Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 14
Öðru hverju heyrist sú full- yrðing að vernd og ræktun íslenskrar tungu, sem stundum er nefnd hreintungustefna, leiði til málótta þeirra sem hafi ekki vald á hinu „hreina“ máli og því njóti þeir ekki fulls tjáningar- frelsis. Meðal annars hefur verið bent á að nýir ríkisborgarar þessa lands, sem aldir eru upp við önnur tungumál, ráði ekki við „gullaldaríslenskuna“ sem málhreinsunarmenn kváðu vilja að við tölum öll. Þetta er í samræmi við þá kenningu að ekkert sé gott og ekkert vont, ekkert vandað og ekkert óvandað. Samkvæmt hinni nýju hugsun, sem stundum er kennd við svonefndan póst- módernisma, er ekki gerður greinarmunur á hámenningu og lágmenningu, iðnaðarpoppi og því sem eitt sinn hét æðri tónlist, fagmennsku og áhugamennsku. Og nú má ekki gera greinar- mun á vönduðu málfari og óvönduðu, í nafni lýðræðis skilst mér. En hvað þarf að gerast til þess að þetta takmark náist? Líklega þarf í fyrsta lagi að hætta allri íslenskukennslu í skólum, sem hlýtur að leiða til einföldunar málsins. Þá hverfa líklega smám saman þessar flóknu beygingar sem gera málið svo erfitt (raunar eru sagnbeyg- ingar, nema á sögninni að vera, þegar á hröðu undanhaldi; það er byrjunin). Í öðru lagi þarf lands- lýður að hætta að lesa góðar bók- menntir. Það leiðir til minnkandi orðaforða því málið okkar varð- veittist fyrst og fremst í bók- menntum, fornum og nýjum, og tungutaki alþýðufólks, sem tal- aði (og talar) mál forfeðranna. Orð, orðasambönd og hugmyndir hætta að erfast frá kynslóð til kynslóðar þar til orðaforðinn verður orðinn svo lítill að allir standa jafnt að vígi. Þegar svo verður komið geta landsmenn líklega allir tjáð sig með svip- uðum hætti, enginn betur en annar, málfar allra verður jafnslæmt. Þá verður lýðræðinu víst borgið?! Þó er einn hængur á þessu. Alltaf verður til hópur fólks sem vill tala gott mál, halda uppi heiðri íslenskrar tungu. Það heldur áfram að lesa góðar bók- menntir og auðga mál sitt með fjölbreytilegum orðaforða sem auðveldar því að koma hugsun- um sínum í orð, beygja orðin eftir föllum, tölum, háttum og tíðum, hafa þau í réttum kynjum og svo framvegis, og reynir að kenna börnum sín gott mál. Það verður ekki hægt að banna fólki þetta frekar en að tala einfalt og rýrt mál. Hvor hópurinn skyldi verða betri í rökræðum, að standa fyrir máli sínu, sannfæra aðra um ágæti skoðana sinna eftir svona tvo til þrjá áratugi? Skyldu þá berjast um völd og áhrif í þjóðfélaginu annars vegar þeir sem hafa orðsins list á valdi sínu og hins vegar til að mynda þeir sem stjórna hlutabréfavið- skiptum og hafa vald á markaðs- öflunum? Hvorir skyldu hafa betur? Eitt er víst að verði þró- unin á þennan veg verður unnt að heyra á málfari fólks hvorum hópnum það tilheyrir. Þá verður málfarsleg stéttarskipting. En spurningin er hvor verði yfir- stéttin, sú málfátæka eða hin orðríka. Kannski á ég eftir að eiga þess kost, aldraður maður, að fylgjast með þeirri „orðræðu“ og þeirri baráttu sem þá fer fram. En að sinni vek ég aðeins athygli á orðum Bretans sem lærði ís- lensku á viku og mætti síðan í viðtal í Kastljósinu. Þetta er víst tungumálasnillingur sem hefur fjölda tungumála á valdi sínu. Honum gekk furðuvel að gera sig skiljanlegan á íslensku í við- talinu – en átti þó eðlilega í nokkrum erfiðleikum því hann vantaði orð til að tjá hugsun sína. Hann kom því þó til skila að hon- um þætti íslenskan ákaflega fallegt mál, algjör „gullmoli“, og þeir sem kynnu hana og töluðu hefðu unnið í „tungumálahapp- drætti“. Annar tungumálasnill- ingur, Rasmus Kristján Rask, var á svipaðri skoðun á fyrri hluta 19. aldar. Glöggt er gests- augað. Ég held að einföldun tungunnar sé ekki ráðið heldur að almennilega verði staðið að íslenskukennslu, jafnt fyrir inn- fædda sem aðflutta Íslendinga. Hvað hina síðarnefndu varðar leysist vandinn af sjálfu sér því næsta kynslóð á eftir að tala full- boðlega íslensku, svo framarlega sem hvergi verði gefið eftir í al- mennri íslenskukennslu. ■ Heggur sá er hlífa skyldi Svo virðist sem hörð viðbrögð almenn- ings við verkfallsaðgerðum kennara hafi komið þeim sjálfum nokkuð á óvart. Meira að segja forysta ASÍ hefur lýst efasemdum um kröfurnar sem kennar- ar hafa sett fram og kennarar eiga fáa hauka í horni. Jafnvel gamlir baráttubræður kennara á vinstri væng stjórnmálanna hafa tak- markaða samúð með verkfallsað- gerðunum og brá kennurum mörgum í brún við harða gagnrýni Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablað- inu á mánudag. Velvild þrýtur Þrátt fyrir að eiga nánast einróma velvild í samfélaginu virðist forystu kennara nú vera smám saman að takast að grafa undan þeim stuðn- ingi. Víða í kennarastétt heyrist nú kurr í horni vegna þeirra aðferða sem beitt hefur verið í aðdraganda verkfallsins. Árásir Eiríks Jónssonar á einkafyrirtæki - og jafnvel íþróttafélög - hafa gert lítið til þess að styrkja málstað kennara í augum almennings. Líklegt er að kenn- arar fari í ítarlega naflaskoðun að þess- ari kjarabaráttu lokinni. Óskabarnið lifir enn Í gær bárust fréttir af því að gamla óska- barn Ísland – tölvufyrirtækið OZ – hefði gert nýjan samning á erlendri grundu. Nú hefur félaginu áskotnast tveir millj- arðar í nýtt hlutafé. Gamlir hluthafar í Oz, sem keyptu bréfin á uppsprengdu verði í netbólunni, velta nú vöngum yfir því hvernig fyrirtækinu hafi tekist þetta eftir áralangar hrakfarir. Hlutabréfin í gamla Oz eru einskis virði þrátt fyrir þessa nýju velgengni. Þeir sem festu fé sitt í Oz á sínum tíma eru vísast til gramir yfir því hvernig þeir létu blekkjast af glansinum sem stafaði af rekstrinum á sínum tíma – og þeir furða sig á því hvernig driffjöðrum fyrir- tækisins hefur tekist að halda sjálfum sér á floti í gegnum öldudalina. En lærdómur- inn er einfaldur – það skiptir ekki máli hversu oft menn eru slegnir niður – heldur hve oft þeir standa upp. S ettum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara ervandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennrasjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfell- ingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálf- stæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmála- maður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir mál- efnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómara- stöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits rétt- arins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalag- ið „heppilegastir“ um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákon- ardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjendanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokks- forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki van- hæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda and- stöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú. ■ 22. september 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Skipan nýs hæstaréttardómara. Tækifæri fyrir Geir Haarde Póstmódernísk hnignun ORÐRÉTT Starfslýsingin? Stjórnmálamenn ljúga og setja lög. Fyrirsögn DV DV 21. september Stórtenórar og hinir Hann var að borða Super Big- Mac -borgara og pantaði tvisvar meðan ég borðaði einn. Guðmundur Ólafsson leikari hitti Pavarotti DV 21. september. Fínt fyrir ferilskrána Það má frú prófessor Helga Kress eiga að henni hefur nú tvisvar heppnast að gera mig ómerkan orða minna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Morgunblaðið 21. september. Næstum því í lagi Bush forseti ruglar saman orð- um og það kalla læknar ómeð- vitaðan tilbúning. Maður gleym- ir því orði sem maður ætlaði að segja og finnur annað í staðinn sem næstum þýðir hið sama. Þetta er næstum það sama og greiningin á andlegri hrörnun. Joseph Price, bandarískur læknir DV. 21. september. Hin miklu karlmannsverk Vonir standa til að með þessum stólaskiptum hafi lokið heima- stjórnarafmælisfarsanum. Hinu mikla afmæli sem sagt er að fíl- elfdur karlmaður hafi fengið kaup fyrir í eitt eða tvö ár að undirbúa. Valgerður Bjarnadóttir, viðskipta- fræðingur Fréttablaðið 21. september Hættulega normal Þegar mér berast fréttir af breskum þingmönnum sem finn- ast bráðkvaddir með epli í munninum íklæddir einhvers konar leðurdulum eða grísabún- ingi er það fyrsta sem ég hugsa „Jæja, var nú enn einn íhalds- normallinn að springa?“ Svavar Knútur Kristinsson Morgunblaðið 21. september. Spurning um forgang Davíð og félagar, ég skora á ykkur að hugsa um unga fólkið í landinu, frekar en hvort fyrir- tæki má eiga 5 eða 10% í fjöl- miðli. Jóhann Jökull Sveinsson Morgunblaðið 21. september. FRÁ DEGI TIL DAGS thkjart@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Samkvæmt hinni nýju hugsun, sem stundum er kennd við svo- nefndan póstmódernisma, er ekki gerður greinarmunur á hámenningu og lágmenn- ingu, iðnaðarpoppi og því sem eitt sinn hét æðri tón- list, fagmennsku og áhuga- mennsku. ÞORGRÍMUR GESTSSON BLAÐAMAÐUR OG RITHÖFUNDUR UMRÆÐAN ÍSLENSKT MÁL ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.