% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun GUÐRÚN SESSELJA ARNARDÓTTIR OG STEFÁN LOGI SÍVARSSON Ekki tókst að ljúka aðalmeðferð í málinu gegn Stefáni Loga þar sem síðasta vitnið í mál- inu mætti ekki fyrir rétt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VAÁSTÞÓR MEÐ MYNDAVÉLINA Ástþór kom með körfubíl að húsi Fréttar og tók myndir inn um gluggann á annarri hæð. HALLDÓRA RUT BJARNADÓTTIR Önnur íslensk „Miss Bjarnadóttir“ sigraði keppnina Miss International árið 1963. Þá var það Guðrún Bjarnadóttir sem varð fyrst íslenskra kvenna til að sigra í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I AFSALAR SÉR RÍKISBORGARA- RÉTTI Mijailo Mijailovic, morð- ingi Önnu Lindh, hefur afsalað sér sænskum ríkisborgararétti. Mijailovic er fæddur í Svíþjóð en foreldrar hans í Júgóslavíu, eftir afsalið hefur hann því að- eins serbneskan ríkisborgara- rétt. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á afplánun hans eða vist á geðsjúkrahúsi. ■ NORÐURLÖND FERÐALÖG Ásthildi Guðjónsdóttur, bílstjóra hjá Teiti Jónassyni, brá ekki lítið þegar hún sá bústinn hana á vappi á bílastæði fyrirtækisins í Kópavogi. Hún hafði nefnilega séð þennan sama hana uppi á Indriðastöðum í Skorradal nokkrum klukkustundum áður. Enn skilur enginn hvernig hann komst í bæinn. „Ég fór með hóp í rútunni upp að Indriðastöðum,“ sagði Ásthildur, sem fór ferðina í fyrradag. „ Síðan ók ég til baka. Þegar ég lagði rútunni á bílaplaninu í Kópavogi sá ég mér til mikillar furðu, að hani sem ég hafði veitt athygli á Indriðastöðum var á vappi á planinu. Við fönguðum hann og settum í kassa. Hann hefur nú verið sóttur að því ég best veit.“ Ásthildur kvaðst enga hugmynd hafa um hvernig haninn hefði komist með rútunni í bæinn. Hann hefði ekki verið inni í henni, svo mikið væri víst. ■ Rútuferð til borgarinnar: Hani gerðist laumufarþegi LAUMUFARÞEGINN Bílstjórinn með laumufarþegann undir hendinni. KJARADEILUR Nýtt útgerðarfélag utan um ísfisktogarann Sólbak frá Akureyri er háalvarleg aðför að stéttarfélögum sjó- manna, segir Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands og formaður í félagi skipstjórnar- manna. „Þetta er það grófasta sem ég hef horfst í augu við í kjaramálum sjómanna,“ segir Árni. Hann segir að málaferli komi til greina ef ekki gangi að sporna við breytingunni með öðrum hætti. „Ég bind mestar vonir við að Alþýðusambandið komi að málunum og félög innan þess neiti að afgreiða skipið,“ segir forseti Farmanna- og fiskimanna- sambandsins. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri útgerðarfyrirtækisins Brims, en það er eigandi rekstrar- félags Sólbaks, segir möguleika á að allt fyrirtækið verði dregið út úr Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Útgerðarmaðurinn og sjómað- urinn verða að geta talað saman um útgerðina. Hvort sem það er í gegnum heildarsamtök eða ekki, verður að koma í ljós,“ segir Guðmundur. Árni segir að eðlilegra hefði verið ef Guðmundur hefði samið við samtök sjómanna um kjör um borð í Sólbaki. „Í staðinn stillir hann körlunum sínum upp við vegg með hótunum og notar verstu leið gagnvart þeim til að ná sínum markmiðum fram,“ segir Árni. Guðmundur segir útgerðina hafa beðið forystumenn sjómanna um nútímalegri kjarasamninga í byrjun júlí og aftur í september. Á þeim bænum hafi hins vegar ekki verið tekið undir þær óskir. Sjá viðtal við Guðmund Kristjánsson á síðu 10. Forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands: Háalvarleg aðför að stétt sjómanna ÁRNI BJARNASON: Segir að sjómönnum á Sólbaki hafi verið stillt upp við vegg með hótunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.