Fréttablaðið - 31.10.2004, Síða 16
16 31. október 2004 SUNNUDAGUR
P áll Steingrímsson kvikmynda-gerðarmaður fær heiðurs-
verðlaun íslensku kvikmyndaaka-
demíunnar í ár og er fyrsti starf-
andi kvikmyndagerðarmaðurinn
sem hlýtur heiðursverðlaunin.
Hann segist vera þakklátur og
stoltur vegna þessa heiðurs sem
sér falli í skaut. Magnús Magnús-
son fékk verðlaunin í fyrra en
þeir Páll unnu saman að myndinni
Örlagakyrrð (World of Solitude)
sem tilnefnd er til Eddu-verð-
launa í ár sem besta heimildar-
myndin og Magnús fær sömuleið-
is tilnefningu fyrir handritagerð
myndarinnar. Páll ber mikið lof á
samstarfsmann sinn. „Magnús
Magnússon er magnaður persónu-
leiki með mikla útgeislun, um leið
og hann er gríðarlega fjölhæfur.
Ég hef séð örfáa menn sem hrífa
áheyrendur eins og hann gerir,
menn sem vilja upplýsa aðra og
fræða og gera það svona listavel.
David Attenborough er til dæmis
einn af þessum mönnum,“ segir
Páll.
Hættuleg stefna í stóriðjumálum
Öræfakyrrð hlaut á dögunum
verðlaun á kvikmyndahátíð í Pét-
ursborg en Páll segir að þrátt
fyrir það hafi myndin átt nokkuð
erfitt uppdráttar: „Ég kynnti
hana í Svíþjóð við litlar undir-
tektir og sýndi hana síðan á
Panaroma hér um daginn en
sjónvarpsstöðvarnar hafa ekki
enn staðfest kaup á henni. Fram-
boð til sjónvarpsstöðvanna hér
heima er orðið gríðarlega mikið
og þar hafa menn ekkert meiri
peninga en áður, nema síður sé.
Útlendu stöðvarnar bera því við
að þetta sé ekki náttúrulífsmynd,
heldur fjallar hún um náttúru-
vernd en einhvers staðar hlýtur
að vera pláss fyrir þannig mynd.
Ég veit að við erum að gera reg-
invitleysu í virkjanamálum. Allt
of miklu er til kostað og of miklu
raskað fyrir hæpinn ágóða. Við
erum bölvaðir glannar. Það hefði
verið hægt að blása lífi í atvinnu-
vegina án þess að kosta svo
miklu til og án þess að spilla svo
miklu. Magnús heldur því stíft
fram í myndinni að hægt væri að
gera þjóðgarð á heimsmæli-
kvarða fyrir norðan jökul, fyrir
tiltölulega lágar upphæðir miðað
við þær fúlgur sem fara til virkj-
anaframkvæmda og því sem
þeim fylgir. Slíkur þjóðgarður
gæti orðið tiltölulega jafn vel
sóttur og þekktustu þjóðgarðar í
Bandaríkjunum.“
Yndi af myndlist.
Páll er 74 ára gamall og hóf ekki
kvikmyndanám fyrr en hann var
43 ára. Hann lauk á sínum tíma
námi í Kennaraskólanum og var
einn vetur við Kennaraháskólann
í Kaupmannahöfn og samtímis við
nám í dönsku Listaakademíunni.
„Ég hef ætíð haft yndi af myndlist
og öllu sem höfðar til myndskyns.
Kvikmyndagerðin kom sem beint
framhald af málaralist og ljós-
myndun. Ég var í Vestmannaeyj-
um og þangað kom svissneskur
kvikmyndagerðarmaður sem ég
aðstoðaði við að komast á torsótta
staði. Þegar hann kvaddi keypti
ég af honum kvikmyndavélina.
Árið eftir fór ég í New York Uni-
versity til að læra kvikmynda-
gerð. Það var mikill vandi á þeim
tíma því ekki var hægt að fá nein
námslán. Ég tók talsverða áhættu
þegar ég fór vestur, fékk launa-
laust leyfi frá kennslu en tók
bankalán til að standa undir náms-
dvölinni og setti þar með fjöl-
skylduna í töluverða klemmu. En
allt gekk þó upp vegna þess að ég
fór mun hraðar í gegnum skólann
en eðlilegt var. Þegar nemendur
þóttust tilbúnir í áfangapróf létu
þeir prófessorinn vita. Þetta nýtti
ég mér nokkrum sinnum.“
Eftir rúmt ár sneri Páll heim til
Íslands og fór að vinna fyrir Rík-
issjónvarpið í hjáverkum. Stuttu
seinna hófst eldgos í Heimaey.
„Sem heimamaður fékk ég sér-
stakt leyfi, ásamt félaga mínum
Ernst Kettler til að mynda nær
ótruflaður meðan gosið stóð. Mig
minnir að ég hafi haft einhvern
titil á bæjarskrifstofunni, líklega
sem fréttafulltrúi til að afsaka
dvöl mína í Eyjum. Við unnum á
tímabili fyrir breska fréttastofu
UPITN og höfðum eitthvert kaup
fyrir, en fengum um leið ómetan-
legt myndefni, til eigin nota, allt
sem ekki fór í fréttaútsendingar.
Inn í okkar samflot kom snemma
Ásgeir Long og við gerðum mynd-
ina Eldeyjan eða „Days of
Destruction“ sem skilaði okkur
gullverðlaunum á stórri kvik-
myndahátíð í Atlanta í Bandaríkj-
unum um svipað leyti og yfirlýst
voru goslok, hálfu ári eftir að
jörðin rifnaði í Heimaey.“
Páll stofnaði ásamt Ernst og
Ásgeiri KVIK kvikmyndagerð
sem gerði fyrstu sjónvarpsaug-
lýsingarnar hér á landi. „Við höfð-
um góða afkomu á þessum tíma en
svo fékk ég nóg af auglýsinga-
gerðinni, hún var hreinlega ekki
spennandi lengur og ég sneri mér
nær alfarið að gerð heimildar-
mynda.“
Eltu spóann til Gambíu
Páll hefur gert 32 heimildarmynd-
ir á 15 árum. „Ég hef fólk í vinnu
og ég held að ég sé fyrsti Íslend-
ingurinn sem lifir eingöngu af
heimildarmyndagerð. Það sem
ráðið hefur úrslitum er að mynd-
irnar hafa farið á markað erlend-
is. Ef svo væri ekki þá hefði ég
Sköpunin öll er mér ráðgáta
Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður fær heiðursverðlaun Eddunnar í ár.
Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við Pál um heimildarmyndagerð, ferðalög og stóriðjumál.
PÁLL STEINGRÍMSSON „Ég veit að við erum að gera reginvitleysu í virkjanamálum. Allt of miklu er til kostað og of miklu raskað fyrir hæpinn
ágóða. Við erum bölvaðir glannar. Það hefði verið hægt að blása lífi í atvinnuvegina án þess að kosta svo miklu til og án þess að spilla svo miklu.“
Sem heimamaður
fékk ég sérstakt
leyfi ásamt félaga mínum
Ernst Kettler til að mynda
nær ótruflaður meðan gosið
stóð. Mig minnir að ég hafi
haft einhvern titil á bæjar-
skrifstofunni, líklega sem
fréttafulltrúi til að afsaka
dvöl mína í Eyjum.
,,