Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 15
hópur ræður beint um þriðjungs- hlut í bankanum og telur sig hafa stuðning fleiri hluthafa. Lífseigir menn Spurningin er sú hvort þeim verði að ósk sinni. Víglundur á enn hauka í horni innan Straums. Kristinn Björnsson er gamall vinur Víglundar og Víglundur gæti beitt þeim vinskap fyrir sig til að komast aftur í bankaráðið. Fjármálaeftirlitið er enn að skoða hæfi Straums sem kjöl- festufjárfesti og þar til það ligg- ur fyrir hefur Straumur einungis atkvæði fyrir innan við tíu pró- sent. Ekki er víst að niðurstaða verði fengin þegar hluthafafund- ur verður haldinn. Líklegt er þó að búið verði að ná samkomulagi um stjórnarmenn áður en til fundarins kemur. Miðað við yfirlýsingar um að Straumur og núverandi hluthaf- ar hyggist verða kjölfesta í bank- anum í nánustu framtíð er ólík- legt að gerður verði ágreiningur um stjórnarmenn. Víglundur er því líklegast utan bankaráðsins eins og staðan er. Hins vegar sýnir reynslan að óvarlegt er að afskrifa Víglund. Sama gildir um Bjarna. Ekki eru nema tvær vikur síðan staða Bjarna var slæm. Á meðan stór hluti viðskiptalífsins var í París á íslenskri menningarviku undir- bjuggu Straumur og Landsbank- inn visðskipti sem gerðu Björg- ólfsfeðga að kjölfestu í Straumi og Straum að stærsta eiganda í Íslandsbanka. Útlitið var dökkt fyrir Bjarna, en eftir sölu lífeyr- issjóðsins nú virðist hann hafa pálmann í höndunum. Afstaða lífeyrissjóða Leiðir Íslandsbanka og lífeyris- sjóðanna hafa lengi legið saman. Bankinn varð til við samruna Út- vegsbanka, Alþýðubanka, Iðnað- arbanka og Verslunarbanka. Líf- eyrissjóður verslunarmanna átti því vegna eignar í Verslunar- bankanum, stærri hlut í Íslands- banka, en í nokkru öðru fyrir- tæki. Víglundur hefur margoft lýst þeirri skoðun sinni að lífeyr- issjóðirnir eigi að hafa afskipti af rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Hann hefur fylgt þeirri stefnu sem bankaráðsmað- ur í Íslandsbanka. Í flestum öðr- um fyrirtækjum sem lífeyris- sjóðir eiga hlut í halda þeir sig til hlés. Lífeyrissjóðirnir eru vaxandi afl í viðskiptalífinu. Eignir sjóð- anna stefna í þúsund milljarða um áramótin og aldursamsetning þjóðarinnar er þannig að þeir munu halda áfram að vaxa næstu árin. Það afl sem fylgir þessum fjármunum er verulegt og því skiptir miklu að á því sé vel hald- ið. Almennt eru sjóðstjórar líf- eyrissjóðanna þeirrar skoðunar að sjóðirnir eigi fyrst og fremst að taka afstöðu til eigna sinna með því að kaupa eða selja. Nið- urstaða stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að selja bréf í Íslandsbanka í síðustu viku var í anda þeirra sjónarmiða. Lífeyrissjóðurinn hefur feng- ið geysilega góða ávöxtun á bréf sín í bankanum og ætti því að vera sáttur við niðurstöðuna. Úr herbúðum Landsbankans líta menn svo á að með eign Björgólfsfeðga í Straumi og eign Straums í Íslandsbanka sé uppi þægileg staða. Landsbankamenn hafa tryggt að Íslandsbanki get- ur ekki hreyft sig mikið í hag- ræðingu bankakerfisins án þess að Landsbankinn komi þar nærri. Eigendur Landsbankans telja næstu verkefni að báðir bankarnir efli sig með frekari út- rás. Með frekari alþjóðavæðingu bankakerfisins muni skilningur á hagkvæmni stærðarinnar í rekstri fjármálafyrirtækja aukast. Andstaðan við samþjöpp- un á fjármálamarkaði muni með tíð og tíma láta undan síga og andstaða stjórnmálamanna við sameiningu bankanna muni gefa eftir. haflidi@frettabladid.is SUNNUDAGUR 17. október 2004 Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 60 47 10 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 60 47 10 /2 00 4 Banki allra landsmanna 5,80%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.09.2004–30.09.2004 á ársgrundvelli. 410 4000 | landsbanki.is Antwerpen 124 km Brussels 100 km Liege Lille 224 km Paris 387 km London 420 km Düsseldorf 135 km Eindhoven 128 km Dortmund 232 km Hannover Bremen Köln 123 km Bonn 123 km Frankfurt 320 km Luxembourg 142 km Strassbourg 406 km Stuttgart Rotterdam 224 km Amsterdam 250 km Eins og skot Liège -beint fraktflug 11 sinnum í viku Frá 15. október eykur Icelandair Cargo vikulegt fraktflug til og frá Liége úr 6 ferðum í 9 á viku. Við bætum svo um betur frá 1. nóvember og fljúgum 11 sinnum í viku á þessari leið. Icelandair Cargo í Liege er í innan við 400 km fjarlægð frá öllum stærstu borgum Evrópu. Á skyggða svæðinu hér að ofan á 75% af allri flugfrakt frá Evrópu sér uppruna. Icelandair Cargo býður þér landflutninganet hvaðan sem er í Evrópu. Nýttu þér hraðvirkasta flutningsmátann innan Evrópumarkaðar. Hafðu strax samband við Icelandair Cargo við Flugvallarveg í Reykjavík. Sími 5050 400, fax 5050 630, veffang icelandaircargo.is. ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S I FR 2 57 01 09 /2 00 4 Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. AFTUR MEÐ TÖKIN Bjarni Ármannsson hefur marga fjöruna sopið þegar flokkadrættir í hluthafahópi Íslandsbanka eru annars vegar. Enn á ný ætlar Bjarni að ná landi í ólgusjó átaka meðal eigenda bankans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.