Fréttablaðið - 31.10.2004, Side 6
6 31. október 2004 SUNNUDAGUR
Staðfesting reglugerðar um Skaftafellsþjóðgarð:
Stærsti þjóðgarður Evrópu orðinn til
UMHVERFISMÁL Stærsti þjóðgarður
í Evrópu er orðinn til eftir að um-
hverfisráðherra, Sigríður Anna
Þórðardóttir, staðfesti í gær nýja
reglugerð um stækkun Skafta-
fellsþjóðgarðs sem stofnaður var
árið 1967. Reglugerðin felur í sér
þreföldun á flatarmáli þjóðgarðs-
ins, sem var áður 1.600 km2 en er
nú er orðinn 4.807 km2. Skafta-
fellsþjóðgarður nær nú meðal
annars til svæðis sem nemur um
57% af Vatnajökli auk Lakagíga-
svæðisins.
Haft hefur verið náið samráð
við heimamenn vegna stækkunar
Skaftafellsþjóðgarðs og gerð
reglugerðar um hann. Fyrr í þess-
um mánuði voru haldnir þrír
opnir fundir á Höfn, í Suðursveit
og á Kirkjubæjarklaustri, þar
sem ráðherra kynnti drög að
reglugerðinni og leitaði eftir at-
hugasemdum heimamanna. Jafn-
framt var haft samráð við aðra
hagsmunaaðila, svo sem ferða-
málasamtök og umhverfis- og úti-
vistarsamtök.
Þessi stækkun Skaftafellsþjóð-
garðs er fyrsti hluti Vatnajökuls-
þjóðgarðs sem mun ná til jökul-
hettunnar og helstu áhrifasvæða
jökulsins. Fyrir liggja tillögur um
að hluti landsins norðan Vatnajök-
uls verði meðal annars hluti
Vatnajökulsþjóðgarðs. - jss
Innbyggt vantraust
á miðstýrðu valdi
Bandaríkjamönnum hefur gengið illa að koma sér upp kosningakerfi
sem virkar þrátt fyrir að úrbótum hafi verið lofað. Bandarískur prófess-
or í stjórnmálafræði segir vantraust á miðstýrðu valdi hluta ástæðunnar.
BANDARÍKIN Ein helsta ástæðan fyr-
ir því hversu illa Bandaríkjamönn-
um hefur gengið að koma upp
kosningakerfi sem virkar er sterk
viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á
hverjum stað til
að ráða sjálfar sín-
um málum, segir
Michael T. Corgan,
prófessor í flota-
fræðum og stjórn-
málafræði við há-
skólann í Boston í
Massachusetts.
Ófullnægjandi
framkvæmd kosn-
inga í Bandaríkjun-
um komst í hámæli í
Flórída fyrir fjórum
árum en nokkur atvik hafa þegar
komið upp nú sem gefa til kynna
að enn sé langt í land áður en hægt
verður að fullyrða að framkvæmd-
in sé fullnægjandi.
„Þó við eigum að baki langa
sögu lýðræðis er saga stjórnar
heimamanna á stjórnmálakerfinu
jafn löng. Það er ástæðan fyrir því
að hvert kjördæmi er með sínar
eigin aðferðir til atkvæða-
greiðslu,“ segir Corgan og tekur
fram að hluti af ástæðunni fyrir
því að kerfin virðist oft úrelt eða
ófullnægjandi sé kostnaður. Það
hafi líka sitt að segja að frá því vél-
rænn kosningabúnaður var tekinn
upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á
munum og í forsetakosningunum
fyrir fjórum árum. Fram að því
hafi kerfið virst nógu gott.
„Í bandarískri stjórnmálamenn-
ingu er innbyggt vantraust á mið-
stýrðu valdi sem veldur því að
kosningastjórnir á hverjum stað
taka því illa að utanaðkomandi ein-
staklingar og stofnanir segi þeim
fyrir verkum. Þegar við bætist að
undanfarið hafa forsetaframbjóð-
endur barið á innanbúðarmönnum
í Washington eru margir sterkir
þættir sem ráða því að málum er
stjórnað á heimavelli, hversu illa
sem það gengur,“ segir Corgan.
Corgan bendir einnig á að nýrri
tækni fylgi vandamál. Þannig geti
rafræn kosningakerfi verið við-
kvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki
bætir úr skák að ekki er hægt að
endurtelja atkvæði ef mjótt er á
munum. „Eins og sumir segja jafn-
ast það að prenta gögnin út á nýjan
leik ekki á við það að telja á nýjan
leik,“ segir Corgan og bætir við.
„Að auki var einu fyrirtækjanna
sem reyna að selja nýjan, þróaðan
rafrænan kosningabúnað, þar til
nýlega, stjórnað af manni sem
sagði að hans markmið væri að
tryggja Bush forseta sigur í Ohio.
Þú getur ímyndað þér að demókrat-
ar tortryggðu þennan búnað.“
brynjolfur@frettabladid.is
Forsetakosningar:
Vísitalan
gegn Bush
BANDARÍKIN George W. Bush
Bandaríkjaforseti nær ekki end-
urkjöri ef marka má kenningu
Jeffrey Hirsch, útgefanda Stock
Trader’s Almanac. Hann segir að
þegar Dow Jones vísitalan lækkar
um hálft prósent eða meira frá
lokum september til kjördags nái
forsetinn ekki endurkjöri, nú hef-
ur hún lækkað um 0,75 prósent.
Þetta hefur gengið eftir frá ár-
inu 1904 ef undan eru skilin árin
1956 þegar Rússar réðust inn í
Ungverjaland í október og 1984
þegar vísitalan lækkaði um 0,6
prósent eftir miklar hækkanir
næstu misseri á undan, þá vann
Ronald Reagan með yfirburðum. ■
Forsetakosningar í
Bandaríkjunum:
Mjótt á
munum í
könnunum
BANDARÍKIN, AP Nýj-
ustu skoðanakann-
anir í Bandaríkjun-
um sýna að mjótt er
á munum á milli
Georges W. Bush og
Johns Kerrys í for-
setakosningunum
sem fara fram 2.
nóvember.
Síðustu kannanir
verða framkvæmdar
rétt fyrir kosninga-
dag og engin leið að
vita hver ber sigur úr býtum. Kann-
anir sem framkvæmdar hafa verið
rétt fyrir kosningar síðustu 25 árin
hafa yfirleitt spáð fyrir um sigur-
vegarann. Hvorugur frambjóðand-
inn í ár hefur gott forskot en al-
menningur lítur á Bush sem forseta
með galla og treystir ekki Kerry. ■
VEISTU SVARIÐ?
1Hvaða olíufélag þarf að greiða sektsamkeppnisráðs að fullu?
2Hver er forsetaefni Frjálshyggjuflokks-ins í Bandaríkjunum?
3Hvað heitir ný plata Jóhanns Jóhannssonar?
Svörin eru á bls. 34
Forsetakosningar:
Hvort treystir
þú Bush eða
Kerry betur?
Jóna Hrönn Bolladóttir,
miðborgarprestur.
„Kerry virkar á
mig sem meiri frið-
arsinni en það get-
ur svo sem verið að
það breytist ef
hann verður kos-
inn. Það er oft sem
innri maður kemur
í ljós þegar ein-
hverjum hlotnast völd. Mér finnst
Bush ekki traustsins verður og ég
óttast hann. Ég óttast ákvarðanir
hans og þær lífsskoðanir sem hann
hefur. Kerry getur ekki verið mikið
verri en hann.“
Hvorn myndir þú kjósa?
„Ef ég væri Bandaríkjamaður þá
myndi ég skoða málið betur en ég
geri sem íslenskur prestur. Það er
ekki ólíklegt að ég myndi kjósa
Bush en ég myndi skoða feril hans
betur og hlusta á það sem hann hef-
ur fram að færa.“
Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
prestur í Kvennakirkjunni.
„Ég treysti Kerry
betur og bind mikl-
ar vonir við hann.
Ég vona að önnur
stefna komist á í al-
þjóðamálum ef
hann kemst til
valda. Mér finnst
Bush ekki hafa
staðið sig vel en hann á samúð mína
alla. Ég myndi ekki vilja vera í hans
sporum. Það þarf að breyta um
stjórnarfar í Bandaríkjunum og ég
treysti Kerry til að gera það.“
Hvorn myndir þú kjósa?
„Ég veit ekki hvorn ég myndi kjósa
ef ég væri Bandaríkjamaður en frá
íslenskum bæjardyrum séð myndi
ég velja Kerry.“
MYNDBAND Sérfræðingar víða um
heim hafa lýst því yfir að mynd-
bandsupptakan af Osama bin Laden
sem send var út á Al Jazeera sjón-
varpsstöðinni á föstudagskvöld
væri til þess ætluð að hafa áhrif á
forsetakosningarnar í Bandaríkjun-
um. Því hefur verið líkt við póli-
tíska handsprengju.
Í myndbandinu lýsir bin Laden
því í fyrsta sinn yfir að hann beri
ábyrgð á hryðjuverkunum í Banda-
ríkjunum 11. september og hótar
jafnframt frekari hryðjuverkum.
Hann sakaði jafnframt Bush um að
hafa brugðist of seint við hryðju-
verkunum 11. september.
Bush og mótframbjóðandi hans,
John Kerry, hafa báðir brugðist op-
inberlega við myndbandinu með
yfirlýsingum um hvernig best
megi haga baráttunni gegn hryðju-
verkum. Bush fyrirskipaði örygg-
isráðgjöfum sínum að grípa til við-
eigandi ráðstafana við myndband-
inu. Kerry hét því að gerast leið-
andi í baráttunni gegn hryðjuverk-
um með nýjum og áhrifameiri að-
ferðum.
Ekki hefur verið lýst yfir auk-
inni hættu á hryðjuverkum í
Bandaríkjunum í kjölfar mynd-
bandsins en óttast sumir að upp-
takan hafi verið dulkóðuð orðsend-
ing til al-Kaída félaga um að hefja
nýja árás hryðjuverka. - sda
UPPTAKA AF ÁVARPI BIN LADENS TIL BANDARÍSKU ÞJÓÐARINNAR
Í myndbandinu lýsir bin Laden því í fyrsta sinn yfir að hann beri ábyrgð á hryðjuverkunum
í Bandaríkjunum 11. september og hótar jafnframt frekari hryðjuverkum.
STÆRRI ÞJÓÐGARÐUR
Kortið sýnir stærð Skaftafellsþjóðgarðs eftir stækkunina.
KOSIÐ Í FLÓRÍDA
Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um að bæta úr þeim vanköntum sem komu í ljós í
Flórída og fleiri ríkjum Bandaríkjanna fyrir fjórum árum hefur ekki tekist að tryggja full-
nægjandi framkvæmd kosninganna.
MICHAEL
CORGAN
Vantraust á
miðstýrðu valdi
og fjárskortur
hamla úrbótum.
JOHN KERRY
Kannanir sýna
að mjótt er á
munum á milli
Kerrys og
Bush.
NÝJUSTU KANNANIR
Miðill Bush Kerry Birt
FOX News 47% 45% 30. október
Newsweek 50% 44% 30. október
Reuters/Zogby 46% 47% 30. október
TIPP 46% 44% 30. október
ABC/Wash Post 50% 47% 30. október
Myndbandsupptaka bin Ladens:
Óttast um nýja árás