Fréttablaðið - 31.10.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 31.10.2004, Síða 4
4 31. október 2004 SUNNUDAGUR UMHVERFISMÁL Ekki náðist sam- komulag meðal fulltrúa aðildar- sveitarfélaga Sorpstöðvar Suður- lands um lausn á ágreiningi varð- andi starfsemi stöðvarinnar. Þar var kynnt samkomulag sem náðst hafði milli stjórnar sorpstöðvar- innar og sveitarstjórnar Ölfuss í yfirstandandi deilu. „Þær hugmyndir sem við kynntum fóru ekki í gegn og við þurfum að ræða frekar við þá,“ sagði Einar Njálsson bæjarstjóri í Árborg og stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands. „Þetta var samráðsfundur, en það var nokkuð samhljóða niðurstaða á honum.“ Styr hefur staðið um hæð sorp- haugsins í Kirkjuferjuhjáleigu, sem sorpstöðin hefur sett þar í urðunarreinar, en hann er 3 - 7 metra yfir leyfilegri hæð sam- kvæmt deiliskipulagi. Einar sagði ekki hægt að lækka hann sam- kvæmt mati Umhverfisstofnunar. Hins vegar væri verið að gera nýja urðunarrein og möguleiki væri á að þar yrði ekki urðað yfir leyfilegri hæð. „Við verðum að klára þetta mál um miðja næstu viku,“ sagði Einar. „Það verður að gerast innan þess frests sem þeir veittu. Ann- ars náum við þessu ekki saman.“ - jss Kaupmáttarrýrnun hjá helmingi kennara Kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir að laun sumra kennara muni lækka þegar launaflokkar í potti verða festir í launatöflu. Eiríkur Jónsson segir breytinguna eina af forgangskröfum grunnskólakennara. KJARAMÁL Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur seg- ir marga kennara lækka í laun- um ef miðlunartillaga sáttasemj- ara, sem hljóðar upp á 16,5 pró- senta launahækkun, verði sam- þykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann seg- ir kaupmáttaraukningu grunn- skólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaup- máttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launa- potti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð rík- issáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launa- flokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á laun- um við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunn- skólakennara. „Það var ein af forgangskröfum grunnskólakenn- ara að færa launapottana inn í grunna. Við vildum koma pott- flokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breyting- um, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitt- hvað. Þessi breyting á pottflokk- um mun ekki hafa áhrif á meðal- tal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára.“ Kauphækkun grunnskólakenn- ara, samkvæmt miðlunartillög- unni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launa- liða sjómanna sem samið var um í gær. svanborg@frettabladid.is Akureyri: Fartölvu stolið LÖGREGLA Fartölvu var stolið úr bíl sem stóð við sundlaugina við Glerárskóla á Akureyri. Þjófurinn braut rúðu til að komast inn í bílinn og hélt á brott með tösku merkta Dell sem í voru tölvan og ýmsir pappírar. Eigandi tölvunnar er verktaki og saknar sárt mikilvægra pappíra sem í töskunni voru. Lögregluvarðstjóri á Akureyri segir slíka þjófnaði lítt þekkta á Akureyri en biður fólk að skilja ekkert sjáanlegt eftir í bíl- um sínum. Eins eru allir þeir sem veitt geta upplýsingar um málið beðnir að hafa samband við lög- regluna. ■ Skothríð á Gaza: Skutu átta ára stúlku GAZA, AP Átta ára palestínsk stúlka var skotin til bana þegar hún gekk framhjá varðstöð Ísraelshers á leið sinni í skólann. Stúlkan varð fyrir skotum í s r a e l s k r a hermanna , talið er að þeir hafi verið að skjóta í átt að palest- ínskum víga- m ö n n u m sem skutu eldflaugum að land- nemabyggð Ísraelsmanna. Sex særðust í þeirri árás. Atvikið átti sér stað við flótta- mannabúðirnar Khan Younis. Stutt er síðan Ísraelsher lauk tveggja daga aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum þar, þá létu sautján Palestínumenn lífið. ■ ■ EVRÓPA ■ ÞORLÁKSHÖFN Er verkfalli kennara lokið? Spurning dagsins í dag: Mun sekt Samkeppnisstofnunar stöðva samráð Olíufélaganna? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 75,35% 24,65% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Bílvelta í Breiðadal: Sluppu vel UMFERÐARSLYS Bílslys varð aðfara- nótt laugardags í Breiðadal í Ön- undarfirði. Tvennt var í bílnum og kom það á lögreglustöðina á Ísafirði klukkan korter fyrir eitt aðfaranótt laugardags og til- kynnti um slysið. Bíllinn fór út af veginum í Breiðadal og valt nokkrar veltur. Bíllinn er talsvert mikið skemmdur, ef ekki eyðilagður að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Lögreglan veit ekki um orsök slyssins en telja hálkuna hafa spilað þar inn í. Ökumaður og farþegi bifreið- arinnar sluppu með skrámur og skurði og var farþeginn lagður inn á fjórðungssjúkrahúsið á Ísa- firði í skoðun. Samkvæmt vakt- hafandi lækni á slysadeild þurfti aðeins að sauma nokkur spor í augabrún farþega og var hann sendur heim að því loknu. - lkg ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 26 25 5 1 0/ 20 03 Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr.* *N et sm el lu r til G la sg ow - T ak m ar ka ð sæ ta fr am bo ð Alltaf ód‡rast á netinu SKOTIÐ Á LÖGREGLUSTÖÐ Með- limir Írska lýðveldishersins hnepptu fjölskyldu í gíslingu og stálu bíl hennar til að nota við skotárás á lögreglustöð á Norð- ur-Írlandi, að sögn lögreglu. Nokkrar kúlur hæfðu veggi lög- reglustöðvarinnar en enginn lögreglumannanna innandyra særðist. NÝ BÚÐ OPNAR Krónan opnar verslun í Þorlákshöfn 12. nóvem- ber næstkomandi. Verslunin kemur í staðinn fyrir verslun 11-11 sem starfrækt hefur verið á sama stað. „Eitt af því sem skiptir höfuðmáli í dag þegar fólk velur sér búsetu er aðgangur að lágvöruverslun,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri og fagn- ar versluninni. Stakk af frá reikningi: Borgaði 24 ára skuld NOREGUR, AP Það er aldrei of seint að iðrast og gera yfirbót. Það segir í það minnsta Kay Johnsen, hótelstjóri á Clarion Hotel Ernst í Kristiansand í Noregi. Á dögunum barst nafnlaust bréf frá hótelgesti sem stakk af frá reikningi sínum fyrir 24 árum, sá baðst afsökunar og lét fylgja 500 krónur norskar, andvirði um fimm þúsund íslenskra króna, til að greiða skuldina. „Ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt,“ sagði Johnsen sem hefur unnið á hótelum í meira en tvo áratugi, hann ákvað að láta greiðsluna frá gestinum renna til Hjálpræðishersins. ■ GRÁTIÐ VIÐ JARÐARFÖR Sahar, systir Raniu Aram sem skotin var til bana við Khan Younis. EINAR NJÁLSSON Hugmyndirnar sem kynntar voru fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi hlutu ekki brautargengi. Sorpstöð Suðurlands: Samkomulag náðist ekki ÓSÆTTI MEÐ MIÐLUNARTILLÖGU Óánægja virðist krauma meðal kennara um miðlunartillögu sáttasemjara. Meðal þess sem óánægja er með eru áhrif þess að festa launaflokka í potti í launatöflu kennara.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.