Fréttablaðið - 18.10.2004, Síða 57

Fréttablaðið - 18.10.2004, Síða 57
MÁNUDAGUR 18. október 2004 21 Bókaútgáfan Hólar hefur gefið útbókina Kaktusblómið og nóttin - Um ævi og skáld- skap Jóhanns Sig- urjónssonar eftir Jón Viðar Jónsson. Jóhann Sigurjóns- son var stórskáld. Sorgleg örlög Jó- hanns hafa sveipað minningu hans blæ goðsagnar. Jón Við- ar dregur hér upp áhrifamikla mynd af frægasta leikritaskáldi Íslendinga fyrr og síðar. Hann hefur víða leitað fanga og dregur fram margt nýtt er varðar ástir og líf Jóhanns. Loksins er hulunni svipt af skáldinu sem hefur svo lengi lifað á mörkum draums og veruleika í íslensku þjóðarsálinni. Hólar hafa einnig gefið út bókinaAlexander mikli – Sonur guð- anna en þar er dregin upp nær- mynd af einum mesta sigurvegara sögunnar. Alex- ander mikli er mesti herkonung- ur sem uppi hefur verið. Hann varð ekki nema 32 ára en náði að leggja undir sig hálfan heiminn. Hér er saga hans sögð í máli og myndum í fróð- legri og fallegri bók sem tekur á einkalífi kappans, togstreitu föður og sonar, eiginkonum, vinum og síðast en ekki síst hugkvæmni hans í hern- aði og dirfskubrögðum sem lögðu grunninn að stærsta heimsveldi sög- unnar. Vinsælasta kýr allra tíma er kominaftur í bókinni Mamma Mö rólar sem Hólar hafa gefið út. Nú lang- ar Mömmu Mö að róla sér og stóra spurningin er hvort Krákur vilji hjálpa henni. Og hvað er bónd- inn að flækjast í skóginum? Bókin er eftir Jujja og Tomas Wieslander en Eva María Jónsdóttir þýddi. Fallegar myndir Svens Nordqvist bregða skemmti- legu ljósi á kúna sem börnin elska. Hólar hafa einnig gefið út Bestubarnabrandarana og í tilkynn- ingu frá útgefanda er fullyrt að hér sé fyndnasta barnabók ársins á ferðinni. Bestu barnabrand- ararnir er níunda bókin í þessum vin- sæla bókaflokki og því er spáð að fram- hald verði á útgáf- unni miðað við undirtektirnar sem fyrri bækur hafa fengið. Þá hafa Hólar gefið út Spurninga-bókina 2004 en með henni getur fjölskyldan samein- ast og svarað spurningum um allt milli himins og jarðar. „Lífið er leit að visku,“ segja bókarhöfundar í formála og á „með- an við leitum er ágætt að glíma við fáeinar spurningar okkur til gamans og vonandi nokkurs gagns. Og hver veit nema glíman við þessa bók geti kveikt hugmynd að svari við lífsspurningunum miklu. Oft er mjór mikils vísir, eða hvað?“ NÝJAR BÆKUR SUBARU ættarmót fieir sem einu sinni hafa kynnst Subaru halda trygg› vi› flá upp frá flví rétt eins og vi› hvern annan náinn ættingja e›a gó›an vin. Subaru er líka eins og skapa›ur fyrir íslenskar a›stæ›ur, fjórhjóladrifinn, öruggur og rúmgó›ur. Kynntu flér Subaru og bú›u flig undir langt og traust samband. *Ver› í rekstar– einkaleigu er vi›mi›unarver› og há› gengis– og vaxtabreytingum Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00 Subaru fjórhjóladrif – einfaldlega fla› besta. Grí›arleg flróun hefur átt sér sta› hjá Subaru vi› hönnun og framlei›slu fjórhjóladrifsins. Subaru fjórhjóladrifi› er fla› besta sem völ er á í fólksbílum og gerir Subaru bíla örugga og framúrskarandi til aksturs vi› allar a›stæ›ur. Aukabúna›ur á mynd, álfelgur Beinskiptur Sjálfskiptur Legacy Stallbakur 2.615.000 kr. 2.710.000 kr. Legacy Skutbíll 2.710.000 kr. 2.790.000 kr. Legacy LUX 3.090.000 kr. Innifali›: Full fljónusta, leiga til 39 mána›a, akstur allt a› 20.000 km á ári, smur- og fljónustueftirlit samkvæmt fljónustubók. Kaupver› 2.615.000 kr. Leiga á mánu›i í 39 mánu›i* 43.352 kr. Beinskiptur Sjálfskiptur Impreza Sedan GX 2.160.000 kr. 2.250.000 kr. Impreza Station GX 2.195.000 kr. 2.295.000 kr. Impreza Station WRX 2.995.000 kr. Innifali›: Full fljónusta, leiga til 39 mána›a, akstur allt a› 20.000 km á ári, smur- og fljónustueftirlit samkvæmt fljónustubók. Kaupver› 2.160.000 kr. Leiga á mánu›i í 39 mánu›i* 36.343 kr. Dyr Hestöfl Sjálfskiptur Legacy 2.5 Outback 5 165 3.680.000 kr. Legacy 3.0 Outback 5 245 4.420.000 kr. Innifali›: Full fljónusta, leiga til 39 mána›a, akstur allt a› 20.000 km á ári, smur- og fljónustueftirlit samkvæmt fljónustubók. Kaupver› 3.680.000 kr. Leiga á mánu›i í 39 mánu›i* 66.853 kr. Beinskiptur Sjálfskiptur Forester 2.595.000 kr. 2.750.000 kr. Forester LUX 3.025.000 kr. Forester Turbo 3.540.000 kr. Innifali›: Full fljónusta, leiga til 39 mána›a, akstur allt a› 20.000 km á ári, smur- og fljónustueftirlit samkvæmt fljónustubók. Kaupver› 2.595.000 kr. Leiga á mánu›i í 39 mánu›i* 43.043 kr. F í t o n / S Í A Vinna við smíði nýrra gámaskipa Samskipa, sem leysa af hólmi Arn- arfell og Helgafell, gengur vel hjá þýsku skipasmíðastöðinni J.J.Siet- as í Hamborg. Gert er ráð fyrir að nýju skipin verði bæði komin í reglubundnar siglingar fyrir félag- ið milli Íslands og meginlands Evr- ópu fyrir febrúarlok á næsta ári. Kjölur var lagður að nýja Helgafellinu í þessari viku og að nýja Arnarfellinu um miðjan sept- ember. Við það tækifæri var smá- mynt, bæði íslenskar krónur og evrur, lögð undir kjöl skipanna en þetta er gamall og góður siður og á að tryggja að skipin verði bæði far- sæl og gjöful. Sjósetning nýja Arnarfellsins er áætluð um miðjan næsta mánuð og í lok janúar nk. á það að vera tilbú- ið til afhendingar. Sjósetning nýja Helgafellsins er svo fyrirhuguð mánuði síðar, eða um miðjan des- ember, og verður það afhent Sam- skipum í lok febrúar á næsta ári. ■ HEPPNIR SYRPUÁSKRIFENDUR Þessir krakkar voru dregnir út úr lukkupotti áskrifenda að Andrésar Andar Syrpubókunum um mánaðamótin. Krakkarnir voru að vonum kampa- kátir þegar þeir mættu í höfuðstöðvar Eddu útgáfu á dögunum og tóku við vinningum sínum, Sony Ericsson T610 gsm síma með litaskjá og myndavél ásamt númeri og 3.000 króna inneign hjá Símanum. Þá fengu fimmtíu aðrir klúbbfélagar boðsmiða í bíó hjá Sam- bíóunum. Krónur undir kili gámaskipa NÝTT ARNARFELL Smámynt, bæði krón- ur og evrur, voru lagðar undir kjöl nýja Arnarfellsins, til að tryggja að skipið verði farsælt og gjöfult.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.