Fréttablaðið - 31.10.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 31.10.2004, Síða 1
EINBEITTUR BROTAVILJI OLÍU- FORSTJÓRANNA Æðstu stjórnendur olíufélaganna áttu í markvissu og skipu- lögðu samráði, eftir því sem segir í skýrslu samkeppnisráðs. Eftir samráð fólu forstjórar undirmönnum að framkvæma það sem ákveðið var á forstjórafundum. Síða 2 FLYTJA ÞYRFTI ÍBÚA Í BURTU Fundað var í gær með íbúum Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu um nýtt áhættu mat um eldgos í Mýrdalsjökli. Vatn gæti flætt yfir Landeyjar og vestur í Þykkvabæ. Síða 2 KAUPMÁTTARRÝRNUN KENNARA Kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir laun sumra kennara muni lækka þegar launaflokkar í potti verða festir í launatöflu. Auk þess muni verðbólga éta upp launa- hækkun miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Síða 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 31. október 2004 – 298. tölublað – 4. árgangur ÞURRT Í FYRSTU Fer síðan að rigna sunnan til eftir hádegi. Þurrt norðan og austan. Hægt hlýnandi veður, fyrst sunnan til. Sjá síðu 4 Fær heiðursverðlaun Eddunnar í ár SÍÐUR 16 og 17 ▲ GLATT Á HJALLA VIÐ UNDIRSKRIFT Þeir Friðrik Arngrímsson, Ásmundur Stefánsson og Sævar Gunnarsson voru allir mjög ánægðir með samning sjómanna og útvegsmanna sem skrifað var undir í gær. SLYSAVARNARFÉLAGIÐ LANDS- BJÖRG verður með björgunarsýningu á Hótel Loftleiðum frá kl. eitt. Á sýningunni verða margir öflugustu jeppar og snjóbílar björgunarsveitanna ásamt bátum og vélsleðum sýndir. Þá verður hægt að skoða stærsta uppblásanlega sjúkrahús landsins og kynnast hvaða búnað alþjóðabjörgunar- sveitin tekur með sér í útkall á hamfara- svæði erlendis. Haukur Tómasson: Athyglisverðir punktar Tekur við tónlistar- verðlaunum Norðurlandaráðs Höfundar söngleiksins um Litlu stúlkuna með eldspýturnar: Æði misjafnar sviðsetningar SÍÐA 28 ▲ SÍÐA 18 ▲ Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. KJARAMÁL Forysta sjómanna og út- vegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómanna- sambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðu- sambanda Austurlands og Vest- fjarða annars vegar og Landsam- bandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 pró- sent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjó- manna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum laun- um. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjör- breytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. „Við forystumenn sjómanna náð- um samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjó- mannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum.“ Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikil- vægan hlekk í því að samskipti út- vegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. „Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna.“ Þar vísar hann til þess að tekjur sjó- manna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegs- menn hafa lagt áherslu á þegar auk- in tækniþróun krefst færri sjó- manna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samning- inn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjó- manna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. svanborg@frettabladid.is SKEIÐARÁRJÖKULL Vatnið í Skeiðará við brú á þjóðvegi 1 jókst jafnt og þétt í gærdag. Hlaup í Grímsvötnum: Ekki mikið eignartjón FLÓÐ „Þetta er talsvert stærra hlaup en hefur verið. Það er meira vatn í Grímsvötnum nú en árið 2002. Við vitum ekki hvort mikið eignatjón verður vegna hlaupsins en ég býst ekki við að það eigi eftir að valda miklum skaða. Þó það geti auðvitað verið að ein- hverjar skemmdir verði á brúnni við Skeiðará,“ segir Sverrir Elef- sen, vatnamælingamaður hjá Orkustofnun. „Þeir á Veðurstofunni voru að rannsaka jarðskjálfta í Vatnajökli á fimmtudag og föstudag og gáfu þær rannsakanir vísbendingar um að hlaup væri að fara af stað. Við hjá Orkustofnun urðum vör við það í fyrrinótt að vatn var farið að aukast.“ - lkg Buttiglione úr embætti: Nýr dóms- málaráðherra RÓM, AP Rocco Buttiglione, sem til- nefndur var sem dómsmálaráð- herra Evrópusambandsins, hefur ákveðið að segja sig úr embættinu eftir að ummæli hans um samkyn- hneigð og konur ollu uppnámi. Þessi tilkynning kom talsvert eftir að Silvo Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, hafði gefið í skyn að hann myndi draga Buttiglione úr embættinu. Buttiglione telur þetta greiða fyrir Jose Manuel Barroso, for- manni framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, sem getur nú valið næsta dómsmálaráðherra. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LAUNAHÆKKANIR Við gildistöku 4,25% 1. janúar 2005 3,00% 1. janúar 2006 3,50% 1. janúar 2007 2,25% 1. janúar 2008 3,50% Samskiptin komin í eðlilegt horf Ekki hefur verið samið án verkfalls síðan 1992. Fjármálaráðherra lofar að ekki verði hreyft við sjómannaafslætti á samningstímanum. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður er 74 ára gamall. Hann hóf kvikmyndanám 43 ára og hefur gert 32 heimildarmyndir á 15 árum. Hann er eini Íslendingurinn sem lifir á því að gera heimildarmyndir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.