Fréttablaðið - 26.10.2004, Side 11

Fréttablaðið - 26.10.2004, Side 11
flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.600 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.600kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 27. okt. - 2. nóv. EGILSSTAÐA 6.400 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 62 79 1 0/ 20 04 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.940 kr. aðra leiðina. ÞRIÐJUDAGUR 26. október 2004 MATVÆLI Kaup SÍF á franska mat- vælafyrirtækinu Labeyrie fyrir 29 milljarða króna hafa vakið talsverða athygli. Fyrirtækið framleiðir kældar matvörur á borð við reyktan lax, andalifur og smurrétti, að ógleymdum rússneskum pönnukökum en þeim hafa Íslendingar ekki átt að venjast í gegnum tíðina. Árni Bergmann rithöfundur er þaulkunnugur rússneskri matarmenningu og segir að þar- lendar pönnukökur séu ekki sætar eins og hér tíðkist þótt að þær séu bakaðar á svipaðan hátt. „Þær eru yfirleitt borðaðar með sýrðum rjóma en síðan er alls kyns sjávarfangi bætt ofan á, til dæmis kavíar, reyktum laxi, silungi eða síld svo og eggj- um, sveppum og ýmsu þess hátt- ar,“ segir Árni en upphaflega var þessa réttar neytt á föstunni þannig að fátítt er að setja kjöt á rússnesku pönnukökurnar. Rússar drekka vodka við ýmis tækifæri og það gera þeir líka þegar pönnukökur, eða blín- ur eins og þær eru kallaðar á frummálinu, eru á borðum en einnig er vinsælt að skola þeim niður með öli. Árni segir að blínur séu reglulega snæddar á heimili hans og konu sinnar, Lenu, en hún hefur verið dugleg við að kenna Íslendingum að elda og borða þessar forvitnilegu pönnukökur. - shg HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORLEIFUR G. SIGURÐSSON Langflestir eru sómakrakkar „Það hefur verið heldur dauft í verkfall- inu,“ segir Þorleifur G. Sigurðsson, um- sjónarmaður í Austurbæjarskóla en þar hefur hann starfað í tólf ár. „Ég þarf að sjá um að húsið sé í lagi og að allt sé hreint. Það er ekki gaman að starfa við þetta núna. Það var ágætt fyrstu vikuna því þá var hægt að gera ýmis- legt. Síðan höfum við dúllað okkur við þrif en það er ekki enda- laust hægt að þrífa gólf sem ekkert er gengið um.“ Þorleifur sagðist hafa hitt fáa nemendur í verkfallinu, nema þau yngstu sem kæmu síðdegis í gæslu á vegum ÍTR. „Þau eru hins vegar ekki mörg börnin sem hafa látið sjá sig.“ Stærstur hluti krakkanna er sómakrakkar. Ég hef gaman af að vinna með þeim, annars væri ég ekki búinn að vera hérna svona lengi. Vissulega eru læti stundum, en þetta eru nú einu sinni börn. Við höfum saknað þeirra í verk- fallinu.“ - jss ÞORLEIFUR GARÐAR SIGURÐSSON Finnst vinnan vera helst til daufleg í verkfallinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Rússneskar pönnukökur: Gumsi hlaðið góðgæti BLÍNUR Sýrður rjómi og sjávarfang er jafnan sett á blínurnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.