Fréttablaðið - 18.10.2004, Síða 59

Fréttablaðið - 18.10.2004, Síða 59
SCHUMACHER OG BARRICHELLO Barrichello segist eiga fulla möguleika á að sigra titilinn á næsta ári. Rubens Barrichello: Telur sig vera betri FORMÚLA 1 „Þetta er engin ímynd- un í mér heldur bláköld stað- reynd að mínu viti,“ lét kappaksturshetjan brasil- íska, Rubens Barrichello, hafa eftir sér um helgina en hann fullyrðir að hann sé betri ökumaður en heimsmeistarinn Michael Schumacher og geti unnið titil ökumanna á næsta ári. „Það er engin spurning að ég get unnið Michael og ég mun ekki hætta fyrr en ég næ því takmarki. Að mínu viti er hann ekki betri ökumaður en ég.“ Framundan er síðasta keppni ársins í Formúlu 1 í Brasilíu og hefur Schumacher 38 stiga for- skot á félaga sinn Barrichello fyr- ir þá keppni. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Mánudagur OKTÓBER ■ ■ LEIKIR  19.15 UMFG og Hamar/Selfoss mætast í Grindvík í Intersport- deildinni í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.10 Ensku mörkin á RÚV. Sýnd verða mörkin í ensku knattspyrn- unni um helgina.  15.45 Helgarsportið á RÚV. Endursýndur þáttur frá sunnu- dagskvöldi.  18.00 Þrumuskot á Skjá einum. Farið yfir leiki helgarinnar í ensku knattspyrnunni.  18.20 Ameríski fótboltinn á Sýn. Sýndur leikur Oakland og Denver.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Evrópuboltinn frá ýmsum hliðum.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Enski boltinn á Skjá einum. Sýnt frá leik Portsmouth og Tottenham.  23.15 Ensku mörkin á RÚV. Endursýnt frá því fyrr um daginn.  00.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Endursýnt frá því fyrr um kvöldið.  01.15 Þrumuskot á Skjá einum. Endursýnt frá því fyrr um daginn. MÁNUDAGUR 18. október 2004 23 Ribbaldar sem kom- ast upp með morð Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er búinn að gera allt vitlaust fyrir leik Man. Utd og Arsenal um næstu helgi. Hann segir að framkoma þeirra í leik liðanna í fyrra hafi verið það ljótasta sem hann hafi séð. FÓTBOLTI Það var reyndar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sem hóf skítkastið um helgina þegar hann sagði að United væri hnignandi veldi. Það var vitað mál að Ferguson myndi svara með látum sem hann og hefur gert. Það varð allt vitlaust í leik þessara liða í fyrra og er e k k i ábyrgð- a r - laust að segja að leikmenn Arsenal hafi orðið sér til skamm- ar með hegðun sinni. Sir Alex seg- ir að framkoma leikmanna Arsenal sé það ljótasta sem hann hafi séð á knattspyrnuvellinum og telur þá hafa sloppið vel frá málinu. „Arsenal slapp ótrúlega vel. Það er óhætt að segja það. Þeir komust upp með morð. Hvernig tekið var á málinu var ekkert minna en grín þegar maður spáir í að Eric Cantona fékk níu mán- aða bann fyrir að ráðast á áhorfanda,“ sagði Ferguson. Lætin byrjuðu þegar Patrick Vieira fékk rautt spjald fyrir að reyna að sparka í Ruud Van Nistelrooy. Hann fékk eins leiks bann fyrir vikið. Kamerún- inn Lauren missti sig algjörlega en slapp með fjögurra leikja bann. Martin Keown var ekki mik- ið skárri en Lauren og til að mynda hrinti hann Nistelrooy og öskraði framan í hann þegar hann klúðraði vítaspyrnu. Hann fékk þriggja leikja bann og Ray Parlour fékk eins leiks bann. „Vissulega var það mjög gróft sem Cantona gerði og enginn mót- mælir því að taka varð harkalega á málinu. United tók aftur á móti málið í sínar hendur og setti hann í fjögurra mánaða bann. Ég tel að Arsenal myndi aldrei setja leik- mann hjá sér í fjögurra mánaða bann, sama hvað leikmaðurinn myndi gera,“ sagði Ferguson og bætti um betur með því að segja að leikmenn Arsenal væru skelfi- legar fyrirmyndir. „Enska knattspyrnusambandið sagði að Eric hefði sýnt af sér skelfilegt fordæmi með hegðun sinni. Sá leikur var seint um kvöld og ekki einu sinni sýndur í sjón- varpinu. Leikur United og Arsenal var aftur á móti hádegisleik- ur þar sem um 10 milljónir krakka voru að fylgjast með. Er nema furða að maður spyrji sig hvort dæmið sé verra? Sú hegðun sem leikmenn Arsenal sýndu þennan dag er versta hegð- un sem ég hef séð á knattspyrnu- vellinum. Engin furða að þeir hafa verið glaðir þegar dómarnir frá sambandinu voru birtir,“ sagði Sir Alex Ferguson.’

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.