Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 16
MESTA HÆKKUN Jarðboranir 10,77% Og Fjarskipti 4,59% Bakkavör 1,43% ICEX-15 3.612 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 365 Velta: 1.682 milljónir -0,66% MESTA LÆKKUN KB banki -1,78% Íslandsbanki -0,97% Medcare -0,76% MARKAÐSFRÉTTIR... Breska verslunarkeðjan Tesco sendi frá sér uppgjör í gær. Tesco er stærsti viðskiptavinur Bakkavarar. Uppgjörið sýnir áframhaldandi vöxt sem er á kostnað keppinauta en almennt hefur dregið saman í smásölu í Bretlandi. Alþjóðaviðskiptastofnunin, OECD, hefur birt endurskoðaða spá um hagvöxt. Í nýju spánni er gert ráð fyrir hærri hagvexti í Evrópu frá fyrri spá, en hagvaxt- arspá fyrir Bandaríkin hefur verið lækkuð. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hélt áfram að lækka í gær í töluverð- um viðskiptum, en lækkun dags- ins var á bilinu 6-10 punktar. Breskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um yfir- tökutilboð Baugs á Big Food Group. Stjórn BFG hefur lýst stuðningi við tilboðið, en enn eru nokkrir sérfræðingar á markaðnum sem ekki eru vissir um að hugur fylgi máli hjá Baugi. Einhverjir töldu einboðið fyrir Baug að innleysa hagnað af upphaflegri fjárfestingu. Gengi BFG hefur ríflega tvöfaldast frá fyrstu kaupum Baugs í fyrirtæk- inu. Þeir sem þannig hugsa telja þá yfirtökutilboðið til þess fallið að laða aðra að borðinu svo Baugur fái sem mest fyrir sinn snúð. Talsmenn Baugs neita öllum slíkum vangavelt- um og telja að þeir geti með aðkomu að fyrir- tækinu náð meiru út úr rekstrinum en raunin hefur verið undanfarið. Dómari í Bandaríkjunum hefur orðið við ósk Mörtu Stewart um að hefja afplánun dóms vegna hlutabréfasvindls. Stewart mun hefja afplánun 8. október. Hún þarf að sitja inni í fimm mánuði en að þeirri afplánun lokinni mun hún sitja í stofufang- elsi aðra fimm mánuði. Marta Stewart er frægur innanhúss- hönnuður og rek- ur fyrirtæki sem sérhæfir sig í vör- um til að fegra heimili. Hún hef- ur óskað eftir að fá að afplána dóm- inn nærri eigin heimili og ekki að efa að hún mun hafa góð áhrif á umhverfið í fangelsinu með- an á dvölinni stendur. 16 22. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Hagfræðingur hjá OECD segir „gullbúr“ velferðar- kerfa draga úr möguleikum fólks á að flytjast á milli svæða í atvinnuskyni. Tímasetning á upptöku evrunnar var óheppileg þar sem innleiðing hennar kom samtímis almennri niðursveiflu í efnahagslífi í Evrópu. Fyrir vikið hefur evran orðið að blóraböggli fyrir slaka í efnahagslífi aðildarríkjanna. Þetta segir Paul van den Noord hagfræð- ingur hjá OECD. Van den Noord hélt í gær fyrir- lestur á vegum Samtaka iðnaðarins og Háskóla Íslands. Þar fór hann yfir áhrif evrunnar. Hann telur áhrifin almennt hafa verið góð og muni batna eftir því sem lengra líði á samstarfið. Í samtali við Fréttablaðið segist van den Noorde ekki búast við því að Ísland ætti erfitt með að upp- fylla skilyrði um upptöku evrunn- ar ef landið yrði aðili að Evrópu- sambandinu. „Stærsta hindrunin er auðvitað sú að gerast aðili að Evrópusambandinu. Það er pólitísk spurning,“ segir hann. Hann segir að líta verði til þess að þótt upptaka sameiginlegs gjaldmiðils dragi úr möguleikum stjórnvalda til þess að bregðast við efnahagssveiflum þar sem pen- ingamálastefnan væri ekki í þeirra höndum þá mætti einnig benda á að hættan á hagstjórnarmistökum yrði minni. Almennt er talið að ein forsenda þess að upptaka sameiginlegs gjaldmiðils sé heppileg sé að vinnuafl geti með auðveldu móti flust um set innan myntsvæðisins. Þetta á ekki við á evrusvæðinu eins og staðan er nú. „Sumt af þessu hefur með hug- arfar og menningu að gera. En þó sýnir saga Evrópu að það þarf ekki að sækja lengra aftur en til sjö- unda áratugarins til að sjá að þá fluttust Evrópumenn á milli landa jafnvel í láglaunastörfum,“ segir hann. Hann segir að stærsta hindr- unin nú sé sú að fólk eigi erfitt með að flytja sökum þess að það njóti öryggis innan velferðarkerfis heimalands síns – þeir eru því í eins konar „gullbúri.“ Van den Noord segir að núver- andi stefna Evrópusambandsins byggist á þeirri hugmynd að flytja eigi störf til fólksins í staðinn fyrir að gera fólki auðveldara með að flytjast þangað sem störf er að finna. „Þetta er bæði dýrt og tíma- frekt,“ segir hann. Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins, hélt einnig erindi á fundinum. Hann segir að nýjar rannsóknir gefi til kynna að ávinningur af upp- töku evrunnar sé meiri en upphaf- lega var talið. Hann segir að sínar rannsóknir, sem gagnrýndar hafi verið fyrir bjartsýni, hafi jafnvel verið í hóflegri kantinum. thkjart@frettabladid.is Evran blóraböggull vidskipti@frettabladid.is Engir starfandi stjórnarformenn Peningaskápurinn… HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 50,0 - • Bakkavör 28,40 +1,43% • Burðarás 14,50 -0,68% • Atorka 4,60 - • HB Grandi 7,70 +1,99% • Ís- landsbanki 10,20 -0,97% • KB banki 496,00 -1,78% • Landsbankinn 12,00 - • Marel 53,00 - • Medcare 6,55 -0,76% • Og fjarskipti 3,87 +4,59% • Opin kerfi 26,10 -0,76% • Samherji 12,60 +0,80% • Straumur 8,40 - • Össur 85,50 +0,59% RÆDDU KOSTI EVRUNNAR Gylfi Magnússon, deildarforseti Viðskipta og hagfræðideild- ar HÍ, stjórnaði fundi þar sem Paul van den Noord og Þorsteinn Þorgeirsson ræddu kosti evrunnar. Fyrirtækið Oz gekk frá samningi í gær um kaup Vantagepoint Venture Partners á hlutabréfum í OZ fyrir um tvo milljarða króna. Oz er afsprengi Oz.com sem miklar vonir voru bundnar við, en fyrirtækið varð gjaldþrota eftir að netbólan sprakk. OZ hefur á undanförnum misserum þróað búnað fyrir skyndiskilaboð í farsíma og teng- ingar við rauntímaspjall á netinu í gegnum farsíma. Í tilkynningu um viðskiptin segir framkvæmdastjóri Vanta- gepoint Venture Partners að Oz hafi sýnt að þeir séu leiðandi í þró- un skyndiskilaboða í gegnum far- síma. Skúli Mogensen, forstjóri OZ, segir þessi kaup mikla hvatningu og þau muni vekja athygli á verk- efnum fyrirtækisins. „Byggt á fyrri árangri og reynslu þá telj- um við að skyndiskilaboð gegn- um farsíma muni verða í Norður Ameríku þar sem SMS skilaboðin eru í Evrópu.“ Skúli segir hlutaféð verða not- að til þess að þróa búnaðinn áfram í samvinnu við farsímafyr- irtæki og framleiðendur. Auk þess er nýju fé ætlað að efla fyr- irtækið til frekari landvinninga í Evrópu og Asíu. ■ Fjárfestar trúa á OZ SKÚLI MOGENSEN Áhugi fjár- festa á Oz hefur glæðst á ný, en erlendir fjárfestar keyptu bréf í fyrirtækinu fyrir tvo milljarða í gær. Íslandsbanki hefur breytt af- greiðslutíma útibúa sinna og eru þau nú opnuð klukkan hálfníu að morgni. Að sögn Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka, er breytingin gerð til að koma betur til móts við viðskiptavini. „Við vorum að taka upp þessa nýbreytni í morgun eftir rúmlega þrjátíu ára tímabil þar sem afgreiðslutíminn hefur verið 9.15 til 16. Sú ákvörðun var tekin við allt aðrar aðstæður í þjóðfélaginu þar sem menn höfðu jafnvel klukku- tíma í mat og gátu sinnt bankavið- skiptum í matartímanum sínum,“ segir Jón. Hann segir að þótt stór hluti við- skiptavina bankans notist við netið þá hafi ekki dregið jafnmikið úr heimsóknum í útibúin og búist var við. heimsókna í útibúin. Hann segir hlutverk þeirra hafa breyst. „Þau eru ekki lengur færslustöðvar eins og þau voru áður heldur erum við þar að sinna ráðgjöf og ýmsum öðrum verkefnum eins og að selja tryggingar. Ráðgjöfin er miklu um- fangsmeiri en áður,“ segir hann. Ingólfur Guðmundsson hjá Landsbankanum segir að þar standi ekki til að opna fyrr á morgnana. Hann segir að þar sé frekar litið til þess að hafa útibúin opin lengur fram eftir degi. „Það er yfirleitt rólegt fyrst á morgn- ana. Við höfum frekar lagt áherslu á að hafa opið á þeim tíma sem hentar viðskiptavinum og við höfum ekki séð ástæðu til að opna fyrr en erum aftur á móti með opið lengur á fjölförnum stöðum eins og í Smáralind og Grafar- vogi,“ segir hann. ■ Segir að viðskiptavinir heimsæki útibúin að meðaltali tvisvar í mánuði þótt stór hluti við- skipta hafi færst yfir á netið. Íslandsbanki opnar fyrr FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR Þ Ó R Fr ét ta bl að ið /S te fá n Helstu tillögur úr skýrslu við- skiptaráðherra um viðskiptalífið verða að lögum ef frumvarp ráð- herra nær fram að ganga. Drög að frumvörpunum voru kynnt á vef- síðu ráðuneytisins í gær. Ráðuneytið hvetur einstak- linga, fyrirtæki og stofnanir til að senda inn umsagnir á frumvarps- drögunum og hafa þau frest til 5. október. Í frétt frá ráðuneytinu kemur fram að meðal breytinga sem lagðar eru til sé að möguleiki hlut- hafa til að greiða atkvæði á hlut- hafafundi sé bættur þannig að unnt sé að greiða atkvæði bréf- lega og rafrænt. Þá er lagt til að hluthafafundir þurfi að sam- þykkja starfskjarastefnu fyrir stjórnendur fyrirtækja. Þetta gildir um öll félög sem hafa fleiri en fjóra hluthafa. Lagafrumvarpið mælir einnig fyrir um frekari aðskilnað á starfi stjórnar og stjórnarformanns. Í greinargerð kemur fram að þar sé meðal annars átt við það fyrir- komulag að stjórnarformenn séu í fulli starfi og hafi titilinn „starf- andi stjórnarformaður.“ Í laga- frumvarpinu segir að slikt fyrir- komuleg orki tvímælis og lagt til að félög fjölgi fremur í hópi stjórnenda heldur en að hafa stjórnarformann í fullu starfi við rekstur félagsins. Til þess að skerpa enn á eftirlitshlutverki stjórna er nú tekið fram í lögum að stjórnir hafi heimild til þess að funda sérstaklega án fram- kvæmdastjóra. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.