Fréttablaðið - 31.10.2004, Side 2

Fréttablaðið - 31.10.2004, Side 2
2 31. október 2004 SUNNUDAGUR Áhættumat um eldgos í Mýrdalsjökli: Flytja þyrfti hluta íbúa í burtu ELDGOS Gerð áhættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og hlaupa til norðurs, vesturs og suðurs frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjökuls er lokið. Í júlí á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkju- málaráðherra, að slíkt áhættu- mat yrði unnið og var hafist handa við það sumarið 2003. Í gær var haldinn fundur með íbúum Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu þar sem niðurstöður áhættumatsins voru kynntar. „Rannsakað var hvað gæti gerst ef gysi í Mýrdalsjökli og h l a u p i ð rynni niður Markarfljót í staðinn fyrir niður M ý r d a l s - sand eins og gerst hefur í þau skipti sem gos hef- ur átt sér stað. Þá myndi vatn flæða yfir L a n d e y j a r og vestur í Þykkvabæ. Í k j ö l f a r i ð voru viðbragðsáætlanir unnar en í þeim felst að flytja þurfi hluta íbúa svæðisins í burtu ef gos verður með þessum hætti,“ segir Víðir Reynisson, deildar- stjóri almannavarnadeildar rík- islögreglustjóra. „Heimamenn taka þessu með ró og sýna mikinn áhuga á við- bragðsáætlunum. Við kynntum fyrir fólki hvernig það ætti að skilja við heimili sín og hvernig flutningur frá svæðinu myndi fara fram,“ segir Víðir en áhættumatið er aðeins bráða- birgðarskýrsla og verður full- unninni skýrslu skilað í árslok. - lkg Einbeittur brotavilji olíuforstjóranna Samkeppnisráð segir í niðurstöðu sinni að forstjórar olíufélaganna hafi haldið reglubundna samráðsfundi. Full vitneskja hafi verið um það inn- an fyrirtækjanna að háttsemin væri ólögleg. VERÐSAMRÁÐ Æðstu stjórnendur olíufélaganna áttu í markvissu og skipulögðu samráði að því er fram kemur í niðurstöðu sam- keppnisráðs. Var félögunum gert að greiða 2,6 milljarða króna í sektir og telur Samkeppnisstofn- un að samfélagsskaði af verð- samráði félaganna nemi rúmum 40 milljörðum króna. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórarnir hafi haldið reglubundna fundi þar sem fjall- að hafi verið um stærri mál í samráði olíufélaganna. Forstjór- arnir hafi síðan falið undirmönn- um sínum að framkvæma það sem ákveðið var á forstjórafund- unum og upplýst hvern annan ef undirmenn þeirra reyndust ósamvinnuþýðir í samráðinu. Þeir hafi beitt hvern annan hótunum til að draga úr sam- keppni milli félaganna, líkt og þegar Olís ætlaði að setja upp af- greiðslu á Bíldudal. Geir Magn- ússon, forstjóri Essó, sendi Einari Benediktssyni, forstjóra Olís tölvupóst þar sem sagði meðal annars: „Mér finnst að þú ættir að athuga hvort þetta er réttur leikur hjá ykkur. Við mun- um að sjálfsögðu fara inn á staði hjá ykkur til að jafna leikinn. Boltinn er því hjá þér.“ Í niðurstöðu samkeppnisráðs eru nefnd dæmi sem eiga að sýna að olíufélögin hafi haft um það fulla vitneskju að háttsemi þeirra væri ólögleg. Rætt hafi verið um það innan Skeljungs að tiltekin markaðsskipting væri „afar vel varðveitt leyndarmál, af eðlilegum ástæðum.“ Tekið hafi verið saman skjal hjá Skjeljungi um samráð við hin fé- lögin um gerð tilboða og mark- aðsskiptingu. Þar hafi komið fram að slíkt samráð væri litið hornauga af löggjafanum. Þá hafi forstjóri Olís talið það „óþol- andi glannaskap“ að Skeljungur sendi með símbréfi skjal varð- andi samráð um gerð tilboða og sagt að slík gögn yrði að „af- henda yfir borð“ eða boðsenda. ghg@frettabladid.is Sjö handteknir í Reykjavík: Fíkniefni og þjófnaður FÍKNIEFNI Sjö manns voru hand- teknir grunaðir um fíkniefna- neyslu í húsi í austurhluta borg- arinnar um tíu leytið á föstu- dagskvöldið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var lagt hald á fíkni- efni í húsinu og einnig muni sem lögreglan telur vera þýfi. Sjömenningarnir fengu að gista fangageymslu lögreglunnar á föstudagsnóttina en voru yfir- heyrðir í gær. Lögreglan mun vera að rann- saka málið. ■ Innbrot í Reykjavík: Þjófum veitt eftirför INNBROT Brotist var inn í raftækja- verslun í vesturhluta borgarinnar í kringum miðnætti í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík sá tvo menn koma út úr versluninni og höfðu þeir stolið átta skjávörpum þaðan. Mennirnir tveir voru á stolinni bifreið og veitti lögreglan þeim eftirför. Að lokum keyrðu mennirnir inn í garð og lögreglan handtók þá. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn en mennirnir voru yfirheyrðir í gær. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Ég á alltaf eftir að fara í förðun- ina, þekki mjög vel til þess geira fyrirtækisins, frá öðrum endanum. Hef setið í förðunarstólnum oftar en ég kæri mig um að muna.“ Páll Magnússon er nýráðinn sjónvarpsstjóri Stöðv- ar 2. Þetta var í sjötta sinn sem Páll var ráðinn til nýs starfa hjá Norðurljósum. SPURNING DAGSINS Páll, við hvað ætlar þú að starfa næst á Stöð 2? Flutningabíll valt í Grýtubakkahreppi: Ökumaður ómeiddur BÍLVELTA Flutningabíll með tengi- vagn valt skammt frá bænum Skarði í Dalsmynni í Grýtubakka- hreppi á ellefta tímanum í gær. Flutningabíllinn var á leið austur á firði með tuttugu tonn af ófrosnum fiski. Að sögn lögreglunnar á Akureyri gaf vegkantur sig með þeim afleið- ingum að flutningabíllinn fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp ómeiddur. Enn var verið að vinna í því um miðjan daginn í gær að ná flutn- ingabílnum upp á veginn og hreinsa upp fiskinn. Eigendur farms og bif- reiðar fengu hjálp frá Björgunar- sveitinni í bænum við það. - lkg Pútín Rússlandsforseti: Bætur til Tsjetsjena RÚSSLAND, AP Pútín rússlandsfor- seti hvatti ríkisstjórn sína í gær til að hraða af- greiðslu bóta- greiðslna til Tsjetsjena sem misst hafa heim- ili sín vegna óeirða. Einnig vildi hann að lögð yrði enn frekari áhersla á að byggja upp e f n a h a g Tsjetsjeníu. Pútín sagði að ef Rússar reiddu fram fé til upp- byggingar í landinu myndi trú manna á von um frið aukast. Nú þegar hafa tæplega þrjátíu af fjöru- tíu þúsund manns fengið bætur vegna heimila sinna en talið er að rúmlega sextíu þúsund til viðbótar eigi rétt á bótum. ■ Pantaðu nýjan og glæsilegan ferðabækling. Ítarlegri upplýsingar um verðdæmi á www.kuoni.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Bæklingar á völdum Esso-stöðvum. Páskaferðir Vertu tímanlega á ferðinni Örfá dæmi* úr glæsilegum páskaferðum Kuoni Tæland - spennandi hringferðir og óviðjafnanlegt strandfrí. Verð frá 102.850 kr. í 2 vikur Bali – draumaeyjan Verð frá 135.310 kr. í 2 vikur Egyptaland - Nílarsigling og frábærar sólarstrendur. Verð frá 95.800 kr. í viku Kenía – safaríferðir og gullnar sandstrendur. Verð frá 191.360 kr. í 12 daga Kína – Beijing, Shanghai og fjölbreyttar hringferðir. Verð frá 106.800 kr. í viku Indland – Goa og litríkt Suður-Indland. Verð frá 183.700 kr. í 2 vikur Kúba – Verð frá 145.950 kr. í 2 vikur *Verdæmi m.v. 2 í herb., gengi 21. okt. og sérfargjald Langfer›a til Danmerkur (takmarka› sætaframbo›). VÍÐIR REYNISSON Deildarstjóri almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra. VLADIMIR PÚTÍN Um hundrað þúsund Tsjetsjena gætu fengið bætur frá Rússum. Frístundaheimili Reykjavíkurborgar: Vetrarfrí afturkallað SKÓLAR Fyrirhuguðu vetrarfríi starfsfólks frístundaheimila Reykjavíkurborgar sem átti að vera í næstu viku verður að öllum líkindum frestað og skóladag- heimilin verða opin, að sögn Önnu Kristjánsdóttur, borgarfulltrúa R- listans. Á föstudag var send út til- kynning til foreldra um að frí- stundaheimilin yrðu lokuð vegna starfsdaga á miðvikudag til föstu- dags í næstu viku, en þá átti að vera vetrarfrí í grunnskólum borgarinnar. Því hefur hins vegar verið aflýst. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verk- efnisstjóri á æskulýðssviði ÍTR og umsjónarmaður frístunda- heimilanna, segir að fundur verði haldinn um málið á mánudaginn þar sem rætt verður um hvort frí- ið verði afturkallað. „Vilji er fyrir því hjá borginni að frístunda- heimilin verði opin og býst ég við að það verði niðurstaðan. Við munum samt sem áður gera það sem hægt er til að koma á móts við þá starfsmenn sem hafa ráð- stafað þessum frídögum í annað,“ segir Sigrún. Anna segir að ekki sé víst að starfsemi frístundaheimilanna verði með hefðbundnu sniði en allt kapp verði lagt á að halda úti starfsemi. „Við erum að reyna að leysa þetta í samstarfi við skóla- stjórnendur og hugsanlega munu skólarnir koma til móts við okkur með því að bjóða aðstoð skóla- liða,“ segir Anna. - sda BÖRN Á LEIÐ TIL SKÓLA Hætt verður við vetrarfrí hjá skóladagheimilum Reykjavíkurborgar sem átti að vera í næstu viku. EINAR BENEDIKTSSON Forstjóri Olís: „...standa saman um að láta viðskiptavini ekki komast upp með að ljúga viðskiptatilboðum upp á okkur.“ GEIR MAGNÚSSON Fyrrverandi forstjóri Essó: „Við munum að sjálfsögðu fara inn á staði hjá ykkur til að jafna leikinn. Boltinn er því hjá þér.“ KRISTINN BJÖRNSSON Fyrrverandi forstjóri Skeljungs tók saman minnisblaðið „Viðræður olíufélaganna“ og lýsti tillögum um viðræðugrundvöll. Falin sprengiefni í Írak: Öryggi ekki tryggt ÍRAK, AP Peter Bouckaert, Starfs- maður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sagði í gær að hann hafi tilkynnt bandarískum hermönnum um falinn geymslustað í borginni Baqouba, 55 kílómetrum norðaustur af Bagdad, í maí á síð- asta ári. Geymslustaðurinn innihélt hundrað kjarnaodda. Hermennirnir gerðu ekkert til að tryggja öryggi staðarins í þá tíu daga sem Boucka- ert dvaldist þar. Bouckaert ljós- myndaði kjarnaoddana en banda- rískir embættismenn í Bagdad sýndu þeim engan áhuga. ■ ELDUR Í RUSLAGÁM Tilkynnt var um eld í ruslagám við Kleppsveg um miðjan dag í gær. Málið er í rannsókn lögreglunnar en ekki er vitað hvað olli eldinum. Engar aðrar skemmdir urðu á eignum. INNBROT Í BIFREIÐAR Tilkynnt var um sex innbrot í bíla í Reykjavík í gærdag og verðmæt- um stolið. Lögreglan vill brýna fyrir fólki að geyma ekki verð- mæti í bílum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.