Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 40
17. október 2004 SUNNUDAGUR Síðustu ár hef ég oft- ast getað samsam- að mig einhverju fólki eða hópum. Mér hefur þótt það nauðsynlegt til að réttlæta hugmyndir mínar, holdafar, klæðaburð og svo framvegis. Fólkið og hóparnir eru því eins misjafnir og hugmyndir mínar. Sá staður sem ég hef helst leitað til í samsömun minni er vefur Hag- stofu Íslands. Þar er hægt að finna ýmsar tölur um land okkar og þjóð. Nýjustu tölur Hagstofunnar, sem fjalla um samanburð á konum og körlum og heita hjá stofunni Konur og karlar – lykiltölur, hafa valdið mér erfiðleikum. Í fyrsta sinn á æv- inni á ég erfitt með að samsama mig öðru fólki. Í lykiltölunum kemur meðal ann- ars fram að yfir 57% karla á aldrin- um 25-34 ára, sem er minn aldurs- hópur, er yfir kjörþyngd. Þar kemur líka fram að um 13% karla á þessum aldri eru of feitir. Ég er langt undir kjörþyngd, ábyggilega fimmtán kílóum eða svo, og því afar ólíklegt að ég eigi við offituvandamál að stríða. Í tölunum kemur líka fram að í fyrra voru 1.474 giftingar á Ís- landi á síðasta ári. Ég gifti mig ekki. Þar kemur einnig fram að 531 hafi skilið. Það gerði ég ekki heldur. Um 25% karla, á aldrinum 15-79 ára, reykja víst daglega. Ég hætti að reykja fyrir þremur árum. Því dýpra sem ég kafa ofan í töl- urnar því meira finnst mér ég vera utanveltu. Það sést meðal annars á því að karlar vinna 49 vinnustundir á viku. Miðað við það sem kona mín segir vinn ég ábyggilega hundrað svo ekki á ég heima í þeim flokki. Í fyrra fór líka 261 karl í ófrjó- semisaðgerð. Það gerði ég ekki. Að vísu er ekki öll von úti þar því um bráðabirgðatölur er að ræða sem gætu breyst við nánari eftir- grennslan. Lokatölurnar sem ég skoðaði og sannfærðu mig endanlega um að ég væri utanveltu var yfir dánartíðni karla. Þar kemur fram að 901 karl lést á síðasta ári. Það gerði ég ekki. Ég verð því áfram að vera utanveltu þar til annað kemur í ljós. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON SAMSAMAR SIG EKKI Í ÞJÓÐFÉLAGINU Að vera utanveltu M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Til Sölu Hótelherbergi Vegna endurnýjunar er til sölu innan- stokksmunir úr 135 hótelherbergjum, þar á meðal rúm, stólar, borð, ljós, speglar, skápar ofl. Viðkomandi þarf að geta sótt hlutina á tímabilinu 1.- 3. nóvember. Upplýsingar gefur Ingólfur í s: 840 0110. ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Við Haraldur erum bara ekki miklir vinir! Ég er álíka spenntur fyrir þessum manni og að fá gullfiska í matinn! Hættu þessu! Hann er ágætur! Ég hef mínar efasemdir um menn sem horfa ekki á fótbolta! Það gerir þá eitt- hvað svo.... mjúka! -Haltu þig nú á mottunni! Hann er jú maður eins og allir aðrir! Komið inn! Þið verðið að af- saka andlits- kremið! Hrukku húð? Nei takk! Ég skal bara finna bómull og taka mig til! I rest my case! ... öh... Einmitt... kaffið er tilbúið! Í dag flippa ég svolítið og gef Flip og Flap aðeins meira að éta! Nothing further, your honour! Hann horfir mikið á The Practice! Ég líka, en Haraldi finnst þeir vera svolítið froðu- kenndir!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.