Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 14
Á morgun rennur út umsóknar-
frestur um Eyrarrósina sem er
viðurkenning fyrir afburða
menningarverkefni á lands-
byggðinni. Listahátíð Reykjavík-
ur, ásamt Byggðastofnun og
Flugfélagi Reykjavíkur, stendur
fyrir viðurkenningunni og munu
þrjú verkefni verða tilnefnd og
að lokum eitt þeirra verðlaunað.
„Aðstandendum verkefnanna
þriggja sem verða tilnefnd verð-
ur boðið til Bessastaða þar sem
tilkynnt verður um verðlaunin og
fær það verkefni sem hlýtur
Eyrarrósina eina og hálfa
milljóna króna,“ segir Þórunn
Sigurðardóttir framkvæmda-
stjóri Listahátíðar í Reykjavík.
„Þetta er hugsað fyrir ýmis kon-
ar verkefni sem komin eru af
stað, því skilyrði er sett fyrir því
að verkefnin hafi sannað sig á
einhvern hátt og það má segja að
með þessum hætti séum við að
vekja athygli á því merka menn-
ingarstarfi sem er unnið um allt
land,“ segir Þórunn og tekur það
fram að verkefnið sem hlýtur
Eyrarrósina verður sérstaklega
kynnt í tengslum við Listahátíð í
Reykjavík, þó svo að það þurfi
ekki að koma til Reykjavíkur.
Allar upplýsingar um hvernig
umsókninni skal háttað er að
finna á vefsíðunni listahatid.is. ■
Í dag eru 49 ár síðan þingmaður-
inn og Hafnfirðingurinn Guð-
mundur Árni Stefánsson dró
fyrsta andardráttinn meðal
manna. í dag er líka síðasti af-
mælisdagurinn sem Guðmundur
Árni getur sagst vera fjörutíu og
eitthvað.
„Það er umhugsunarvert, en
það er með mig eins og aðra að
þegar maður var ungur fannst
manni þetta alveg ógnaraldur.
Tíminn hefur svo þau mildandi
áhrif á hugann að hjálpa manni
að aðlagast öllum kringumstæð-
um og gera hlutina jákvæða og
skemmtilega, eins og lífið sjálft
er. Hvert aldursskeið hefur sinn
sjarma og sem betur fer þarf
maður ekki að sættast við það,
því það gerist af sjálfu sér,“
segir Guðmundur Árni bjartri
ánægjuröddu. Bætir við að hann
hafi engin plön um ofurhuga-
verk, eins og fallhlífastökk, fyrir
fimmtugsafmælið. „Ég þarf
aldrei að ákveða slíkt fyrirfram.
Er yfirleitt óhræddur við að
takast á við hlutina og læt hverj-
um degi nægja sína þjáningu og
gleði.“
Gleðin verður við völd hjá
Guðmundi Árna í dag þegar hann
býður sínum nánustu í árvisst
kaffisamsæti. Og stórafmæli er
á döfinni á næsta ári. Segir þó
vandamál að nefna óskagjöfina,
enda langi hann í alltof dýrar
gjafir. „Ætli ég fái ekki haust-
hanskana í afmælisgjöf; ég týni
þeim jafnharðan. Það er dæmi-
gerð og árviss gjöf því afmælið
mitt ber upp á þeim árstíma.“
Þegar Guðmundur Árni er
spurður hvað hann ætli sér að
sitja lengi á þingi segir hann þá
ákvörðun ekki í sínum höndum.
„Maður er kosinn til fjögurra ára
í senn og getur ekki ákveðið ævi
sína þar. Ég hef verið í pólitík í
tuttugu ár; alltaf fjögur ár í senn.
Fyrst í bæjarpólitík, þá bæjar-
stjóri í átta ár og þingmaður síð-
ustu ellefu árin. Tímabilið er allt
í fjögurra ára skömmtum og
kjósendur ákveða framhaldið.
Ég hef brennandi áhuga á stjórn-
málum og hann hefur ekki
minnkað með árunum. Svo stytt-
ist alltaf tíminn í það að við jafn-
aðarmenn tökum við stjórn
landsmála og ég er til í þann
slag. Get sagt með sanni að lang-
ur vegur er frá því að ég sé far-
inn að hugsa um eftirlaun þegar
ég hugsa til framtíðar.“
Og viðurkennir að langa aftur
í ráðherrastól. „Ég væri að plata
ef ég segði ekki já við því. Allir
sem eru í pólitík vilja koma mál-
um þannig fyrir að þeir hafi
áhrif. Ráðherrastóllinn er ein
leið til þess.“
thordis@frettabladid.is
14 31. október 2004 SUNNUDAGUR
PETER JACKSON
Leikstjóri er 43 ára í dag.
Ekki farinn að hugsa um eftirlaun
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON ÞINGMAÐUR ER 49 ÁRA Í DAG:
„Draumurinn er sá að hafa algert frelsi
til að gera það sem mig langar til án þess
að hafa áhyggjur af fjármagni.“
Draumurinn rættist þegar hann fékk að gera
Hringadróttinssögu með nægilegu fjármagni.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Pétur Einarsson leikari er 64 ára.
Stefán Baxter er 36 ára.
ANDLÁT
Jóhanna Ásgeirsdóttir Barónsstíg 31,
lést föstudaginn 29. október.
AFMÆLISDRENGURINN GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Í dag hafa mælst 49 ár af ævi hans. Hann viðurkennir að langa aftur í
ráðherrastól þegar jafnaðarmenn taka við landsmálunum.
Harry Houdini, einn frægasti
töframaður allra tíma, lést á spít-
ala í Detroit á þessum degi árið
1926 þá 52 ára að aldri. Hann
hafði, tólf dögum áður, talað við
hóp nemenda eftir fyrirlestur
sem hann hélt í Montreal og
minntist á við þá hversu sterkir
magavöðvar hans væru og hvað
þeir þyldu ótrúlega föst högg.
Skyndilega kýldi einn nemend-
anna Houdini tvisvar í magann,
sem kom töframanninum mjög
að óvörum þannig að höggin
sprengdu í honum botnlangann.
Eftir atvikið kom hann fram í síð-
asta sinn og í lestinni á leiðinni
til Detroit veiktist hann mjög og
var farið með hann beint á spít-
ala. Þar fór hann beint í aðgerð
sem bar lítinn árangur þar sem
botnlanginn hafði náð að eitra út
frá sér. Houdini var frægur fyrir
að sleppa úr ómögulegum að-
stæðum og í einu atriðinu var
hann bundinn og læstur inni í
járnkistu sem var sökkt ofan í
vatnstank og hent út úr báti.
Hann hafði mikinn áhuga á yfir-
náttúrulegum málum og var
sannfærður um að hægt væri að
ná sambandi við hina dauðu og
samdi við vini sína og konu að
sá sem væri fyrstur til að deyja
myndi reyna að hafa samband
að handan. Konan hans beið
eftir skilaboðum frá honum eftir
dauða hans, en tilkynnti að það
hefði ekki gengið eftir skömmu
áður en hún sjálf dó.
31. OKTÓBER 1926
Houdini töframaðurinn frægi deyr
eftir áverka frá ungum nemenda.
ÞETTA GERÐIST
[ BLAÐBERI VIKUNNAR ]
BENEDIKT ODDSSON
MERKISATBURÐIR
1922 Benito Mussolini verður
forseti Ítalíu.
1931 Strætisvagnar Reykjavíkur
hófu akstur. Fyrsta leiðin
var Lækjartorg – Kleppur.
1936 Útgáfa Þjóviljans hófst.
Hann studdi Kommúnista-
flokkinn og síðar Sósíalista-
flokkinn og Alþýðubanda-
lagið.
1952 Bandaríkin sprengja fyrstu
vetnissprengjuna.
1959 Lee Harvey Oswald tilkynn-
ir að hann muni aldrei
aftur snúa til Bandaríkj-
anna. Hann var þá staddur
í Moskvu í Rússlandi.
1961 Í Sovétríkjunum var lík
Jósefs Stalíns fjarlægt úr
gröf Leníns.
1984 Forseti Indlands, Indira
Gandhi, var myrt á þessum
degi skammt frá heimili
sín. Sonur hennar Rajiv tók
við völdum.
Töframaðurinn Houdini deyr
Rúnar
Geirmundsson
Sigur›ur
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað
við undirbúning útfara.
Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020
Þegar andlát ber að
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Eyrarrósin er viðurkenning ætluð afburða menningarverk-
efnum á landsbyggðinni.
Menningarstyrkur á landsbyggðinni
Mistök voru gerð í dánar- og
jarðarfarartilkynningu Stefáns
H.Ingólfssonar auk þess sem
rangur tími var tilgreindur á
jarðarförinni. Við biðjum fjöl-
skyldu Stefáns og alla aðstand-
endur innilegrar velvirðingar á
þessum leiðu mistökum.
■ LEIÐRÉTTING
Tilkynningar um
andlát og jarðarfarir
eru velkomnar á síður
Fréttablaðsins.
Sími: 550 5000
BENEDIKT ODDSSON er blaðberi vik-
unnar. Hann þykir vera til fyrirmyndar í
starfi.
Hvað heitir blaðberinn ?
Benedikt Oddsson.
Hvað ertu búinn að bera
út lengi?
Ca. 1.ár.
Hvað ertu með í vasan-
um?
MP3-spilara, síma, lykla og tyggjó.
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera?
Vera með vinum.
Hvert er þitt mottó?
Stay cool ;)