Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 85 stk. Keypt & selt 22 stk. Þjónusta 15 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 27 stk. Atvinna 16 stk. Tilkynningar 5 stk. Atvinnuleysi ungmenna BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 17. október, 291. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.25 13.13 18.00 Akureyri 8.15 12.58 17.39 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. „Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf,“ segir hún og getur þess að hún sé í góðu sam- bandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari að- stæður. „Sumir halda að maður sé bara eitthvað að „dúlla sér í blómunum“ en það er nú eitthvað annað. Oft er mikið stress enda erum við með ferskvöru milli hand- anna svo erfitt er að vinna skreytingar með löngum fyrirvara,“ útskýrir hún. Ragnhildur segir þó margt þurfa skipulagningar við. Til dæmis flytji fyr- irtækið sjálft inn ýmsar vörur sem ekki fáist hjá blómaheildsölunum og einnig sjái það um skreytingar á Hótel Nordica sem skipt sé út vikulega. Slíkt kalli á und- irbúning rétt eins og afmæli, brúðkaup og aðrar stórathafnir. „Svo þurfa blóma- hönnuðir líka að fylgjast vel með stefn- um og straumum í tísku því allt hangir þetta saman. Einfaldleikinn hefur verið allsráðandi í innanhússhönnun, sem end- urspeglast í nútímalegum blómaskreyt- ingum. Nú er barrokkinu farið að bregða fyrir aftur og það kallar á dramatíska liti og glamúr í blómavali,“ segir hún. Áhuginn á blómunum byrjaði snemma að gera vart við sig hjá Ragnhildi, að því er hún segir sjálf. Strax fjórtán ára göm- ul hóf hún að vinna í Alaska í Breiðholti og á skólaárunum var gripið í blómaaf- greiðslu um helgar. Síðan lá leiðin út fyr- ir landsteinana og í London starfaði hún hjá hinu virta blómahönnunarfyrirtæki Wootham. Ragnhildur ber lof á íslenska blóma- framleiðendur sem hún segir duglega að þróa nýjar tegundir og tileinka sér nýj- ungar, eins og Íslendingar eru yfirleitt. Hún ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að strá kringum sig blómum því eins og hún segir: „Þetta er skapandi og gefandi starf og því mun ég sinna áfram.“ gun@frettabladid.is atvinna@frettabladid.is Menntamálaráðuneytið hefur látið gera vefsíðu sem er helguð viðurkenningu starfsmenntunar. Vefsíðan gagnast Íslendingum sem lokið hafa starfsnámi á fram- haldsskólastigi hérlendis og hyggjast fara utan til frekara náms eða starfa. Vefsíðan er ein- nig gagnleg fólki af erlendum uppruna sem vill afla sér viður- kenningar hér á landi á því námi sem það hefur lokið í heimaland- inu. Vefsíðan er bæði á íslensku og ensku. Slóð á vefsíðuna er menntagatt.is/vidurkenning fyrir íslensku og menntagatt.is/trans- parency fyrir ensku. Laun kvenna á almennum vinnu- markaði hækkuðu meira en karla á milli áranna 2003 og 2004. Laun kvenna hækkuðu um 4,5 prósent en karla um 3,8 prósent samkvæmt nýrri launakönnun kjararannsóknarnefndar. Miðað er við annan ársfjórðung hvort ár. Regluleg laun hækkuðu um fjögur prósent á tímabilinu. Laun á höf- uðborgarsvæðinu hækkuðu um 4,3 prósent en laun utan svæðis- ins um 3,6 prósent. Kaupmáttur launa jókst að meðaltali um 0,7 prósent. Laun kvenna hafa hækk- að meira en karla frá árinu 1997. Launakönnun kjararannsóknar- nefndar miðar við laun rúmlega 16 þúsund starfsmanna á al- mennum vinnumarkaði. Eitt af stærstu tryggingarfélög- um Bretlands, Royal & SunAlli- ance, mun flytja rúmlega ellefu hundruð störf til Indlands á næstu árum. Þessi ákvörðun hefur vakið upp ótta hjá mörgum starfsmönn- um fyrirtækisins en þessi sparn- aðaraðgerð veldur því að fyrirtæk- ið sparar um tíu milljónir punda á ári. Fyrirtækið er nú þegar með hundrað starfsmenn í Indlandi en sú tala mun fara upp í tólf hund- ruð fyrir árið 2006. Verkalýðsfor- ystan í Bretlandi hræðist þessa þróun því færsla starfa til erlendra landa sé mikil ógn við breskan efnahag. Eins og kemur fram á fréttasíðu Sky News er Royal &SunAlliance eitt af mörgum fyrir- tækjum sem hyggja á flutning starfa til landa þar sem ekki þarf að borga starfsmönnum mjög há laun. Þetta er ógnvænleg þróun og gæti orðið alvarlegt vandamál innan nokkura ára. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég er Ösku- buska og þú ert prinsinn og þú verður bara að þykjast vera sætur! Lilli er týndur! Hvarf frá Fannborg í Kóp. þann 14.10, er eyrnamerktur 01G70. Uppl. í s. 864 2450. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ragnhildur innan um hinar rósirnar í Listhúsinu. Með blómabúð í rekstri: Í góðu sambandi við viðskiptavinina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.